Umdeildu nauðgunarmáli lauk með sýknudómi Birgir Olgeirsson skrifar 21. desember 2017 20:56 Málið átti sér stað árið 2012 en kæra lögð fram 2015. Dómararnir þrír í málinu sögðu það hafa áhrif á sönnunarmat framburðar. Vísir/GVA Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um nauðgun. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konu gegn vilja hennar með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar.Í júlí síðastliðnum felldi Ríkissaksóknari niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í málinu. Brotið átti sér stað í heimahúsi fyrir fimm árum, árið 2012, en var ekki kært fyrr en þremur árum síðar, árið 2015. Málið komst í kastljós fjölmiðla þegar unnusti konunnar réðist á manninn í verslun Krónunnar á Granda í júní árið 2016.Í júní síðastliðnum hlaut unnusti konunnar fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna árásarinnar.Ákvörðunin kærð Í kærunni sem konan lagði fram voru málsatvik rakin og kom þar fram að konan hefði farið í eftirpartý heim til mannsins. Hafi hún verið mjög ölvuð umrætt sinn og lagst til svefns ásamt manninum, vini hans og annarri konu. Konan sagðist hafa vaknið við að maðurinn hafði við hana munnmök. Hafi hún í kjölfarið leitað á neyðarmóttöku en ekki treyst sér til að leggja fram kæru.Málið var kært til lögreglu árið 2015.Vísir/EyþórÞað gerði hún hins vegar þremur árum síðar og rannsakaði lögreglan málið. Það fór í framhaldinu á borð héraðssaksóknara sem ákvað að fella málið niður. Konan leitaði til Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns sem kærði ákvörðunina til ríkissaksóknara sem felldi ákvörðun héraðssaksóknara niður. Fór svo að ákært var í málinu en Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú sýknað manninn af ákærunni. Maðurinn gekkst við því fyrir dómi að hafa haft kynmök við konuna en sagði það hafa verið gert með hennar vilja. Taldi hann konuna hafa haft frumkvæði að atlotum þeirra.Sagðist hafa verið að hitta vin mannsins Konan leitaði á neyðarmóttöku árið 2012 vegna málsins þar sem hún sagðist hafa vaknað við að maðurinn væri að hafa við hana samfarir. Hún hafi fríkað út og hlaupið út og vinur hennar reynt að hugga hana. Í skýrslu vegna réttarlæknisfræðilegrar skoðunar sem konan gekkst undir var henni lýst svo að hún hefði verið hágrátandi og átt erfitt með að tala sökum ekka. Tilfinningaástandi hennar var lýst með því að merkja við losta, eirðarlaus, grátköst, óttaslegin, í hnipri og mundi lítið eða ekkert. Fyrir dómi lýsti konan því að hún hefði rekist á manninn sem var ákærður í málinu á skemmtistað ásamt vini hans. Konan sagðist hafa talað stuttlega við manninn en þó mest með vin hans sem hún hafði verið hitta. Eftir að skemmtistaðnum var lokað tók hún leigubíl þar sem tilætlan hennar var að hitta vin mannsins. Hún sagðist hafa séð vin mannsins utan í öðrum stelpum og fundist það skrítið því hún hafði haldið að vinur mannsins væri bara að hitta hana. Hún segir vin mannsins og aðra konu hafa dregið sig saman. Undir lokin á þessu eftirpartíi hafi konan, maðurinn sem var ákærður í málinu, vinur hans og hin konan verið á sama staðnum. Konan sagðist hafa talað við manninn sem var ákærður í málinu en þau hefðu ekki daðrað eða skipst á kossum.Fóru fjögur inn í herbergi Þau fóru fjögur inn í