Innlent

Býr til alls kyns fígúrur úr teygjum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Kristinn Snær með nokkrar af fígúrunum sem hann hefur búið til úr teygjum.
Kristinn Snær með nokkrar af fígúrunum sem hann hefur búið til úr teygjum. vísir/mhh
Teygjur geta nýst til ýmissa hluta en að þrettán ára strákur búi til fjölbreyttar útgáfur af ýmis konar fígúrum úr teygjum er skemmtileg sjón.

Hér erum við að tala  um Kristinn Snæ Guðjónsson, sem býr í Kópavogi en fer reglulega í heimsókn til afa og ömmu á Selfossi með teygjurnar sínar þar sem hann vinnur verk sín í ró og friði.

Kristinn Snær og yngri systkini hans koma oft á Selfoss í heimsókn til afa og ömmu í Löngumýrinni. Þar nýtur Kristinn sín vel í rólegheitum með teygjurnar sínar þar sem hann galdrar fram karla og kerlingar og aðrar fígúrur sem gaman er að skoða hjá honum.

„Ég er að hekla bara alls konar úr teygjum,“ segir Kristinn Snær.

Hann fann myndband á Youtube og langaði sjálfum að prófa.

Kristinn Snær segir alltaf gaman að vinna með teygjur því það er  hægt að búa til svo margt skemmtilegt úr þeim. Það tekur tvo til þrjá daga að gera einn fígúrukall.

Afi og amma á Selfossi eru að rifna úr stolti yfir öllum fígúrum Kristins Snæs úr teygjunum.

„Já, ég er verulega stoltur af honum. Það er ekkert vesen eða vandamál,“ segir Kristinn Bjarnason, afi Kristins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×