Innlent

Einn slasaður eftir að farþegabátur steytti á skeri á Breiðafirði

Anton Egilsson skrifar
Berserkir, björgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hefur verið kölluð út,
Berserkir, björgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hefur verið kölluð út,
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 14:15 neyðarkall frá farþegabáti sem hafði steytt á skeri á Breiðafirði, um þrjá kílómetra austur af Stykkishólmi. Níu voru um borð í bátnum og slasaðist einn við strandið. 

Að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni eru fiskibátarnir Arnar og Blíða og farþegaskipið Særún eru á leið á strandstaðinn. Léttbátur frá Særúnu býr sig undir að taka farþegana um borð. Þá voru Berserkir, björgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar, kallaðir út á fyrsta forgangi og Björg, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Rifi, sett í viðbragðsstöðu.

Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, sé við það að leggja af stað á vettvang en hún er nýbúin að flytja fólk til Reykjavíkur frá slysstaðnum við Kirkjubæjarklaustur þar sem rúta valt fyrr í dag.

Uppfært 15:11

Laust fyrir klukkan þrjú hafði öllum verið bjargað um borð í Særúnu og verður farið með fólkið í Stykkishólm þar sem hlúð verður að því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×