svefnherbergi og lögðust upp í rúm til að sofa. Konan sagðist hafa legið á milli mannsins sem var ákærður og vini hans. Sagðist hún hafa sofnað strax og ekki gefið sig neitt við manninn eða kysst hann. Konan sagðist hafa rankað við sér og séð höfuð í klofinu á sér. Hún sagðist ekki hafa séð hver það var strax, sparkað frá sér og farið fram. Sagðist hún hafa farið strax til vinar mannsins og síðan inn á klósettið. Fyrir dómi sagði konan að hún hefði sagt á þeirri stundu inni klósetti að hún hefði haldið að vinur mannsins hefði verið sá sem var með henni þegar hún vaknaði því henni hefði ekki komið annar til hugar. Hún sagðist ekki muna hvort hún hefði ásakað manninn sem var ákærður í málinu um að hafa brotið gegn henni. Hún sagðist þó hafa heyrt hinn ákærða öskra eitthvað og að vinur hans hafi látið hana fá pening fyrir leigubifreið. Hún sagðist hafa farið úr leigubifreiðinni á leiðinni og hringt í vinkonur sínar. Ein þeirra svaraði og sendi kærasta sinn til að sækja konuna og var farið með hana á neyðarmóttökuna. Konan upplýsti fyrir dómi að fyrir milligöngu aðila, sem hún nefndi með fornafni, hafi kærasta hennar verið beðinn um að bjóða henni verulega fjármuni eftir að ákæra var gefin út í málinu. Hann hafi ekki sagt henni frá þessu fyrr en nýverið og taldi hún það ekki skipta máli. Hún hefði því ekki látið lögreglu vita af því. Auk þess hafi hún ekki ætlað að taka við peningunum.Dómurinn taldi óumdeilt að konan hefði verið í miklu uppnámi eftir atvikið.Vísir/GettyFannst hún hafa áhuga á sér Maðurinn sem var ákærður sagði að hann hefði hitt konuna á skemmtistað og að þeim hafi komið vel saman. Sagðist hann að honum hafi fundist sem hún hefði áhuga á honum. Hann sagðist ekki hafa vitað á þeim tímapunkti um forsögu hennar og vinar hans. Sagði maðurinn að hann og konan hefðu daðrað við hvort annað í eftirpartíinu. Þau hafi knúsast og kysst og hann fléttað á henni hárið. Þegar þau voru komin öll fjögur saman í svefnherbergi hélt hann að ætlunin hafi verið að fara að sofa. Hann sagði konuna hafa sett hönd í klof hans, þau strokið hvort öðru og farið að kyssast. Bæði hafi þau verið vakandi og konan ekki sofnað. Maðurinn sagði vin hans og hina konuna hafa farið úr herberginu í kjölfarið. Þá hafi hann klætt sig úr og hjálp konunni úr fötunum. Hann hafi veitt konuna munnmök en á meðan þeim stóð sagðist hann hafa orðið var við að vinur hans og hin konan hefðu komið inn og farið strax út. Sagði hann sig og konuna hafa haft samræði eftir það og að konan hefði tekið þátt með því að horfa á hann, kyssa hann og tekið á móti honum. Hann sagði þau hafa legið saman í fjórar til fimm mínútur eftir kynmökin, konan hafi síðan klætt sig og farið fram. Þá hafi hann heyrt hana segja við vin sinn: „Ég hélt að þetta væri þú“.Upplifði niðurlægingu Hann sagðist hafa heyrt þegar hún komst í mikið uppnám og grátið. Maðurinn sagði að honum hefði brugðið, fundið til mikillar niðurlægingar vegna þess sem hafði gerst á milli þeirra áður. Hann sagðist hafa farið fram og verið reiður yfir þessu. Sá hann vin sinn með konuna í fanginu að hugga hana. Kvaðst maðurinn hafa rekið konuna á dyr og sagði vin sinn hafa sagt við hann að konan hefði sakað hann um nauðgun. Maðurinn sagðist hafa farið að sofa en síðar um daginn hefði vinkonan konunnar