Umtalsverður munur á öryggi kynjanna í miðborginni Anton Egilsson skrifar 23. desember 2017 12:10 Frá miðborg Reykjavíkur. Vísir/Kolbeinn Tumi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í gær skýrslu með niðurstöðum úr árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að umtalsverður munur sé á öryggi kynjanna í miðborginni og að íbúar í Breiðholti og Kópavogi væru marktækt líklegri en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti á síðasta ári.Öryggi íbúa í miðborginni minnkarAð því er fram kemur í skýrslunni breytist öryggi höfuðborgarbúa í eigin hverfi lítið á milli ára. Um það bil níu af hverjum tíu segjast öryggir einir á gangi í eigin hverfi eftir myrkur. Að sama skapi breytist mæld öryggiskennd í miðborg Reykjavíkur einnig lítið á milli ára. Um helmingur höfuðborgarbúa segjast öryggir einir á gangi í miðborginni þegar myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar. Umtalsverður munur er á öryggi kynjanna í miðborginni. Rétt um ein af hverjum fjórum konum segist örugg í miðborginni eftir myrkur en um tveir af hverjum þremur körlum. Einnig vekur athygli að öryggi íbúa Miðborgar minnkar nokkuð á milli ára. Fer úr rúmlega 70 prósentum í rúmlega 50 prósent.Einn af hverjum þremur varð fyrir afbrotiRúmlega helmingur höfuðborgarbúa upplifðu aðstæður þannig að þeir töldu líklegt að þeir yrðu fyrir afbroti árið 2016 og er hlutfallið svipað og mældist í könnun árið áður. Íbúar í Breiðholti og Kópavogi voru marktækt líklegri til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti árið 2016. Af þeim sem sögðust einhvern tíma hafa óttast að verða fyrir afbroti óttuðust flestir að verða fyrir innbroti. Marktækur munur var á ótta karla og kvenna. Karlar voru líklegri til þess að óttast það að verða fyrir eignaspjöllum, um 20 prósent karla og 7 prósent kvenna. Konur voru líklegri til þess að óttast það að verða fyrir innbroti, 41 prósent á móti 29 prósent karla, og kynferðisbroti, 17 prósent á móti 1 prósenti karla. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar höfðu tæplega einn af hverjum þremur höfuðborgarbúa orðið fyrir afbroti árið 2016 sem er svipað hlutfall og síðastliðin ár. Flestir greindu frá því að hafa orðið fyrir eignaspjöllum eða 21 prósent. Næst flestir urðu fyrir þjófnaði eða 10 prósent og þá urðu 7 prósent svarenda könnunarinnar fyrir innbroti. Um það bil þrjú prósent íbúa greindu frá því að hafa orðið fyrir kynferðisbroti árið 2016. Af þeim lýstu 51 prósent atvikinu sem særandi framkomu og 30 prósent sem grófri kynferðislegri áreitni. Um 16 prósent þeirra sem urðu fyrir kynferðisbroti árið 2016 lýstu atvikinu sem nauðgun. Aðeins um einn af hverjum fimm sem urðu fyrir afbroti árið 2016 tilkynntu brotið til lögreglu. Er það aðeins lægra hlutfall en mælst hefur undanfarin ár. Gagnaöflunin var framkvæmd af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Tekið var 2.000 manna tilviljunarúrtak fólks á aldrinum 18 ára og eldra af höfuðborgarsvæðinu úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Fjöldi svarenda var 1.271 og svarhlutfallið því 63,5 prósent. Gögnin voru vigtuð fyrir kyni, aldri og menntun svarenda. Lesa má skýrsluna í heild sinni hér. Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í gær skýrslu með niðurstöðum úr árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að umtalsverður munur sé á öryggi kynjanna í miðborginni og að íbúar í Breiðholti og Kópavogi væru marktækt líklegri en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti á síðasta ári.Öryggi íbúa í miðborginni minnkarAð því er fram kemur í skýrslunni breytist öryggi höfuðborgarbúa í eigin hverfi lítið á milli ára. Um það bil níu af hverjum tíu segjast öryggir einir á gangi í eigin hverfi eftir myrkur. Að sama skapi breytist mæld öryggiskennd í miðborg Reykjavíkur einnig lítið á milli ára. Um helmingur höfuðborgarbúa segjast öryggir einir á gangi í miðborginni þegar myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar. Umtalsverður munur er á öryggi kynjanna í miðborginni. Rétt um ein af hverjum fjórum konum segist örugg í miðborginni eftir myrkur en um tveir af hverjum þremur körlum. Einnig vekur athygli að öryggi íbúa Miðborgar minnkar nokkuð á milli ára. Fer úr rúmlega 70 prósentum í rúmlega 50 prósent.Einn af hverjum þremur varð fyrir afbrotiRúmlega helmingur höfuðborgarbúa upplifðu aðstæður þannig að þeir töldu líklegt að þeir yrðu fyrir afbroti árið 2016 og er hlutfallið svipað og mældist í könnun árið áður. Íbúar í Breiðholti og Kópavogi voru marktækt líklegri til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti árið 2016. Af þeim sem sögðust einhvern tíma hafa óttast að verða fyrir afbroti óttuðust flestir að verða fyrir innbroti. Marktækur munur var á ótta karla og kvenna. Karlar voru líklegri til þess að óttast það að verða fyrir eignaspjöllum, um 20 prósent karla og 7 prósent kvenna. Konur voru líklegri til þess að óttast það að verða fyrir innbroti, 41 prósent á móti 29 prósent karla, og kynferðisbroti, 17 prósent á móti 1 prósenti karla. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar höfðu tæplega einn af hverjum þremur höfuðborgarbúa orðið fyrir afbroti árið 2016 sem er svipað hlutfall og síðastliðin ár. Flestir greindu frá því að hafa orðið fyrir eignaspjöllum eða 21 prósent. Næst flestir urðu fyrir þjófnaði eða 10 prósent og þá urðu 7 prósent svarenda könnunarinnar fyrir innbroti. Um það bil þrjú prósent íbúa greindu frá því að hafa orðið fyrir kynferðisbroti árið 2016. Af þeim lýstu 51 prósent atvikinu sem særandi framkomu og 30 prósent sem grófri kynferðislegri áreitni. Um 16 prósent þeirra sem urðu fyrir kynferðisbroti árið 2016 lýstu atvikinu sem nauðgun. Aðeins um einn af hverjum fimm sem urðu fyrir afbroti árið 2016 tilkynntu brotið til lögreglu. Er það aðeins lægra hlutfall en mælst hefur undanfarin ár. Gagnaöflunin var framkvæmd af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Tekið var 2.000 manna tilviljunarúrtak fólks á aldrinum 18 ára og eldra af höfuðborgarsvæðinu úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Fjöldi svarenda var 1.271 og svarhlutfallið því 63,5 prósent. Gögnin voru vigtuð fyrir kyni, aldri og menntun svarenda. Lesa má skýrsluna í heild sinni hér.
Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira