Menning

Mýrin ein af 50 bestu glæpasögum síðustu 50 ára að mati gagnrýnanda Times

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Arnaldur Indriðason.
Arnaldur Indriðason. Vísir/Andri marínó
Gagnrýnandi breska dagblaðsins Times hefur valið Mýrina eftir Arnald Indriðason eina af 50 bestu glæpasögum síðustu 50 ára.

Í umsögn gagnrýnandans um Mýrina er söguþráður bókarinnar rakinn í örstuttu máli. Söguhetjan, rannsóknarlögreglumaðurinn Erlendur, er sagður „drungalegur“ og hið margfræga fámenni á Íslandi er einnig tekið til umfjöllunar.

„Á Íslandi, með sína 330 þúsund íbúa, eru líklegast fleiri góðir glæpasagnahöfunda en í nokkru öðru landi, miðað við höfðatölu,“ skrifar gagnrýnandinn og bendir enn fremur á að tiltölulega stutt sé síðan byrjað var að þýða íslenskar bókmenntir á ensku.

Á lista Times eru, auk Arnaldar, heimsþekktir glæpasagnahöfundar. Þar má nefna rithöfunda á borð við Gillian Flynn, sem skrifaði bókina Gone Girl, James Ellroy, höfund LA Confidential og hinn norska Jo Nesbø.

Lista Times má lesa í heild sinni á vef blaðsins en Mýrin, sem á ensku ber titilinn Jar City, er í undirflokki helguðum norrænum glæpasögum. Skáldsagan var fyrst gefin út árið 2000 og sex árum síðar kom út samnefnd kvikmynd í leikstjórn Baltasar Kormáks.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.