hringt í hann og ásakað hann um að hafa brotið gegn konunni. Sagðist hann hafa sent konunni skilaboð á Facebook í kjölfarið og aftur síðar í mánuðinum og lagði þau fram í málinu. Sagði hann vin sinn hafa tjáð sér, eftir að málið kom upp, að hann og konan hefðu átt vingott.Gat ekki sofið fyrir hrotum Hin konan sem var í eftirpartíinu sagðist ekki hafa tekið eftir neinu á milli konunnar og mannsins sem var ákærður og ekki séð kossa. Konan sagði að henni hefði gengið illa að sofna sökum þess að konan sem kærði hefði hrotið. Hún reyndi að sofa en þegar það gekk bað hún vininn um að koma með sér fram í stofu. Hálftíma eftir að þau fóru út hafi þau ákveðið að fara aftur inn í svefnherbergi, vinurinn opnaði dyrnar inn í svefnherbergið en bakkað út og sagt eitthvað á þá leið að þau þyrftu að vera í stofunni. Konan sagðist ekki hafa séð inn en dregið þá ályktun að konan og maðurinn væru að kela. Þau lögðust því í sófa en konan vissi ekki hve lengi hún hafði sofið þegar hún vaknaði við læti í hinni konunni.Skynjaði áhuga konunnar á vininum Konan sagðist aðspurð ekki muna hvort einhver samdráttur hefði verið með manninum og konunni sem kærði fyrr um kvöldið. Konan kvaðst fremur hafa skynjað áhuga konunnar sem kærði á vini mannsins og hún hafi sótt í hann. Konan sagði að einhverju sinni eftir atvikið hafi hún heyrt samtal á milli vinarins og mannsins um að konan sem kærði málið hefði borið rangar sakir á manninn um nauðgun. Sagðist konan þau ekki hafa talað mikið um það en staðfest að það gæti verið að hún hefði verið beðin um að ræða það ekki.Vininn minnti að hann hefði séð kossa Vinur mannsins staðfesti fyrir dómi að hann hefði átt í kynferðislegu sambandi við konuna sem kærði á tímabili. Vininum minnti að hann hefði séð kossa á milli ákærða og brotaþola þetta kvöld. Í svefnherberginu hafi hann legið við hlið mannsins og fundið fyrir hreyfingum hans upp við sig. Þegar vinurinn leit við sagðist hann hafa séð hægri hönd konunnar á efri hluta mannsins. Vinurinn sagði sig og hina konuna hafa farið fram til að gefa konunni og manninum næði. Vinurinn sagðist ekki kannast við það sem konan hafði sagt um hrotur brotaþola eða að hún hafi viljað fara fram sökum þess að hún ætti erfitt með svefn. Spurður hvort að hann myndi þetta ekki eða hvort þetta væri rangt hjá konunni sagði hann hvort tveggja vera. Hann myndi ekki atvik á þann hátt sem hún segði. Þegar þau hafi litið aftur inn í herbergi sagði vinurinn að maðurinn hefði verið að veita konunni munnmök og þau bakkað strax út. Vinurinn sagðist ekki hafa séð hvort konan hefði verið vakandi en að honum hafi fundist að svo hlyti að vera auk þess sem hann hefði séð hendur hennar á höfði mannsins. Vinurinn sagði að honum hefði ekki dottið til hugar að eitthvað óeðlilegt ætti sér stað. Hann sagði að þetta hefði ekki komið sér á óvart vegna samskipta þeirra fyrr um kvöldið.Dómararnir þrír sem dæmdu þetta mál segja í niðurstöðu sinni að ekki yrði hjá því litið að langur tími leið frá því að atvik áttu sér stað og þar til rannsókn málsins hófst árið 2015.VísirTímalengd og fjarvera sönnunargagna hafði áhrif Dómararnir þrír sem dæmdu þetta mál segja í niðurstöðu sinni að ekki yrði hjá því litið að langur tími leið frá því að atvik áttu sér stað og þar til rannsókn málsins