Bíóárið 2017 er senn á enda og því ekki úr vegi að fara yfir hvaða kvikmyndir það voru sem flestir sáu á árinu.
Líkt og fyrri ár voru ofurhetjumyndir áberandi á lista en þær áttu þó nokkuð í að ná þeim myndum sem skipuðu þrjú efstu sætin samkvæmt lista á vef Box Office Mojo.
Ævintýrið um Fríðu og dýrið var vinsælasta bíómynd ársins 2017 á heimsvísu. Myndin rakaði inn 1.264 milljónum dollara, eða því sem nemur um 133 milljörðum íslenskra króna. Myndin skartaði Emmu Watson í aðalhlutverki og hlaut ágætis dóma hjá áhorfendum.
Í 2. sæti er hasarmyndin The Fate of the Furious sem er áttunda myndin í flokks Fast-seríunnar. Myndin þénaði 1.223 dollara í miðasölu kvikmyndahúsa um allan heim, eða því sem nemur um 129 milljörðum íslenskra króna.
Í 3. sæti er þriðja teiknimyndin um Gru og félaga, Despicable Me 3. Myndin þénaði 1.033 milljónir dollara, eða því sem nemur um 109 milljörðum íslenskra króna.
Í 4. sæti er Marvel-ofurhetjumyndin Spider-Man: Homecoming sem þénaði 880 milljónir dollara á heimsvísu, eða því sem nemur um 93 milljörðum króna.
Í 5. sæti er kínverska hasarmyndin Wolf Warrior 2 sem þénaði 870 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa, eða því sem nemur um 92 milljörðum íslenskra króna.
Í 6. sæti er Marvel-ofurhetjumyndin Guardians of the Galaxy Vol. 2 sem þénaði 863 milljónir dollara á heimsvísu, eða því sem nemur um 91 milljarði íslenskra króna.
Í 7. sæti er er Marvel-ofurhetjumyndin Thor: Ragnarok sem þénaði um 843 milljónir dollara, eða því sem nemur um 89 milljörðum íslenskra króna.
Í 8. sæti er DC-ofurhetjumyndin um Wonder Woman, en sú mynd skilaði 821 milljón dollara í miðasölu kvikmyndahúsa, eða því sem nemur um 86 milljörðum íslenskra króna. Athygli vekur að Wonder Woman var einnig í myndinni Justice League en sú mynd var langt undir væntingum með 638 milljónir dollara sem skilar henni í ellefta sæti á listanum.
Í 9. sæti er fimmta sjóræningjamyndin um ævintýri Jack Sparrow. Um er að ræða myndina Pirates of the Caribbean: Dead Men Tell No Tales en myndin þénaði 794 milljónir dollara í kvikmyndahúsum, eða því sem nemur um 84 milljörðum íslenskra króna.
Í 10. sæti er síðan trúðahrollvekjan IT sem þénaði 698 milljónir dollara, eða því sem nemur um 73 milljörðum íslenskra króna.
Þeir sem furða sig á því að áttunda Stjörnustríðsmyndin The Last Jedi sé ekki á þessum lista þá má skýringuna finna í því að frekar stutt er síðan myndin var frumsýnd en hún hefur þénað á nokkrum vikum um 610 milljónir dollara.
Bíó og sjónvarp