„Við vorum búin að bíða eftir þessari litlu konu og það var eins og hún hefði alltaf verið hjá okkur“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. desember 2017 19:30 Eva Laufey og Haraldur eru svo sannarlega rík. Vísir / Úr einkasafni „Því fleiri dagar sem líða frá fæðingu því meira læðist sú hugsun að eignast mögulega eitt í viðbót, ef við verðum svo heppin. Hver veit?“ segir matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir. Hún er í fæðingarorlofi sem stendur, en hún eignaðist sitt annað barn, dótturina Kristínu Rannveigu, þann 8. september síðastliðinn með eiginmanni sínum, Haraldi Haraldssyni. Fyrir áttu þau hjónin dótturina Ingibjörgu Rósu, sem kom í heiminn þann 6. júlí árið 2014, og fagnaði því þriggja ára afmæli sínu síðasta sumar. Þó stutt sé á milli stúlknanna segir Eva Laufey að bæði meðgöngurnar og fæðingarnar hafi verið gerólíkar. Hún nefnir helst að tíminn hafi liðið afskaplega hratt á seinni meðgöngunni. „Í fyrsta skipti er maður jú vitanlega að upplifa þetta í fyrsta sinn og þá vorum við svolítið í því að telja dagana. Núna þaut þetta áfram, enda áttum við eina fjöruga þriggja ára sem heldur okkur alveg við efnið. Vissulega fannst mér þó tíminn standa í stað í lokin – en þá var ég orðin svolítið slæm í bakinu, sem ég var ekki á fyrstu meðgöngunni, og gat eiginlega ekki beðið eftir að litla daman mætti í heiminn. Og fæðingin gekk einmitt mjög hratt. Við vorum mætt upp á spítala um 17.00 og hún er fædd rétt yfir 20.00. Ég rétt náði að stoppa við í sjoppu á leiðinni uppá spítala og kaupa mér Snickers fyrir átökin. Ég vissi að súkkulaði kæmi mér hratt í gegnum þetta,“ segir Eva Laufey og brosir sínu blíðasta. Eva Laufey og litla Kristín Rannveig á góðri stundu.Vísir / Úr einkasafni Næstum því búin að gleyma næturgjöfunum En voru mikil viðbrigði að bæta við öðru barni eins og svo margir tala um? „Í raun og veru ekki, fyrir utan það að ég var svona hér um bil búin að gleyma þessum gjöfum á nóttunni,“ segir Eva Laufey og hlær. „En við vorum búin að bíða eftir þessari litlu konu og það var eins og hún hefði alltaf verið hjá okkur. Við kunnum aðeins á þetta núna og erum miklu rólegri, það er eiginlega ekki hægt að bera það saman við það að eiga fyrsta barn. Nú þorum við til dæmis að tala upphátt á heimilinu, en fyrstu mánuði með þá eldri var hún í fanginu á mér nánast allan daginn og við þorðum ekki að hreyfa okkur né tala svo við myndum ekki vekja hana. Það er aðeins öðruvísi núna, enda á hún fjöruga systur!“ Stoltur faðir með nýjasta afkvæmið.Vísir / Úr einkasafni Stóra systir algjör ráðskona Eldri dóttir Evu Laufeyjar, hún Ingibjörg Rósa, heitir í höfuðið á ömmum sínum, en sú yngri, Kristín Rannveig, í höfuðið á langömmum sínum. Ingibjörg Rósa hefur tekið litlu systur sinni afar vel. „Hún er búin að vera svo dugleg að við eigum varla orð yfir henni, hún tekur þessu með mikilli alvöru og er algjör ráðskona. Það eina var kannski að hún var fyrst um sinn aðeins skapmeiri við okkur foreldra sína, en alltaf ljúf og góð við litlu systur og elskar að fá að knúsast í henni,“ segir Eva Laufey og bætir við að þær systur séu nokkuð líkar. Systurnar hittast í fyrsta sinn. Dýrmæt stund.Vísir / Úr einkasafni „Þær eiga það sameiginlegt að vera ósköp værar og góðar. Kristín Rannveig er aðeins rólegri og sefur aðeins meira. Hún tekur bæði snuð og pela, sem eldri systir hennar gerði ekki og það er vissulega svolítil breyting. Ég þarf að klípa mig oft á dag og minna mig á það hvað ég er heppin með þær – heilbrigðar og hraustar,“ segir stolt móðirin. Hún kemst auðvitað ekki hjá því að svara spurningunni um hverjum dæturnar líkjast. „Sú eldri, Ingibjörg Rósa, er líkari mér finnst okkur og sú yngri er eiginlega alveg eins og pabbi sinn. Sú eldri fæddist með lítið hár og það varð strax ljóst, en þessi yngri mætti í heiminn með mikið og dökkt hár. Ég hugsa að Ingibjörg Rósa sé einnig líkari mér í sér og ég hef lúmskan grun um að Kristín Rannveig verði aðeins rólegri, eins og pabbi sinn. Það er ágætt að við skiptum þessu jafnt á milli okkar,“ segir þessi hæfileikaríka kona og glottir. Kristín Rannveig dafnar vel.Vísir / Úr einkasafni Besta vinkonan líka í orlofi Eva Laufey verður í sex til sjö mánuði í fæðingarorlofi og snýr aftur til vinnu á Stöð 2 í vor. Hún hefur einbeitt sér að því að njóta tímans í orlofinu, þó hún hafi tekið að sér smærri verkefni við og við. „Ég hef fyrst og fremst bara verið að njóta þess að vera heima með stelpunum mínum, þessi tími er svo fljótur að líða. Algjör klisja að segja frá því en það er staðreynd, mér finnst ég svo heppin að búa á Íslandi þar sem við konur höfum tækifæri til þess að fá að vera í góðu fæðingarorlofi og ég vil helst nýta hverja mínútu sem ég fæ hér heima með stelpunum mínum að vera bara með þeim. Að vísu hef ég tekið að mér smá verkefni með tengd mat og ég er auðvitað með bloggsíðu þar sem ég deili áfram efninu mínu. En það er auðvitað áhugamálið mitt og ástríða og í raun engin vinna þannig séð fyrir mig. Fyrst og fremst reyni ég bara að njóta þess að vera með stelpunum. Ég er líka svo heppin að besta vinkona mín er samferða mér í orlofinu, hún eignaðist tvíbura nokkrum dögum á eftir mér og það er sko miklu meira en dásamlegt að geta notið orlofsins með henni og öðrum góðum vinkonum sem eru heima með lítil börn,“ segir Eva Laufey. Falleg mynd af mæðgunum.Vísir / Úr einkasafni Ný og skemmtileg verkefni En hvernig lítur árið 2018 út hjá þessari kraftmiklu konu sem virðist allt geta? „Það er ýmislegt framundan, ég mætti aftur til vinnu í mars eða apríl á Stöð 2 og hlakka mikið til að takast á við ný og skemmtileg verkefni. Ég hef góða tilfinningu fyrir 2018 og markmið ársins er að halda áfram að gera það sem mér þykir skemmtilegast og eyða meiri tíma með fólkinu mínu.“ Ingibjörg Rósa kíkir á litlu systur sína.Vísir / Úr einkasafni Börn og uppeldi Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Sjá meira
„Því fleiri dagar sem líða frá fæðingu því meira læðist sú hugsun að eignast mögulega eitt í viðbót, ef við verðum svo heppin. Hver veit?“ segir matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir. Hún er í fæðingarorlofi sem stendur, en hún eignaðist sitt annað barn, dótturina Kristínu Rannveigu, þann 8. september síðastliðinn með eiginmanni sínum, Haraldi Haraldssyni. Fyrir áttu þau hjónin dótturina Ingibjörgu Rósu, sem kom í heiminn þann 6. júlí árið 2014, og fagnaði því þriggja ára afmæli sínu síðasta sumar. Þó stutt sé á milli stúlknanna segir Eva Laufey að bæði meðgöngurnar og fæðingarnar hafi verið gerólíkar. Hún nefnir helst að tíminn hafi liðið afskaplega hratt á seinni meðgöngunni. „Í fyrsta skipti er maður jú vitanlega að upplifa þetta í fyrsta sinn og þá vorum við svolítið í því að telja dagana. Núna þaut þetta áfram, enda áttum við eina fjöruga þriggja ára sem heldur okkur alveg við efnið. Vissulega fannst mér þó tíminn standa í stað í lokin – en þá var ég orðin svolítið slæm í bakinu, sem ég var ekki á fyrstu meðgöngunni, og gat eiginlega ekki beðið eftir að litla daman mætti í heiminn. Og fæðingin gekk einmitt mjög hratt. Við vorum mætt upp á spítala um 17.00 og hún er fædd rétt yfir 20.00. Ég rétt náði að stoppa við í sjoppu á leiðinni uppá spítala og kaupa mér Snickers fyrir átökin. Ég vissi að súkkulaði kæmi mér hratt í gegnum þetta,“ segir Eva Laufey og brosir sínu blíðasta. Eva Laufey og litla Kristín Rannveig á góðri stundu.Vísir / Úr einkasafni Næstum því búin að gleyma næturgjöfunum En voru mikil viðbrigði að bæta við öðru barni eins og svo margir tala um? „Í raun og veru ekki, fyrir utan það að ég var svona hér um bil búin að gleyma þessum gjöfum á nóttunni,“ segir Eva Laufey og hlær. „En við vorum búin að bíða eftir þessari litlu konu og það var eins og hún hefði alltaf verið hjá okkur. Við kunnum aðeins á þetta núna og erum miklu rólegri, það er eiginlega ekki hægt að bera það saman við það að eiga fyrsta barn. Nú þorum við til dæmis að tala upphátt á heimilinu, en fyrstu mánuði með þá eldri var hún í fanginu á mér nánast allan daginn og við þorðum ekki að hreyfa okkur né tala svo við myndum ekki vekja hana. Það er aðeins öðruvísi núna, enda á hún fjöruga systur!“ Stoltur faðir með nýjasta afkvæmið.Vísir / Úr einkasafni Stóra systir algjör ráðskona Eldri dóttir Evu Laufeyjar, hún Ingibjörg Rósa, heitir í höfuðið á ömmum sínum, en sú yngri, Kristín Rannveig, í höfuðið á langömmum sínum. Ingibjörg Rósa hefur tekið litlu systur sinni afar vel. „Hún er búin að vera svo dugleg að við eigum varla orð yfir henni, hún tekur þessu með mikilli alvöru og er algjör ráðskona. Það eina var kannski að hún var fyrst um sinn aðeins skapmeiri við okkur foreldra sína, en alltaf ljúf og góð við litlu systur og elskar að fá að knúsast í henni,“ segir Eva Laufey og bætir við að þær systur séu nokkuð líkar. Systurnar hittast í fyrsta sinn. Dýrmæt stund.Vísir / Úr einkasafni „Þær eiga það sameiginlegt að vera ósköp værar og góðar. Kristín Rannveig er aðeins rólegri og sefur aðeins meira. Hún tekur bæði snuð og pela, sem eldri systir hennar gerði ekki og það er vissulega svolítil breyting. Ég þarf að klípa mig oft á dag og minna mig á það hvað ég er heppin með þær – heilbrigðar og hraustar,“ segir stolt móðirin. Hún kemst auðvitað ekki hjá því að svara spurningunni um hverjum dæturnar líkjast. „Sú eldri, Ingibjörg Rósa, er líkari mér finnst okkur og sú yngri er eiginlega alveg eins og pabbi sinn. Sú eldri fæddist með lítið hár og það varð strax ljóst, en þessi yngri mætti í heiminn með mikið og dökkt hár. Ég hugsa að Ingibjörg Rósa sé einnig líkari mér í sér og ég hef lúmskan grun um að Kristín Rannveig verði aðeins rólegri, eins og pabbi sinn. Það er ágætt að við skiptum þessu jafnt á milli okkar,“ segir þessi hæfileikaríka kona og glottir. Kristín Rannveig dafnar vel.Vísir / Úr einkasafni Besta vinkonan líka í orlofi Eva Laufey verður í sex til sjö mánuði í fæðingarorlofi og snýr aftur til vinnu á Stöð 2 í vor. Hún hefur einbeitt sér að því að njóta tímans í orlofinu, þó hún hafi tekið að sér smærri verkefni við og við. „Ég hef fyrst og fremst bara verið að njóta þess að vera heima með stelpunum mínum, þessi tími er svo fljótur að líða. Algjör klisja að segja frá því en það er staðreynd, mér finnst ég svo heppin að búa á Íslandi þar sem við konur höfum tækifæri til þess að fá að vera í góðu fæðingarorlofi og ég vil helst nýta hverja mínútu sem ég fæ hér heima með stelpunum mínum að vera bara með þeim. Að vísu hef ég tekið að mér smá verkefni með tengd mat og ég er auðvitað með bloggsíðu þar sem ég deili áfram efninu mínu. En það er auðvitað áhugamálið mitt og ástríða og í raun engin vinna þannig séð fyrir mig. Fyrst og fremst reyni ég bara að njóta þess að vera með stelpunum. Ég er líka svo heppin að besta vinkona mín er samferða mér í orlofinu, hún eignaðist tvíbura nokkrum dögum á eftir mér og það er sko miklu meira en dásamlegt að geta notið orlofsins með henni og öðrum góðum vinkonum sem eru heima með lítil börn,“ segir Eva Laufey. Falleg mynd af mæðgunum.Vísir / Úr einkasafni Ný og skemmtileg verkefni En hvernig lítur árið 2018 út hjá þessari kraftmiklu konu sem virðist allt geta? „Það er ýmislegt framundan, ég mætti aftur til vinnu í mars eða apríl á Stöð 2 og hlakka mikið til að takast á við ný og skemmtileg verkefni. Ég hef góða tilfinningu fyrir 2018 og markmið ársins er að halda áfram að gera það sem mér þykir skemmtilegast og eyða meiri tíma með fólkinu mínu.“ Ingibjörg Rósa kíkir á litlu systur sína.Vísir / Úr einkasafni
Börn og uppeldi Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið