Kyrrsetja eignir háttsettra eldflaugasérfræðinga Norður-Kóreu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. desember 2017 23:30 Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/afp Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað öll viðskipti með eignir tveggja háttsettra embættismanna Norður-Kóreu. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að mennirnir, Kim Jong-sik og Ri Pyong-chol, hafi gegnt lykilhlutverki í þróun kjarnavopna Norður-Kóreu. Vísað er í tilkynningu frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þar segir að bann verði lagt á öll viðskipti mannanna tveggja í Bandaríkjunum og allar eignir, sem þeir kynnu að eiga þar í landi, kyrrsettar. Með refsiaðgerðunum vilja bandarísk stjórnvöld uppfylla markmið sitt um „kjarnorkulausan Kóreuskaga,“ að því er haft er eftir Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, í tilkynningunni sem send var út í dag. Þá er Kim Jong-sik sagður lykilmaður í eldflaugaþróun Norður Kóreu, einkum þeirri þróun er lýtur að eldsneyti flauganna, og Ri Pyong-chol er talinn gegna lykilhlutverki í þróun langdrægra eldflauga.Eldflaugasérfræðingur og fyrrverandi hershöfðingi Refsiaðgerðirnar eru enn fremur sagðar framhald af ályktun Bandaríkjamanna sem samþykkt var samhljóða í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðastliðið föstudagskvöld. Í henni er kveðið á um aðgerðir til að draga úr olíubirgðum Norður-Kóreu um allt að 90 prósent og þá var öllum Norður-Kóreumönnum sem vinna erlendis gert að snúa til síns heima innan 24 mánaða. Tilefni téðra refsiaðgerða eru ítrekaðar eldflauga- og kjarnorkutilraunir stjórnvalda í Pjongjang, höfuðborg Norður-Kóreu. Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sagði hertar þvinganir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti gegn þjóðinni vera stríðsyfirlýsingu.Í úttekt Reuters-fréttaveitunnar, sem gerð var í maí síðastliðnum, segir enn fremur að annar embættismannanna, Ri Pyong-chol , sé fyrrverandi hershöfðingi og menntaður í Rússlandi. Kim Jong-sik er sagður gamalreyndur eldflaugasérfræðingur. Báðir hafa þeir ítrekað verið myndaðir við hlið Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar eldflaugum er skotið á loft. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea segir hertar þvinganir vera stríðsyfirlýsingu Á vef Reuters er greint frá yfirlýsingu ráðuneytisins en þar er því haldið fram að þeim sem studdu þessar hertar þvinganir verði refsað. 24. desember 2017 10:22 Rússar bjóðast til að miðla málum í deilu Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Rússar segjast vilja koma á sáttum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna ef bæði ríkin eru reiðubúin til þess. 26. desember 2017 20:03 Öryggisráðið samþykkti hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu Tillaga Bandaríkjamanna um hertar refsiaðgerðir var samþykkt samhljóða. 22. desember 2017 18:38 Norður-Kórea fordæmir glæpsamleg Bandaríkin Utanríkisráðuneyti einræðisríkisins sakaði Donald Trump forseta um að leitast eftir algjörri undirokun heimsbyggðarinnar með þjóðaröryggisstefnu sinni. 23. desember 2017 07:00 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Sjá meira
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað öll viðskipti með eignir tveggja háttsettra embættismanna Norður-Kóreu. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að mennirnir, Kim Jong-sik og Ri Pyong-chol, hafi gegnt lykilhlutverki í þróun kjarnavopna Norður-Kóreu. Vísað er í tilkynningu frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þar segir að bann verði lagt á öll viðskipti mannanna tveggja í Bandaríkjunum og allar eignir, sem þeir kynnu að eiga þar í landi, kyrrsettar. Með refsiaðgerðunum vilja bandarísk stjórnvöld uppfylla markmið sitt um „kjarnorkulausan Kóreuskaga,“ að því er haft er eftir Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, í tilkynningunni sem send var út í dag. Þá er Kim Jong-sik sagður lykilmaður í eldflaugaþróun Norður Kóreu, einkum þeirri þróun er lýtur að eldsneyti flauganna, og Ri Pyong-chol er talinn gegna lykilhlutverki í þróun langdrægra eldflauga.Eldflaugasérfræðingur og fyrrverandi hershöfðingi Refsiaðgerðirnar eru enn fremur sagðar framhald af ályktun Bandaríkjamanna sem samþykkt var samhljóða í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðastliðið föstudagskvöld. Í henni er kveðið á um aðgerðir til að draga úr olíubirgðum Norður-Kóreu um allt að 90 prósent og þá var öllum Norður-Kóreumönnum sem vinna erlendis gert að snúa til síns heima innan 24 mánaða. Tilefni téðra refsiaðgerða eru ítrekaðar eldflauga- og kjarnorkutilraunir stjórnvalda í Pjongjang, höfuðborg Norður-Kóreu. Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sagði hertar þvinganir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti gegn þjóðinni vera stríðsyfirlýsingu.Í úttekt Reuters-fréttaveitunnar, sem gerð var í maí síðastliðnum, segir enn fremur að annar embættismannanna, Ri Pyong-chol , sé fyrrverandi hershöfðingi og menntaður í Rússlandi. Kim Jong-sik er sagður gamalreyndur eldflaugasérfræðingur. Báðir hafa þeir ítrekað verið myndaðir við hlið Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar eldflaugum er skotið á loft.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea segir hertar þvinganir vera stríðsyfirlýsingu Á vef Reuters er greint frá yfirlýsingu ráðuneytisins en þar er því haldið fram að þeim sem studdu þessar hertar þvinganir verði refsað. 24. desember 2017 10:22 Rússar bjóðast til að miðla málum í deilu Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Rússar segjast vilja koma á sáttum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna ef bæði ríkin eru reiðubúin til þess. 26. desember 2017 20:03 Öryggisráðið samþykkti hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu Tillaga Bandaríkjamanna um hertar refsiaðgerðir var samþykkt samhljóða. 22. desember 2017 18:38 Norður-Kórea fordæmir glæpsamleg Bandaríkin Utanríkisráðuneyti einræðisríkisins sakaði Donald Trump forseta um að leitast eftir algjörri undirokun heimsbyggðarinnar með þjóðaröryggisstefnu sinni. 23. desember 2017 07:00 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Sjá meira
Norður-Kórea segir hertar þvinganir vera stríðsyfirlýsingu Á vef Reuters er greint frá yfirlýsingu ráðuneytisins en þar er því haldið fram að þeim sem studdu þessar hertar þvinganir verði refsað. 24. desember 2017 10:22
Rússar bjóðast til að miðla málum í deilu Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Rússar segjast vilja koma á sáttum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna ef bæði ríkin eru reiðubúin til þess. 26. desember 2017 20:03
Öryggisráðið samþykkti hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu Tillaga Bandaríkjamanna um hertar refsiaðgerðir var samþykkt samhljóða. 22. desember 2017 18:38
Norður-Kórea fordæmir glæpsamleg Bandaríkin Utanríkisráðuneyti einræðisríkisins sakaði Donald Trump forseta um að leitast eftir algjörri undirokun heimsbyggðarinnar með þjóðaröryggisstefnu sinni. 23. desember 2017 07:00