hófst árið 2015. Það setti óneitanlega mark sitt á framburð þeirra sem gáfu skýrslu vegna málsins og hafði áhrif á sönnunarmat að mati dómsins. Einnig fóru mikilvæg sönnunargögn forgörðum sökum þess hve langur tími hafði liðið frá því atvik áttu sér stað og þar til rannsókn málsins hófst. Í dómnum kom fram að niðurstaða blóðprufu konunnar, um alkóhólmagn og eiturefni, hefði ekki legið fyrir en blóðsýnunum var fargað að tilteknum tíma liðnum. Að mati dómsins var framburður konunnar og mannsins trúverðugur fyrir dómi þegar þau greindu frá atvikum hvort með sínum hætti og ljóst að frásögnin tók á þau bæði. Á hinn boginn voru veigamikil atriði sem höfðu áhrif á sönnunargildi framburðar þeirra beggja, svo mjög að varhugavert þótti að leggja annan framburðinn til grundvallar niðurstöðu án þess að fá styrka stoð af öðrum gögnum málsins. Dómurinn taldi einnig framburð hinnar konunnar og vinar mannsins trúverðugan. Dómurinn benti þó á að náin tengsl væru á milli vinanna og fram hefði komið að þeir hefðu margoft rætt málið. Hins vegar væri ekkert sem benti sérstaklega til þess að vinurinn og hinn ákærði hefðu samræmt framburð.Óumdeilt að konan var í uppnámi Dómurinn taldi óumdeilt að konan hefði verið í miklu uppnámi og grátandi þegar hún kom út úr svefnherbergi mannsins. Að mati dómsins styðja viðbrögð hennar það að eitthvað hafi gerst sem gekk mjög nærri henni. Að sama skapi þóttu styðja viðbrögð mannsins í kjölfarið, að honum hafi misboðið ummæli konunnar, eftir kynmök sem hann kvað hafa verið með vilja beggja. Mat mannsins á aðstæðum var lagt til grundvallar þannig að ekki var unnt að refsa honum fyrir nauðgun ef hann hafði réttmæta ástæðu til að ætla að þolandinn væri samþykkur kynmökunum. Ástæða þess var sú að ekki var fyrir hendi ásetningu til þess að þvinga þolanda til kynmaka.Facebook-skilaboð talin styðja frásögn mannsins Facebook-skilaboð mannsins til konunnar sama dag voru einnig talin styðja framburð hans sem og skilaboð sem hann sendi konunni aftur sama ár þar sem fram kom að honum hafi virst sem hún nyti þess allan tímann og aldrei grunað að hún væri sofandi eða með óráði. Dómurinn taldi skilaboðin, þó þau hafi verið sett fram einhliða, hafa þýðingu við sakarmat þar sem þau þóttu benda til þess að maðurinn hafi talið konuna taka þátt í kynmökum við hann með fúsum og frjálsum vilja. Dómurinn taldi ósannað að konan hafi vegna ölvunarástands síns verið ófær um að sporna við kynmökunum umrætt sinn. Ákváðu dómarnir þrír því að sýkna manninn af ákærunni.Dóminn má lesa hér.Fréttin hefur verið uppfærð Tengdar fréttir Líkamsárás í Krónunni Granda Maðurinn var illa útleikinn eftir hnefahögg. 19. júní 2016 18:35 Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni Maðurinn réðist á annan mann í Krónunni á Granda sem unnusta hans hafði kært fyrir nauðgun. 26. júní 2017 15:12 Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50 Fyrirskipa ákæru í nauðgunarmáli sem var áður fellt niður Ríkissaksóknari vill að ákæra verði gefin út í þriggja ára gömlu nauðgunarmáli sem héraðssaksóknari hafði fellt niður. Athygli vekur að ekki er farið fram á frekari rannsókn. 25. júlí 2017 06:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um nauðgun. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konu gegn vilja hennar með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar.Í júlí síðastliðnum felldi Ríkissaksóknari niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í málinu. Brotið átti sér stað í heimahúsi fyrir fimm árum, árið 2012, en var ekki kært fyrr en þremur árum síðar, árið 2015. Málið komst í kastljós fjölmiðla þegar unnusti konunnar réðist á manninn í verslun Krónunnar á Granda í júní árið 2016.Í júní síðastliðnum hlaut unnusti konunnar fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna árásarinnar.Ákvörðunin kærð Í kærunni sem konan lagði fram voru málsatvik rakin og kom þar fram að konan hefði farið í eftirpartý heim til mannsins. Hafi hún verið mjög ölvuð umrætt sinn og lagst til svefns ásamt manninum, vini hans og annarri konu. Konan sagðist hafa vaknið við að maðurinn hafði við hana munnmök. Hafi hún í kjölfarið leitað á neyðarmóttöku en ekki treyst sér til að leggja fram kæru.Málið var kært til lögreglu árið 2015.Vísir/EyþórÞað gerði hún hins vegar þremur árum síðar og rannsakaði lögreglan málið. Það fór í framhaldinu á borð héraðssaksóknara sem ákvað að fella málið niður. Konan leitaði til Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns sem kærði ákvörðunina til ríkissaksóknara sem felldi ákvörðun héraðssaksóknara niður. Fór svo að ákært var í málinu en Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú sýknað manninn af ákærunni. Maðurinn gekkst við því fyrir dómi að hafa haft kynmök við konuna en sagði það hafa verið gert með hennar vilja. Taldi hann konuna hafa haft frumkvæði að atlotum þeirra.Sagðist hafa verið að hitta vin mannsins Konan leitaði á neyðarmóttöku árið 2012 vegna málsins þar sem hún sagðist hafa vaknað við að maðurinn væri að hafa við hana samfarir. Hún hafi fríkað út og hlaupið út og vinur hennar reynt að hugga hana. Í skýrslu vegna réttarlæknisfræðilegrar skoðunar sem konan gekkst undir var henni lýst svo að hún hefði verið hágrátandi og átt erfitt með að tala sökum ekka. Tilfinningaástandi hennar var lýst með því að merkja við losta, eirðarlaus, grátköst, óttaslegin, í hnipri og mundi lítið eða ekkert. Fyrir dómi lýsti konan því að hún hefði rekist á manninn sem var ákærður í málinu á skemmtistað ásamt vini hans. Konan sagðist hafa talað stuttlega við manninn en þó mest með vin hans sem hún hafði verið hitta. Eftir að skemmtistaðnum var lokað tók hún leigubíl þar sem tilætlan hennar var að hitta vin mannsins. Hún sagðist hafa séð vin mannsins utan í öðrum stelpum og fundist það skrítið því hún hafði haldið að vinur mannsins væri bara að hitta hana. Hún segir vin mannsins og aðra konu hafa dregið sig saman. Undir lokin á þessu eftirpartíi hafi konan, maðurinn sem var ákærður í málinu, vinur hans og hin konan verið á sama staðnum. Konan sagðist hafa talað við manninn sem var ákærður í málinu en þau hefðu ekki daðrað eða skipst á kossum.Fóru fjögur inn í herbergi Þau fóru fjögur inn í svefnherbergi og lögðust upp í rúm til að sofa. Konan sagðist hafa legið á milli mannsins sem var ákærður og vini hans. Sagðist hún hafa sofnað strax og ekki gefið sig neitt við manninn eða kysst hann. Konan sagðist hafa rankað við sér og séð höfuð í klofinu á sér. Hún sagðist ekki hafa séð hver það var strax, sparkað frá sér og farið fram. Sagðist hún