Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði í dag gegn ákvörðun Bandaríkjamanna um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við fjöllum líka um komandi kjaraviðræður en forseti ASÍ segir stefna í óefni á almennum vinnumarkaði vegna ákvarðana Kjararáðs um launahækkanir ráðamanna. Í fréttatímanum fjöllum við einnig um erlendrar fjárfestingar á hlutabréfamarkaði en þær tvöfölduðust milli ára og hafa ekki verið meiri frá hruni.

Þá fjöllum við um nýtt sex þúsund fermetra skrifstofuhúsnæði Alþingis sem stefnt er að því að vígja á kjörtímabilinu og ræðum við samgönguráðherra um nýjan Vestfjarðaveg.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 eru í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Vísi kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×