Umtalsverður munur á öryggi kynjanna í miðborginni Anton Egilsson skrifar 23. desember 2017 12:10 Frá miðborg Reykjavíkur. Vísir/Kolbeinn Tumi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í gær skýrslu með niðurstöðum úr árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að umtalsverður munur sé á öryggi kynjanna í miðborginni og að íbúar í Breiðholti og Kópavogi væru marktækt líklegri en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti á síðasta ári.Öryggi íbúa í miðborginni minnkarAð því er fram kemur í skýrslunni breytist öryggi höfuðborgarbúa í eigin hverfi lítið á milli ára. Um það bil níu af hverjum tíu segjast öryggir einir á gangi í eigin hverfi eftir myrkur. Að sama skapi breytist mæld öryggiskennd í miðborg Reykjavíkur einnig lítið á milli ára. Um helmingur höfuðborgarbúa segjast öryggir einir á gangi í miðborginni þegar myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar. Umtalsverður munur er á öryggi kynjanna í miðborginni. Rétt um ein af hverjum fjórum konum segist örugg í miðborginni eftir myrkur en um tveir af hverjum þremur körlum. Einnig vekur athygli að öryggi íbúa Miðborgar minnkar nokkuð á milli ára. Fer úr rúmlega 70 prósentum í rúmlega 50 prósent.Einn af hverjum þremur varð fyrir afbrotiRúmlega helmingur höfuðborgarbúa upplifðu aðstæður þannig að þeir töldu líklegt að þeir yrðu fyrir afbroti árið 2016 og er hlutfallið svipað og mældist í könnun árið áður. Íbúar í Breiðholti og Kópavogi voru marktækt líklegri til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti árið 2016. Af þeim sem sögðust einhvern tíma hafa óttast að verða fyrir afbroti óttuðust flestir að verða fyrir innbroti. Marktækur munur var á ótta karla og kvenna. Karlar voru líklegri til þess að óttast það að verða fyrir eignaspjöllum, um 20 prósent karla og 7 prósent kvenna. Konur voru líklegri til þess að óttast það að verða fyrir innbroti, 41 prósent á móti 29 prósent karla, og kynferðisbroti, 17 prósent á móti 1 prósenti karla. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar höfðu tæplega einn af hverjum þremur höfuðborgarbúa orðið fyrir afbroti árið 2016 sem er svipað hlutfall og síðastliðin ár. Flestir greindu frá því að hafa orðið fyrir eignaspjöllum eða 21 prósent. Næst flestir urðu fyrir þjófnaði eða 10 prósent og þá urðu 7 prósent svarenda könnunarinnar fyrir innbroti. Um það bil þrjú prósent íbúa greindu frá því að hafa orðið fyrir kynferðisbroti árið 2016. Af þeim lýstu 51 prósent atvikinu sem særandi framkomu og 30 prósent sem grófri kynferðislegri áreitni. Um 16 prósent þeirra sem urðu fyrir kynferðisbroti árið 2016 lýstu atvikinu sem nauðgun. Aðeins um einn af hverjum fimm sem urðu fyrir afbroti árið 2016 tilkynntu brotið til lögreglu. Er það aðeins lægra hlutfall en mælst hefur undanfarin ár. Gagnaöflunin var framkvæmd af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Tekið var 2.000 manna tilviljunarúrtak fólks á aldrinum 18 ára og eldra af höfuðborgarsvæðinu úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Fjöldi svarenda var 1.271 og svarhlutfallið því 63,5 prósent. Gögnin voru vigtuð fyrir kyni, aldri og menntun svarenda. Lesa má skýrsluna í heild sinni hér. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í gær skýrslu með niðurstöðum úr árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að umtalsverður munur sé á öryggi kynjanna í miðborginni og að íbúar í Breiðholti og Kópavogi væru marktækt líklegri en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti á síðasta ári.Öryggi íbúa í miðborginni minnkarAð því er fram kemur í skýrslunni breytist öryggi höfuðborgarbúa í eigin hverfi lítið á milli ára. Um það bil níu af hverjum tíu segjast öryggir einir á gangi í eigin hverfi eftir myrkur. Að sama skapi breytist mæld öryggiskennd í miðborg Reykjavíkur einnig lítið á milli ára. Um helmingur höfuðborgarbúa segjast öryggir einir á gangi í miðborginni þegar myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar. Umtalsverður munur er á öryggi kynjanna í miðborginni. Rétt um ein af hverjum fjórum konum segist örugg í miðborginni eftir myrkur en um tveir af hverjum þremur körlum. Einnig vekur athygli að öryggi íbúa Miðborgar minnkar nokkuð á milli ára. Fer úr rúmlega 70 prósentum í rúmlega 50 prósent.Einn af hverjum þremur varð fyrir afbrotiRúmlega helmingur höfuðborgarbúa upplifðu aðstæður þannig að þeir töldu líklegt að þeir yrðu fyrir afbroti árið 2016 og er hlutfallið svipað og mældist í könnun árið áður. Íbúar í Breiðholti og Kópavogi voru marktækt líklegri til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti árið 2016. Af þeim sem sögðust einhvern tíma hafa óttast að verða fyrir afbroti óttuðust flestir að verða fyrir innbroti. Marktækur munur var á ótta karla og kvenna. Karlar voru líklegri til þess að óttast það að verða fyrir eignaspjöllum, um 20 prósent karla og 7 prósent kvenna. Konur voru líklegri til þess að óttast það að verða fyrir innbroti, 41 prósent á móti 29 prósent karla, og kynferðisbroti, 17 prósent á móti 1 prósenti karla. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar höfðu tæplega einn af hverjum þremur höfuðborgarbúa orðið fyrir afbroti árið 2016 sem er svipað hlutfall og síðastliðin ár. Flestir greindu frá því að hafa orðið fyrir eignaspjöllum eða 21 prósent. Næst flestir urðu fyrir þjófnaði eða 10 prósent og þá urðu 7 prósent svarenda könnunarinnar fyrir innbroti. Um það bil þrjú prósent íbúa greindu frá því að hafa orðið fyrir kynferðisbroti árið 2016. Af þeim lýstu 51 prósent atvikinu sem særandi framkomu og 30 prósent sem grófri kynferðislegri áreitni. Um 16 prósent þeirra sem urðu fyrir kynferðisbroti árið 2016 lýstu atvikinu sem nauðgun. Aðeins um einn af hverjum fimm sem urðu fyrir afbroti árið 2016 tilkynntu brotið til lögreglu. Er það aðeins lægra hlutfall en mælst hefur undanfarin ár. Gagnaöflunin var framkvæmd af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Tekið var 2.000 manna tilviljunarúrtak fólks á aldrinum 18 ára og eldra af höfuðborgarsvæðinu úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Fjöldi svarenda var 1.271 og svarhlutfallið því 63,5 prósent. Gögnin voru vigtuð fyrir kyni, aldri og menntun svarenda. Lesa má skýrsluna í heild sinni hér.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira