Rússar bjóðast til að miðla málum í deilu Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. desember 2017 20:03 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur uppnefnt Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, Eldflaugamanninn en sá síðarnefndi segir Trump elliæran. Vísir/AFP Rússar segjast vilja koma á sáttum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna ef bæði ríkin eru reiðubúin til þess, að því er fram kemur í frétt Reuters. Stjórnvöld í Rússlandi hafa lengi kallað eftir því að Norður-Kórea og Bandaríkin leiti sátta. Undanfarin misseri hefur andað sérstaklega köldu milli ríkjanna tveggja en Norður-Kórea hefur það að yfirlýstu markmiði að koma fyrir kjarnaoddi á langdræga eldflaug sem næði til skotmarka um allan heim, og eru Bandaríkin þar helsta skotmarkið. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, tjáði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, símleiðis í dag að herská stefna bandarískra stjórnvalda í deilunni við Norður-Kóreu og mikill herafli þeirra á Kóreuskaga gerði ástandið aðeins illt verra. Foseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur þó sagt að viðræður geti ekki hafist milli ríkjanna fyrr en Norður-Kórea láti kjarnavopnabúr sitt af hendi.Sjá einnig: Öryggisráðið samþykkti hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu Ályktun Bandaríkjamanna um hertar refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Norður-Kóreu var samþykkt samhljóða í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðastliðið föstudagskvöld. Í henni er kveðið á um aðgerðir til að draga úr olíubirgðum landsins um allt að 90%. Tilefni refsiaðgerðanna eru ítrekaðar eldflauga- og kjarnorkutilraunir stjórnvalda í Pjongjang. Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sagði hertar þvinganir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti gegn þjóðinni vera stríðsyfirlýsingu. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea segir hertar þvinganir vera stríðsyfirlýsingu Á vef Reuters er greint frá yfirlýsingu ráðuneytisins en þar er því haldið fram að þeim sem studdu þessar hertar þvinganir verði refsað. 24. desember 2017 10:22 Ríkisstjórnin mun ræða kjarnorkuafvopnun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, vonast til þess að sú staðreynd að ICAN hafi fengið friðarverðlaun Nóbels verði til þess að hafa jákvæð áhrif á umræðuna um kjarnorkuafvopnun í heiminum. 24. desember 2017 14:15 Öryggisráðið samþykkti hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu Tillaga Bandaríkjamanna um hertar refsiaðgerðir var samþykkt samhljóða. 22. desember 2017 18:38 Norður-Kórea fordæmir glæpsamleg Bandaríkin Utanríkisráðuneyti einræðisríkisins sakaði Donald Trump forseta um að leitast eftir algjörri undirokun heimsbyggðarinnar með þjóðaröryggisstefnu sinni. 23. desember 2017 07:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Rússar segjast vilja koma á sáttum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna ef bæði ríkin eru reiðubúin til þess, að því er fram kemur í frétt Reuters. Stjórnvöld í Rússlandi hafa lengi kallað eftir því að Norður-Kórea og Bandaríkin leiti sátta. Undanfarin misseri hefur andað sérstaklega köldu milli ríkjanna tveggja en Norður-Kórea hefur það að yfirlýstu markmiði að koma fyrir kjarnaoddi á langdræga eldflaug sem næði til skotmarka um allan heim, og eru Bandaríkin þar helsta skotmarkið. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, tjáði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, símleiðis í dag að herská stefna bandarískra stjórnvalda í deilunni við Norður-Kóreu og mikill herafli þeirra á Kóreuskaga gerði ástandið aðeins illt verra. Foseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur þó sagt að viðræður geti ekki hafist milli ríkjanna fyrr en Norður-Kórea láti kjarnavopnabúr sitt af hendi.Sjá einnig: Öryggisráðið samþykkti hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu Ályktun Bandaríkjamanna um hertar refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Norður-Kóreu var samþykkt samhljóða í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðastliðið föstudagskvöld. Í henni er kveðið á um aðgerðir til að draga úr olíubirgðum landsins um allt að 90%. Tilefni refsiaðgerðanna eru ítrekaðar eldflauga- og kjarnorkutilraunir stjórnvalda í Pjongjang. Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sagði hertar þvinganir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti gegn þjóðinni vera stríðsyfirlýsingu.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea segir hertar þvinganir vera stríðsyfirlýsingu Á vef Reuters er greint frá yfirlýsingu ráðuneytisins en þar er því haldið fram að þeim sem studdu þessar hertar þvinganir verði refsað. 24. desember 2017 10:22 Ríkisstjórnin mun ræða kjarnorkuafvopnun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, vonast til þess að sú staðreynd að ICAN hafi fengið friðarverðlaun Nóbels verði til þess að hafa jákvæð áhrif á umræðuna um kjarnorkuafvopnun í heiminum. 24. desember 2017 14:15 Öryggisráðið samþykkti hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu Tillaga Bandaríkjamanna um hertar refsiaðgerðir var samþykkt samhljóða. 22. desember 2017 18:38 Norður-Kórea fordæmir glæpsamleg Bandaríkin Utanríkisráðuneyti einræðisríkisins sakaði Donald Trump forseta um að leitast eftir algjörri undirokun heimsbyggðarinnar með þjóðaröryggisstefnu sinni. 23. desember 2017 07:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Norður-Kórea segir hertar þvinganir vera stríðsyfirlýsingu Á vef Reuters er greint frá yfirlýsingu ráðuneytisins en þar er því haldið fram að þeim sem studdu þessar hertar þvinganir verði refsað. 24. desember 2017 10:22
Ríkisstjórnin mun ræða kjarnorkuafvopnun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, vonast til þess að sú staðreynd að ICAN hafi fengið friðarverðlaun Nóbels verði til þess að hafa jákvæð áhrif á umræðuna um kjarnorkuafvopnun í heiminum. 24. desember 2017 14:15
Öryggisráðið samþykkti hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu Tillaga Bandaríkjamanna um hertar refsiaðgerðir var samþykkt samhljóða. 22. desember 2017 18:38
Norður-Kórea fordæmir glæpsamleg Bandaríkin Utanríkisráðuneyti einræðisríkisins sakaði Donald Trump forseta um að leitast eftir algjörri undirokun heimsbyggðarinnar með þjóðaröryggisstefnu sinni. 23. desember 2017 07:00