Innlent

Opið í Hlíðarfjall í fyrsta skipti á jóladag

Kjartan Kjartansson skrifar
Þurr og troðinn snjór er nú í brekkunum í Hlíðarfjalli.
Þurr og troðinn snjór er nú í brekkunum í Hlíðarfjalli. Skíðasvæðið Hlíðarfjalli/Facebook
Skíðafært er í Hlíðarfjalli við Akureyri eftir að þar snjóaði aðeins síðasta sólahringinn. Skíðasvæðið þar verður opið í dag frá 12-16 en þetta er í fyrsta skipti sem það er opið á jóladag.

Í tilkynningu frá stjórnendum skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli kemur fram að troðinn þurr snjór sé í brekkunum, um átta stiga frost og tiltölulega hægur vindur, 6 m/s.

Lokað hefur verið í fjallinu síðustu dagana fyrir jól vegna veðurs. Þar hefur verið ríkjandi suðvestan rok og því ekkert skíðafæri þar til nú.

Veðurstofan spáir norðlægri vindátt á landinu í dag með 8-13 m/s. Gert er ráð fyrir éljum norðantil á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×