Því má helst þakka að hann landaði hlutverki í nýjustu Stjörnustríðsmyndunum sem hinn óstýrláti Kylo Ren.
Hlutverkið krafðist þess af leikaranum að hann myndi æfa sig í marga mánuði í sveifla sverði og fór svo að leikarinn komst í gífurlega gott form.
Formið varð svo gott að leikstjóri nýjustu myndarinnar The Last Jedi, Rian Johnson, varð yfir sig hrifinn og stakk upp á því að leikarin myndi fækka fötum fyrir eina senu.
Johnson ræddi þessa senu við tímaritið People:
„Adam leit svo djöfulli vel út því hann hafði æft svo stíft í sex mánuði fyrir bardagasenurnar. Ég sá formið á honum og stakk upp á því að við ættum að sýna það,” sagði Johnson í lauslegri þýðingu.
Adam Driver hafði ekkert við þessa uppástungu að athuga en á vef Mashable er bent á að leikarinn hafi margoft verið nakinn í sjónvarpsþáttunum Girls og því ekkert tiltökumál fyrir hann.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af leikurum The Last Jedi við æfingar fyrir myndina: