Apóteksræninginn dæmdur í níu mánaða fangelsi Birgir Olgeirsson skrifar 21. desember 2017 17:58 Frá vettvangi ránsins á Bíldshöfða í mars síðastliðnum. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til níu mánaða fangelsisvistar fyrir vopnað ráð í Apótekaranum á Bíldshöfða í Reykjavík 16. mars síðastliðinn. Maðurinn neitaði sök fyrir dóm og bar fyrir sig minnisleysi sökum fíkniefnaneyslu. Lögreglan leitaði mannsins í tvo daga en hann fannst með sprautunál í hendi inni á baðherbergi í íbúð á höfuðborgarsvæðinu 18. mars síðastliðinn. Maðurinn var vopnaður stórum eldhúshnífi en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er haft eftir starfsfólki apóteksins að hann hefði ekki ógnað því eða otað hnífnum að þeim en þó var starfsfólkið mjög slegið eftir atvikið. Hann hafði á brott með sér ýmis lyfseðilsskyld lyf í pakkningum með sér úr apótekinu, þar á meðal ritalin, contalgini og concerta.Sofnaði í Leifsstöð Við leit að manninum fór lögreglan á heimili manns sem ábending hafði borist um að apóteksræninginn hefði dvalið hjá. Maðurinn sagði apóteksræningjann hafa farið úr íbúðinni eftir að hafa tekið hníf úr eldhúsinu með svörtu skafti og bakpoka. Maðurinn sagðist þekkja apóteksræningjann á mynd sem birt var í fjölmiðlum og að lögreglan hefði ekið ræningjanum heim daginn áður eftir að hann sofnaði í flugstöð Leifs Eiríkssonar og missti af flugi. Maðurinn sagði að ástand apóteksræningjans hefði verið slæmt undanfarið þegar þetta átti sér stað í mars fyrr á árinu.Ætlaði að gefa sig fram en lét ekki sjá sig Maðurinn hringdi í apóteksræningjann sem kvaðst ætla að gefa sig fram á nánar tilgreindum stað en hann lét ekki sjá sig þar. Maðurinn hafði hringt í símanúmer sem var skráð á konu. Lögreglan fór á heimili konunnar og spurðist fyrir um apóteksræningjann. Kannaðist konan við að hann hefði verið þar einhverjum dögum áður og þá tekið símann hennar. Vísaði konan á aðra konu sem kannaðist við að apóteksræninginn hefði gist hjá henni ásamt vinkonu sinni. Hann hefði falið dóp hjá henni. Lögreglan fann engin efni en ummerki sáust um að rótað hafði verið í einangrunarull.Var hjá henni alla vikuna Fram kom hjá seinni konunni að fyrri konan hefði hringt í hana og beðið hana um að segja að apóteksræninginn hefði verið hjá henni alla vikuna. Fór lögreglan þá aftur á heimili fyrri konunnar og bar framangreint undir hana. Sagði fyrri konan þá að apóteksræninginn hefði verið hjá henni kvöldið áður.Með sprautunál í hendi Nokkru síðar barst lögreglu tilkynning frá fyrri konunni sem sagði apóteksræningjann staddan hjá sér. Þegar lögreglan kom á vettvang var apóteksræninginn inni á baðherbergi með sprautunál í hendi. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi framburði vitna á vettvangi ránsins og ljósmyndir úr eftirlitsmyndavélum ekki vera fullnægjandi sönnun þess að sá sem væri sakaður um ránið væri sá sem framdi ránið. Gegn neitun mannsins þurfti því að leita frekari sönnun á því. Talinn muna meira en hann viðurkenndi Við mat á trúverðugleika mannsins taldi dómurinn að margt benti til þess að hann muni meira en hann viðurkenndi fyrir dómi. Hins vegar taldi dómurinn það ekki sönnunargildi fyrir sekt mannsins. Dómurinn hafði þó til hliðsjónar framburð mannsins sem lögreglan fór fyrst