Enski boltinn

Langþráðir sigrar hjá Stoke, Newcastle og Brighton | Öll úrslit dagsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eric Maxim Choupo-Moting fagnar marki sínu fyrir Stoke gegn West Brom.
Eric Maxim Choupo-Moting fagnar marki sínu fyrir Stoke gegn West Brom. vísir/getty
Mark Hughes, knattspyrnustjóri Stoke City, gat varpað öndinni léttar eftir 3-1 sigur sinna manna á West Brom í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Stoke hefur gengið illa að undanförnu og því var sigurinn í dag afar mikilvægur.

Sex öðrum leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Newcastle United vann langþráðan sigur á West Ham, 2-3. Þetta var fyrsti sigur Newcastle síðan 21. október.

Pascal Grob skoraði eina mark leiksins þegar Brighton og Watford mættust á Amex vellinum í Brighton. Watford hefur tapað fjórum leikjum í röð.

Southampton og Huddersfield skildu jöfn, 1-1, og sömu lokatölur urðu í leik Swansea City og Crystal Palace.

Manchester City vann sinn sautjánda leik í röð er liðið bar sigurorð af Bournemouth, 4-0.

Í hádegisleiknum gerðu Everton og Chelsea markalaust jafntefli á Goodison Park.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×