hafa farið strax til vinar mannsins og síðan inn á klósettið. Fyrir dómi sagði konan að hún hefði sagt á þeirri stundu inni klósetti að hún hefði haldið að vinur mannsins hefði verið sá sem var með henni þegar hún vaknaði því henni hefði ekki komið annar til hugar. Hún sagðist ekki muna hvort hún hefði ásakað manninn sem var ákærður í málinu um að hafa brotið gegn henni. Hún sagðist þó hafa heyrt hinn ákærða öskra eitthvað og að vinur hans hafi látið hana fá pening fyrir leigubifreið. Hún sagðist hafa farið úr leigubifreiðinni á leiðinni og hringt í vinkonur sínar. Ein þeirra svaraði og sendi kærasta sinn til að sækja konuna og var farið með hana á neyðarmóttökuna. Konan upplýsti fyrir dómi að fyrir milligöngu aðila, sem hún nefndi með fornafni, hafi kærasta hennar verið beðinn um að bjóða henni verulega fjármuni eftir að ákæra var gefin út í málinu. Hann hafi ekki sagt henni frá þessu fyrr en nýverið og taldi hún það ekki skipta máli. Hún hefði því ekki látið lögreglu vita af því. Auk þess hafi hún ekki ætlað að taka við peningunum.Dómurinn taldi óumdeilt að konan hefði verið í miklu uppnámi eftir atvikið.Vísir/GettyFannst hún hafa áhuga á sér Maðurinn sem var ákærður sagði að hann hefði hitt konuna á skemmtistað og að þeim hafi komið vel saman. Sagðist hann að honum hafi fundist sem hún hefði áhuga á honum. Hann sagðist ekki hafa vitað á þeim tímapunkti um forsögu hennar og vinar hans. Sagði maðurinn að hann og konan hefðu daðrað við hvort annað í eftirpartíinu. Þau hafi knúsast og kysst og hann fléttað á henni hárið. Þegar þau voru komin öll fjögur saman í svefnherbergi hélt hann að ætlunin hafi verið að fara að sofa. Hann sagði konuna hafa sett hönd í klof hans, þau strokið hvort öðru og farið að kyssast. Bæði hafi þau verið vakandi og konan ekki sofnað. Maðurinn sagði vin hans og hina konuna hafa farið úr herberginu í kjölfarið. Þá hafi hann klætt sig úr og hjálp konunni úr fötunum. Hann hafi veitt konuna munnmök en á meðan þeim stóð sagðist hann hafa orðið var við að vinur hans og hin konan hefðu komið inn og farið strax út. Sagði hann sig og konuna hafa haft samræði eftir það og að konan hefði tekið þátt með því að horfa á hann, kyssa hann og tekið á móti honum. Hann sagði þau hafa legið saman í fjórar til fimm mínútur eftir kynmökin, konan hafi síðan klætt sig og farið fram. Þá hafi hann heyrt hana segja við vin sinn: „Ég hélt að þetta væri þú“.Upplifði niðurlægingu Hann sagðist hafa heyrt þegar hún komst í mikið uppnám og grátið. Maðurinn sagði að honum hefði brugðið, fundið til mikillar niðurlægingar vegna þess sem hafði gerst á milli þeirra áður. Hann sagðist hafa farið fram og verið reiður yfir þessu. Sá hann vin sinn með konuna í fanginu að hugga hana. Kvaðst maðurinn hafa rekið konuna á dyr og sagði vin sinn hafa sagt við hann að konan hefði sakað hann um nauðgun. Maðurinn sagðist hafa farið að sofa en síðar um daginn hefði vinkonan konunnar hringt í hann og ásakað hann um að hafa brotið gegn konunni. Sagðist hann hafa sent konunni skilaboð á Facebook í kjölfarið og aftur síðar í mánuðinum og lagði þau fram í málinu. Sagði hann vin sinn hafa tjáð sér, eftir að málið kom upp, að hann og konan hefðu átt vingott.Gat ekki sofið fyrir hrotum Hin konan sem var í eftirpartíinu sagðist ekki hafa tekið eftir neinu á milli konunnar og mannsins sem var ákærður og ekki séð kossa. Konan sagði að henni hefði gengið illa að sofna sökum þess að konan sem kærði hefði hrotið. Hún reyndi að sofa en þegar það gekk bað hún vininn um að koma með sér fram í stofu. Hálftíma eftir að þau fóru út hafi þau ákveðið að fara aftur inn í svefnherbergi, vinurinn opnaði dyrnar inn í svefnherbergið en bakkað út og sagt eitthvað á þá leið að þau þyrftu að vera í stofunni. Konan sagðist ekki hafa séð inn en dregið þá ályktun að konan og maðurinn væru að kela. Þau lögðust því í sófa en konan vissi ekki hve lengi hún hafði sofið þegar hún vaknaði við læti í hinni konunni.Skynjaði áhuga konunnar á vininum Konan sagðist aðspurð ekki muna hvort einhver samdráttur hefði verið með manninum og konunni sem kærði fyrr um kvöldið. Konan kvaðst fremur hafa skynjað áhuga konunnar sem kærði á vini mannsins og hún hafi sótt í hann. Konan sagði að einhverju sinni eftir atvikið hafi hún heyrt samtal á milli vinarins og mannsins um að konan sem kærði málið hefði borið rangar sakir á manninn um nauðgun. Sagðist konan þau ekki hafa talað mikið um það en staðfest að það gæti verið að hún hefði verið beðin um að ræða það ekki.Vininn minnti að hann hefði séð kossa Vinur mannsins staðfesti fyrir dómi að hann hefði átt í kynferðislegu sambandi við konuna sem kærði á tímabili. Vininum minnti að hann hefði séð kossa á milli ákærða og brotaþola þetta kvöld. Í svefnherberginu hafi hann legið við hlið mannsins og fundið fyrir hreyfingum hans upp við sig. Þegar vinurinn leit við sagðist hann hafa séð hægri hönd konunnar á efri hluta mannsins. Vinurinn sagði sig og hina konuna hafa farið fram til að gefa konunni og manninum næði. Vinurinn sagðist ekki kannast við það sem konan hafði sagt um hrotur brotaþola eða að hún hafi viljað fara fram sökum þess að hún ætti erfitt með svefn. Spurður hvort að hann myndi þetta ekki eða hvort þetta væri rangt hjá konunni sagði hann hvort tveggja vera. Hann myndi ekki atvik á þann hátt sem hún segði. Þegar þau hafi litið aftur inn í herbergi sagði vinurinn að maðurinn hefði verið að veita konunni munnmök og þau bakkað strax út. Vinurinn sagðist ekki hafa séð hvort konan hefði verið vakandi en að honum hafi fundist að svo hlyti að vera auk þess sem hann hefði séð hendur hennar á höfði mannsins. Vinurinn sagði að honum hefði ekki dottið til hugar að eitthvað óeðlilegt ætti sér stað. Hann sagði að þetta hefði ekki komið sér á óvart vegna samskipta þeirra fyrr um kvöldið.Dómararnir þrír sem dæmdu þetta mál segja í niðurstöðu sinni að ekki yrði hjá því litið að langur tími leið frá því að atvik áttu sér stað og þar til rannsókn málsins hófst árið 2015.VísirTímalengd og fjarvera sönnunargagna hafði áhrif Dómararnir þrír sem dæmdu þetta mál segja í niðurstöðu sinni að ekki yrði hjá því litið að langur tími leið frá því að atvik áttu sér stað og þar til rannsókn málsins hófst árið 2015. Það setti óneitanlega mark sitt á framburð þeirra sem gáfu skýrslu vegna málsins og hafði áhrif á sönnunarmat að mati dómsins. Einnig fóru mikilvæg sönnunargögn forgörðum sökum þess hve langur tími hafði liðið frá því atvik áttu sér stað og þar til rannsókn málsins hófst. Í dómnum kom fram að niðurstaða blóðprufu konunnar, um alkóhólmagn og eiturefni, hefði ekki legið fyrir en blóðsýnunum var fargað að tilteknum tíma liðnum. Að mati dómsins var framburður konunnar og mannsins trúverðugur fyrir dómi þegar þau greindu frá atvikum hvort með sínum hætti og ljóst að frásögnin tók á þau bæði. Á hinn boginn voru veigamikil atriði sem höfðu áhrif á sönnunargildi framburðar þeirra beggja, svo mjög að varhugavert þótti að leggja annan framburðinn til grundvallar niðurstöðu án þess að fá styrka stoð af öðrum gögnum málsins. Dómurinn taldi einnig framburð hinnar konunnar og vinar mannsins trúverðugan. Dómurinn benti þó á að náin tengsl væru á milli vinanna og fram hefði komið að þeir hefðu margoft rætt málið. Hins vegar væri ekkert sem benti sérstaklega til þess að vinurinn og hinn ákærði hefðu samræmt framburð.Óumdeilt að konan var í uppnámi Dómurinn taldi óumdeilt að konan hefði verið í miklu uppnámi og grátandi þegar hún kom út úr svefnherbergi mannsins. Að mati dómsins styðja viðbrögð hennar það að eitthvað hafi gerst sem gekk mjög nærri henni. Að sama skapi þóttu styðja viðbrögð mannsins í kjölfarið, að honum hafi misboðið ummæli konunnar, eftir kynmök sem hann kvað hafa verið með vilja beggja. Mat mannsins á aðstæðum var lagt til grundvallar þannig að ekki var unnt að refsa honum fyrir nauðgun ef hann hafði réttmæta ástæðu til að ætla að þolandinn væri samþykkur kynmökunum. Ástæða þess var sú að ekki var fyrir hendi ásetningu til þess að þvinga þolanda til kynmaka.Facebook-skilaboð talin styðja frásögn mannsins Facebook-skilaboð mannsins til konunnar sama dag voru einnig talin styðja framburð hans sem og skilaboð sem hann sendi konunni aftur sama ár þar sem fram kom að honum hafi virst sem hún nyti þess allan tímann og aldrei grunað að hún væri sofandi eða með óráði. Dómurinn taldi skilaboðin, þó þau hafi verið sett fram einhliða, hafa þýðingu við sakarmat þar sem þau þóttu benda til þess að maðurinn hafi talið konuna taka þátt í kynmökum við hann með fúsum og frjálsum vilja. Dómurinn taldi ósannað að konan hafi vegna ölvunarástands síns verið ófær um að sporna við kynmökunum umrætt sinn. Ákváðu dómarnir þrír því að sýkna manninn af ákærunni.Dóminn má lesa hér.Fréttin hefur verið uppfærð
Tengdar fréttir Líkamsárás í Krónunni Granda Maðurinn var illa útleikinn eftir hnefahögg. 19. júní 2016 18:35 Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni Maðurinn réðist á annan mann í Krónunni á Granda sem unnusta hans hafði kært fyrir nauðgun. 26. júní 2017 15:12 Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50 Fyrirskipa ákæru í nauðgunarmáli sem var áður fellt niður Ríkissaksóknari vill að ákæra verði gefin út í þriggja ára gömlu nauðgunarmáli sem héraðssaksóknari hafði fellt niður. Athygli vekur að ekki er farið fram á frekari rannsókn. 25. júlí 2017 06:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni Maðurinn réðist á annan mann í Krónunni á Granda sem unnusta hans hafði kært fyrir nauðgun. 26. júní 2017 15:12
Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50
Fyrirskipa ákæru í nauðgunarmáli sem var áður fellt niður Ríkissaksóknari vill að ákæra verði gefin út í þriggja ára gömlu nauðgunarmáli sem héraðssaksóknari hafði fellt niður. Athygli vekur að ekki er farið fram á frekari rannsókn. 25. júlí 2017 06:00