Innlent

Jólatónleikar Fíladelfíu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jólatónleikar Fíladelfíiu eru árviss viðburður þar sem sungið er fyrir gott málefni.
Jólatónleikar Fíladelfíiu eru árviss viðburður þar sem sungið er fyrir gott málefni.
Árlegir jólatónleikar Fíladelfíu verða í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi á aðfangadagskvöld klukkan 23.

Tónleikarnir voru haldnir í byrjun desember og eru orðnir fastur í jólahaldi fjölmargra Íslendinga.

Gospelkór Fíladelfíu kemur fram ásamt góðum gestum undir stjórn Óskars Einarssonar.

Einsöngvarar að þessu sinni eru meðal annars Svala Björgvinsdóttir, Páll Rósinkranz, Kristina Bærendsen, Sigurður Ingimarsson, Fanny Kristín Tryggvadóttir, Íris Lind Verudóttir, Anna Sigríður Snorradóttir, Kristín Ósk Gestsdóttir.

Hljómsveitina skipa Óskar Einarsson, Jóhann Ásmundsson, Friðrik Karlsson, Pétur Erlendsson, Þórir Úlfarsson, Brynjólfur Snorrason, Jóhann Eyvindsson.

Allur ágóði af tónleikunum rennur til góðgerðarmála.

Uppfært klukkan 0:50

Útsendingunni er lokið. Vegna tæknilegra örðugleika var aðeins hægt að horfa á seinni hluta tónleikanna. Beðist er velvirðingar á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×