Innlent

Jarðskjálftar í nágrenni Nesjavalla

Anton Egilsson skrifar
Nesjavellir.
Nesjavellir. Vísir/GVA
Jörð skalf í nágrenni Nesjavalla laust eftir klukkan hálf sex í morgun. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Klukkan 5:39 varð skálfti af stærð 3,0 við Kýrdalshrygg og klukkan 5:43 varð skjálfti af stærðinni 3,4 á sömu slóðum.  Að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar hafa tilkynningar borist um að stærri skjálftinn hafi fundist í Hveragerði og á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×