Kapphlaup að hefjast um Þjóðgarðastofnun Kristján Már Unnarsson skrifar 27. desember 2017 10:45 Fra Jökulsárlóni. Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, kynnti áform um Þjóðgarðastofnun síðastliðið sumar. Stöð 2/Kristinn Þeyr Magnússon. Kapphlaup er að hefjast milli sveitarfélaga um staðsetningu Þjóðgarðastofnunar. Borgarbyggð sækist eftir því að stofnunin verði á Hvanneyri og bæjarstjórinn á Hornafirði segir eðlilegt að yfirstjórnin verði þar, að minnsta kosti að hluta til. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, sem síðastliðið sumar kynnti áform um að koma á fót Þjóðgarðastofnun, og nýr ráðherra málaflokksins, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, lýsti stuðningi sínum við málið í Víglínunni á Stöð 2 fyrir jól. „Það hefur verið kallað eftir þessu mjög lengi að reyna að samhæfa betur stjórnun friðlýstra svæða á Íslandi, eða verndaðra svæða. Við erum að setja þetta allt undir einn hatt. Það var kallað eftir þessu meðal annars í vegvísi ferðaþjónustunnar,“ sagði Guðmundur Ingi og taldi Þjóðgarðastofnun verða mjög til bóta. Og líklega mun ekki skorta sveitarstjórnarmenn sem vilja fá til sín nýja opinbera stofnun.Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að öll sveitarfélög, - og við erum ekkert undanskilin þar, - myndum að sjálfsögðu vilja sjá fleiri opinber störf,“ sagði Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar. „Við myndum svo gjarnan vilja, og teljum mjög eðlilegt, að til dæmis eitthvað í tengslum við yfirstjórn og stjórn á þessum náttúrufyrirbærum, eins og Vatnajökulsþjóðgarði, væri hér í sveitarfélaginu. Það er engin launung á því. Við höfum haldið því fram í fjölda ára að yfirstjórn Vatnajökulsþjóðgarðs ætti náttúrlega að vera í þessari paradís,“ segir bæjarstjóri Hornfirðinga.Frá Hvanneyri í Borgarfirði. Borgarbyggð býður gamla skólahús Bændaskólans undir Þjóðgarðastofnun.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Og nú hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar boðið gamla skólahúsið á Hvanneyri fyrir Þjóðgarðastofnun með vísan til þess að ætlunin sé að skerða skipulagsvald sveitarfélagsins yfir stórum svæðum með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Skorað er á ráðherra og þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir því að stofnunun verði sett niður á Hvanneyri. „Mikilvægt er að fagstofnun, sem Þjóðgarðastofnun yrði, sé fundinn staður þar sem hún yrði landfræðilega vel staðsett, myndi starfa í nánum tengslum við meginviðfangsefni sitt og hefði faglegan og samfélagslegan styrk af sínu nánasta umhverfi. Allar þessar forsendur eru til staðar á Hvanneyri í Borgarfirði,“ segir í bókun byggðaráðs Borgarbyggðar. „Ég held við verðum samt, - megum aldrei gleyma því, - að við megum ekki gleyma okkur í baráttunni nákvæmlega fyrir því hvar stofnunin er. Það er aðalatriðið að hún verði til. Því hún, - held ég, - eflir til muna þessar stofnanir sem þessir þjóðgarðar okkar eru. Stoðkerfi þeirra eflist mjög mikið með tilkomu Þjóðgarðastofnunar, - held ég,“ sagði Björn Ingi, bæjarstjóri Hornafjarðar. Fyrrverandi umhverfisráðherra hafði boðað að lagafrumvarp um nýja Þjóðgarðastofnun yrði lagt fram á vorþingi 2018. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Vill koma á fót Þjóðgarðastofnun Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti í dag í ríkisstjórn áform um að koma á fót Þjóðgarðastofnun. 18. ágúst 2017 13:37 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Sjá meira
Kapphlaup er að hefjast milli sveitarfélaga um staðsetningu Þjóðgarðastofnunar. Borgarbyggð sækist eftir því að stofnunin verði á Hvanneyri og bæjarstjórinn á Hornafirði segir eðlilegt að yfirstjórnin verði þar, að minnsta kosti að hluta til. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, sem síðastliðið sumar kynnti áform um að koma á fót Þjóðgarðastofnun, og nýr ráðherra málaflokksins, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, lýsti stuðningi sínum við málið í Víglínunni á Stöð 2 fyrir jól. „Það hefur verið kallað eftir þessu mjög lengi að reyna að samhæfa betur stjórnun friðlýstra svæða á Íslandi, eða verndaðra svæða. Við erum að setja þetta allt undir einn hatt. Það var kallað eftir þessu meðal annars í vegvísi ferðaþjónustunnar,“ sagði Guðmundur Ingi og taldi Þjóðgarðastofnun verða mjög til bóta. Og líklega mun ekki skorta sveitarstjórnarmenn sem vilja fá til sín nýja opinbera stofnun.Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að öll sveitarfélög, - og við erum ekkert undanskilin þar, - myndum að sjálfsögðu vilja sjá fleiri opinber störf,“ sagði Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar. „Við myndum svo gjarnan vilja, og teljum mjög eðlilegt, að til dæmis eitthvað í tengslum við yfirstjórn og stjórn á þessum náttúrufyrirbærum, eins og Vatnajökulsþjóðgarði, væri hér í sveitarfélaginu. Það er engin launung á því. Við höfum haldið því fram í fjölda ára að yfirstjórn Vatnajökulsþjóðgarðs ætti náttúrlega að vera í þessari paradís,“ segir bæjarstjóri Hornfirðinga.Frá Hvanneyri í Borgarfirði. Borgarbyggð býður gamla skólahús Bændaskólans undir Þjóðgarðastofnun.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Og nú hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar boðið gamla skólahúsið á Hvanneyri fyrir Þjóðgarðastofnun með vísan til þess að ætlunin sé að skerða skipulagsvald sveitarfélagsins yfir stórum svæðum með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Skorað er á ráðherra og þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir því að stofnunun verði sett niður á Hvanneyri. „Mikilvægt er að fagstofnun, sem Þjóðgarðastofnun yrði, sé fundinn staður þar sem hún yrði landfræðilega vel staðsett, myndi starfa í nánum tengslum við meginviðfangsefni sitt og hefði faglegan og samfélagslegan styrk af sínu nánasta umhverfi. Allar þessar forsendur eru til staðar á Hvanneyri í Borgarfirði,“ segir í bókun byggðaráðs Borgarbyggðar. „Ég held við verðum samt, - megum aldrei gleyma því, - að við megum ekki gleyma okkur í baráttunni nákvæmlega fyrir því hvar stofnunin er. Það er aðalatriðið að hún verði til. Því hún, - held ég, - eflir til muna þessar stofnanir sem þessir þjóðgarðar okkar eru. Stoðkerfi þeirra eflist mjög mikið með tilkomu Þjóðgarðastofnunar, - held ég,“ sagði Björn Ingi, bæjarstjóri Hornafjarðar. Fyrrverandi umhverfisráðherra hafði boðað að lagafrumvarp um nýja Þjóðgarðastofnun yrði lagt fram á vorþingi 2018. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Vill koma á fót Þjóðgarðastofnun Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti í dag í ríkisstjórn áform um að koma á fót Þjóðgarðastofnun. 18. ágúst 2017 13:37 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Sjá meira
Vill koma á fót Þjóðgarðastofnun Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti í dag í ríkisstjórn áform um að koma á fót Þjóðgarðastofnun. 18. ágúst 2017 13:37