Uppselt á kattahóteli Kattholts yfir hátíðarnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. desember 2017 20:00 Starfsfólk Kattholts hefur haft í nógu að snúast yfir hátíðarnar en uppbókað er á kattahótelinu sem þar er starfrækt. Þá er hugað að sex kettlingum sem fundust í pappakassa á víðavangi á dögunum. Kisurnar eru í góðum höndum en þær fengu rækjur og soðinn fisk í jólamatinn. Á hótelinu er pláss fyrir um fimmtíu til sextíu ketti. Jólin eru annasamur tími á hótelinu en í ár er allt uppbókað yfir jólin. „Þetta er mjög vinsæll valkostur fyrir kattaeigendur. Fólki líður vel með að vita af kisunum sínum öruggum. Þetta er alltaf að verða vinsælla og vinsælla með hverju ári“ segir Halldóra Snorradóttir, ritari Kattavinafélags Íslands. Eins og staðan er í dag eru aðeins örfá hótelpláss laus yfir áramótin. „Ef fólk er á síðasta snúning þá er um að gera að hafa samband og tryggja sínum ketti pláss“ Í kattholti er nú einnig fjöldi katta í heimilisleit en þar búa kisur sem finnast á vergangi og eru týndar eða yfirgefnar. Sex kettlingar fundust til að mynda í pappakassa á víðavangi á höfuðborgarsvæðinu í byrjun desember og dvelja nú í Kattholti. Einhver hafði skilið þá eftir aleina og yfirgefna. „Og það var bara fyrir tilviljun að þeir fundust annars hefðu þeir dáið úti. Fyrstu vikuna voru þetta tíðar pelagjafir og við vorum að koma hérna kvöld og morgna til að sinna þeim. En núna eru þeir farnir að lepja og borða sjálfir og eru afksaplega duglegir og hafa braggast vel,“ segir Halldóra en kettlingarnir fara svo í heimilisleit eftir áramótin. Óhætt er að segja að kettirnir í Kattholti séu í góðum höndum en þar er starfsmaður á vakt alla daga ársins að sögn Halldóru. „Um hátíðarnar fá kistunar rækjur og soðinn fisk í jólamatinn og mikið knús og klapp. Við pössum upp á að kisunum líði vel hérna alltaf“ Dýr Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Starfsfólk Kattholts hefur haft í nógu að snúast yfir hátíðarnar en uppbókað er á kattahótelinu sem þar er starfrækt. Þá er hugað að sex kettlingum sem fundust í pappakassa á víðavangi á dögunum. Kisurnar eru í góðum höndum en þær fengu rækjur og soðinn fisk í jólamatinn. Á hótelinu er pláss fyrir um fimmtíu til sextíu ketti. Jólin eru annasamur tími á hótelinu en í ár er allt uppbókað yfir jólin. „Þetta er mjög vinsæll valkostur fyrir kattaeigendur. Fólki líður vel með að vita af kisunum sínum öruggum. Þetta er alltaf að verða vinsælla og vinsælla með hverju ári“ segir Halldóra Snorradóttir, ritari Kattavinafélags Íslands. Eins og staðan er í dag eru aðeins örfá hótelpláss laus yfir áramótin. „Ef fólk er á síðasta snúning þá er um að gera að hafa samband og tryggja sínum ketti pláss“ Í kattholti er nú einnig fjöldi katta í heimilisleit en þar búa kisur sem finnast á vergangi og eru týndar eða yfirgefnar. Sex kettlingar fundust til að mynda í pappakassa á víðavangi á höfuðborgarsvæðinu í byrjun desember og dvelja nú í Kattholti. Einhver hafði skilið þá eftir aleina og yfirgefna. „Og það var bara fyrir tilviljun að þeir fundust annars hefðu þeir dáið úti. Fyrstu vikuna voru þetta tíðar pelagjafir og við vorum að koma hérna kvöld og morgna til að sinna þeim. En núna eru þeir farnir að lepja og borða sjálfir og eru afksaplega duglegir og hafa braggast vel,“ segir Halldóra en kettlingarnir fara svo í heimilisleit eftir áramótin. Óhætt er að segja að kettirnir í Kattholti séu í góðum höndum en þar er starfsmaður á vakt alla daga ársins að sögn Halldóru. „Um hátíðarnar fá kistunar rækjur og soðinn fisk í jólamatinn og mikið knús og klapp. Við pössum upp á að kisunum líði vel hérna alltaf“
Dýr Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira