Erlent

Facebook hættir með viðvörunarmerki við gervifréttir

Kjartan Kjartansson skrifar
Facebook mun áfram senda þeim sem deila greinum tilkynningar ef fyrirtækið fær upplýsingar um að staðreyndavaktir hafi vefengt sannleiksgildi þeirra.
Facebook mun áfram senda þeim sem deila greinum tilkynningar ef fyrirtækið fær upplýsingar um að staðreyndavaktir hafi vefengt sannleiksgildi þeirra. Vísir/AFP
Stjórnendur Facebook hafa ákveðið að hætta að birta rautt viðvörunarmerki við gervifréttir sem notendur deila á félagsmiðlinum. Þess í stað munu tengdar greinar þar sem sannleiksgildið er vefengt birtast við hlið gervifréttanna.

Ástæðan fyrir breytingunni er sögð sú að viðvörunarmerkin hafi ekki gefið góða raun. Þau hafi þess í stað fest sannfæringu fólks enn frekar í sessi, þvert á það sem Facebook ætlaði með því að merkja gervifréttir sérstaklega.

Notendur sem tæla að deila umdeilanlegum greinum á Facebook fá nú upp glugga með tenglum á greinar þar sem farið er yfir sannleiksgildi þeirra. Stjórnendur Facebook segja að nýja leiðin hafi ekki fækkað þeim smellum sem gervifréttirnar fengu. Hins vegar hafi hún leitt til færri deilinga, að því er kemur fram í frétt BBC.

„Að nota orðalag sem er hlutlægt og ekki dæmandi hjálpar okkur að smíða vörur sem ná til fólks með ólík sjónarmið,“ segja hönnuðir Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×