til við leit að apóteksræningjanum. Maðurinn kom fyrir dóminn við aðalmeðferð málsins og baðst undan að gefa vitnaskýrslu.Gaf ekki leyfi fyrir upptöku Dómurinn benti á að ekki hefði verið hægt að nota skýrslu mannsins hjá lögreglu sem sönnun því maðurinn gaf ekki leyfi til að láta taka skýrsluna upp eða ræða við lögreglu eftir það. Skýrsluritari og tveir lögreglumenn staðfestu hins vegar samskipti við manninn í tengslum við leit að apóteksræningjanum. Kvaðst skýrsluritarinn hafa tekið skýrsluna af manninum og að maðurinn hefði tjá skýrsluritaranum að apóteksræninginn hefði farið út af heimilinu snemma morguns, illa fyrirkallaður og með hníf úr eldhúsinu. Hnífurinn fannst svo í nágrenninu. Þá sagði maðurinn við lögreglu að hann hefði séð mynd af apóteksræningjanum í fjölmiðlum.Hafið yfir skynsamlegan vafa Dómurinn taldi út frá þessu, ásamt framburði vitna og lögreglumanna ásamt öðrum gögnum málsins, það hafið yfir skynsamlegan vafa að sá sem sakaður var um ránið hefði verið sá sem var að verki í Apótekaranum á Bíldshöfða í mars síðastliðnum. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan náði apóteksræningjanum Maðurinn framdi vopnað rán í Apótekaranum á Bíldshöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 10 síðastliðinn fimmtudagsmorgun. 18. mars 2017 13:58 Vopnað rán framið í Apótekaranum við Bíldshöfða Vopnað rán varð á tíunda tímanum í verslun Apótekarans við Bíldshöfða. 16. mars 2017 10:55 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Fleiri fréttir Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til níu mánaða fangelsisvistar fyrir vopnað ráð í Apótekaranum á Bíldshöfða í Reykjavík 16. mars síðastliðinn. Maðurinn neitaði sök fyrir dóm og bar fyrir sig minnisleysi sökum fíkniefnaneyslu. Lögreglan leitaði mannsins í tvo daga en hann fannst með sprautunál í hendi inni á baðherbergi í íbúð á höfuðborgarsvæðinu 18. mars síðastliðinn. Maðurinn var vopnaður stórum eldhúshnífi en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er haft eftir starfsfólki apóteksins að hann hefði ekki ógnað því eða otað hnífnum að þeim en þó var starfsfólkið mjög slegið eftir atvikið. Hann hafði á brott með sér ýmis lyfseðilsskyld lyf í pakkningum með sér úr apótekinu, þar á meðal ritalin, contalgini og concerta.Sofnaði í Leifsstöð Við leit að manninum fór lögreglan á heimili manns sem ábending hafði borist um að apóteksræninginn hefði dvalið hjá. Maðurinn sagði apóteksræningjann hafa farið úr íbúðinni eftir að hafa tekið hníf úr eldhúsinu með svörtu skafti og bakpoka. Maðurinn sagðist þekkja apóteksræningjann á mynd sem birt var í fjölmiðlum og að lögreglan hefði ekið ræningjanum heim daginn áður eftir að hann sofnaði í flugstöð Leifs Eiríkssonar og missti af flugi. Maðurinn sagði að ástand apóteksræningjans hefði verið slæmt undanfarið þegar þetta átti sér stað í mars fyrr á árinu.Ætlaði að gefa sig fram en lét ekki sjá sig Maðurinn hringdi í apóteksræningjann sem kvaðst ætla að gefa sig fram á nánar tilgreindum stað en hann lét ekki sjá sig þar. Maðurinn hafði hringt í símanúmer sem var skráð á konu. Lögreglan fór á heimili konunnar og spurðist fyrir um apóteksræningjann. Kannaðist konan við að hann hefði verið þar einhverjum dögum áður og þá tekið símann hennar. Vísaði konan á aðra konu sem kannaðist við að apóteksræninginn hefði gist hjá henni ásamt vinkonu sinni. Hann hefði falið dóp hjá henni. Lögreglan fann engin efni en ummerki sáust um að rótað hafði verið í einangrunarull.Var hjá henni alla vikuna Fram kom hjá seinni konunni að fyrri konan hefði hringt í hana og beðið hana um að segja að apóteksræninginn hefði verið hjá henni alla vikuna. Fór lögreglan þá aftur á heimili fyrri konunnar og bar framangreint undir hana. Sagði fyrri konan þá að apóteksræninginn hefði verið hjá henni kvöldið áður.Með sprautunál í hendi Nokkru síðar barst lögreglu tilkynning frá fyrri konunni sem sagði apóteksræningjann staddan hjá sér. Þegar lögreglan kom á vettvang var apóteksræninginn inni á baðherbergi með sprautunál í hendi. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi framburði vitna á vettvangi ránsins og ljósmyndir úr eftirlitsmyndavélum ekki vera fullnægjandi sönnun þess að sá sem væri sakaður um ránið væri sá sem framdi ránið. Gegn neitun mannsins þurfti því að leita frekari sönnun á því. Talinn muna meira en hann viðurkenndi Við mat á trúverðugleika mannsins taldi dómurinn að margt benti til þess að hann muni meira en hann viðurkenndi fyrir dómi. Hins vegar taldi dómurinn það ekki sönnunargildi fyrir sekt mannsins. Dómurinn hafði þó til hliðsjónar framburð mannsins sem lögreglan fór fyrst til við leit að apóteksræningjanum. Maðurinn kom fyrir dóminn við aðalmeðferð málsins og baðst undan að gefa vitnaskýrslu.Gaf ekki leyfi fyrir upptöku Dómurinn benti á að ekki hefði verið hægt að nota skýrslu mannsins hjá lögreglu sem sönnun því maðurinn gaf ekki leyfi til að láta taka skýrsluna upp eða ræða við lögreglu eftir það. Skýrsluritari og tveir lögreglumenn staðfestu hins vegar samskipti við manninn í tengslum við leit að apóteksræningjanum. Kvaðst skýrsluritarinn hafa tekið skýrsluna af manninum og að maðurinn hefði tjá skýrsluritaranum að apóteksræninginn hefði farið út af heimilinu snemma morguns, illa fyrirkallaður og með hníf úr eldhúsinu. Hnífurinn fannst svo í nágrenninu. Þá sagði maðurinn við lögreglu að hann hefði séð mynd af apóteksræningjanum í fjölmiðlum.Hafið yfir skynsamlegan vafa Dómurinn taldi út frá þessu, ásamt framburði vitna og lögreglumanna ásamt öðrum gögnum málsins, það hafið yfir skynsamlegan vafa að sá sem sakaður var um ránið hefði verið sá sem var að verki í Apótekaranum á Bíldshöfða í mars síðastliðnum.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan náði apóteksræningjanum Maðurinn framdi vopnað rán í Apótekaranum á Bíldshöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 10 síðastliðinn fimmtudagsmorgun. 18. mars 2017 13:58 Vopnað rán framið í Apótekaranum við Bíldshöfða Vopnað rán varð á tíunda tímanum í verslun Apótekarans við Bíldshöfða. 16. mars 2017 10:55 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Fleiri fréttir Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Sjá meira
Lögreglan náði apóteksræningjanum Maðurinn framdi vopnað rán í Apótekaranum á Bíldshöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 10 síðastliðinn fimmtudagsmorgun. 18. mars 2017 13:58
Vopnað rán framið í Apótekaranum við Bíldshöfða Vopnað rán varð á tíunda tímanum í verslun Apótekarans við Bíldshöfða. 16. mars 2017 10:55