Innlent

Ungur karlmaður í klandri á Ingólfsfjalli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá björgunarstörfum við Ingólfsfjall í dag.
Frá björgunarstörfum við Ingólfsfjall í dag. Landsbjörg
Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðir út vegna slys í hlíðum Ingólfsfjalls. Ungur karlmaður hafði runnið til á ís og fallið í brattlendi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Mikil ís er á svæðinu og björgunarfólk þarf að vera vel útbúið til að fóta sig þar. Var óskað eftir sérstökum fjallabjörgunarbúnaði í verkefnið. Björgunarsveitafólk og sjúkraflutningamenn eru komin á vettvang og er verið að hlúa að hinum slasaða og undirbúa fluttning af svæðinu.

Björgunarsveitarfólk var komið að fjallinu fljótlega eftir að útkallið barst.Landsbjörg
Um fimmtán mínútum eftir að sveitir í Árnessýslu voru kallaðar út var björgunarsveit á Patreksfirði kölluð út vegna slys í fjallendi fyrir ofan Patreksfjörð. Þar hafði karlmaður einnig fallið í brattlendi og er slasaður. Björgunarsveitarfólk er að leggja af stað á vettvang á Patreksfirði.

Ingólfsfjall séð frá Suðurlandsvegi seinni partinn.Vísir/Kristófer Helgason



Fleiri fréttir

Sjá meira


×