Forlagið skal enn lúta skilyrðum Samkeppniseftirlitsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. desember 2017 12:27 Egill Örn Jóhannsson (t.v.) er framkvæmdastjóri Forlagsins en Páll Gunnar Pálsson (t.h.) er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Samkeppniseftirlitið birtir í dag ákvörðun sína sem snýr að beiðni bókaútgáfunnar Forlagsins ehf. um endurupptöku ákvörðunar eftirlitsins er varðar samruna JPV útgáfu ehf. og Vegamóta ehf. árið 2008. Laut beiðni Forlagsins nú að því að skilyrði vegna samrunans verði felld úr gildi eða dregið úr þeim en niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er að Forlagið sé enn í markaðsráðandi stöðu á bókamarkaði. Því sé nauðsynlegt að skilyrðin gildi áfram að því er fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Sjá einnig:Forlagið sagt í stöðu til að beita hefndaraðgerðum Í tilkynningunni segir að Forlagið hafi mótmælt skilgreiningu markaðarins í málinu og mati á hlutdeild félagsins á markaðnum. Þá taldi fyrirtækið einnig að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna samruna JPV og Vegamóta árið 2008 hefði byggt á röngum forsendum, aðstæður hefðu breyst auk þess sem skilyrðin væru íþyngjandi fyrir rekstur félagsins. Sjá einnig:Segir Samkeppniseftirlitið leggja Forlagið í einelti „Athugun Samkeppniseftirlitsins á bókamarkaðnum núna sýnir að staða Forlagsins hefur ekki breyst í meginatriðum á liðnum árum. Forlagið er enn stærsta bókaútgáfan á Íslandi með 45-50% hlutdeild í almennri bókaútgáfu og er með u.þ.b. fjórfalt meiri hlutdeild en sá útgefandi sem næst kemur að stærð sem er Bjartur-Veröld. Þá er Forlagið með mikla breidd í útgáfu samanborið við flesta aðra bókaútgefendur. Er það því niðurstaðan í ákvörðun eftirlitsins að Forlagið sé ennþá í markaðsráðandi stöðu á bókamarkaði. Samkeppniseftirlitið telur því mikilvægt að skilyrðin, sem Forlagið óskar nú eftir að verði felld niður, og snúast aðallega um að Forlagið beiti ekki styrk sínum gagnvart keppinautum og skaði þannig samkeppni, gildi áfram. Skiptir líka máli að meirihluti keppinauta sem tók þátt í könnun eftirlitsins telja að skilyrðin hafi stuðlað að aukinni samkeppni og að ekki séu forsendur til að fella þau úr gildi að hluta til eða öllu leyti. Þá telur eftirlitið að Forlagið hafi ekki rökstutt hvernig skilyrðin setji félaginu í raun skorður og hvaða áhrif það hafi fyrir það og aðra ef þau yrðu felld niður,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins þar sem skilyrðin sem Forlagið skal áfram lúta eru einnig rakin. Þau felast meðal annars í eftirfarandi: • Forlagið má aðeins semja um útgáfurétt á einum bókartitli hverju sinni við hvern rithöfund. • Forlaginu er óheimilt að veita endurseljendum bóka afslátt frá heildsöluverði bóka sinna nema Forlagið geti með óyggjandi hætti sýnt fram á kostnaðarlegt hagræði af viðskiptum við viðkomandi endurseljanda sem sé í samræmi við afsláttinn. • Forlaginu er óheimilt að mismuna endurseljendum bóka í hvers kyns kynningarstarfi, auglýsingaherferðum, eða með efni sem snýr að uppstillingu og auglýsingu bóka í verslunum endurseljenda nema slík mismunun byggist á almennum viðskiptalegum sjónarmiðum. • Forlaginu er óheimilt að gera hvers kyns einkakaupasamninga við endurseljendur bóka. • Forlaginu er óheimilt að hafa nokkur afskipti af söluverði endurseljenda þeirra bóka sem félagið gefur út eða birta með nokkru móti söluverð endurseljenda. Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Innlent Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Innlent Danir ausa milljörðum í varnarmál Erlent Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Sjá meira
Samkeppniseftirlitið birtir í dag ákvörðun sína sem snýr að beiðni bókaútgáfunnar Forlagsins ehf. um endurupptöku ákvörðunar eftirlitsins er varðar samruna JPV útgáfu ehf. og Vegamóta ehf. árið 2008. Laut beiðni Forlagsins nú að því að skilyrði vegna samrunans verði felld úr gildi eða dregið úr þeim en niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er að Forlagið sé enn í markaðsráðandi stöðu á bókamarkaði. Því sé nauðsynlegt að skilyrðin gildi áfram að því er fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Sjá einnig:Forlagið sagt í stöðu til að beita hefndaraðgerðum Í tilkynningunni segir að Forlagið hafi mótmælt skilgreiningu markaðarins í málinu og mati á hlutdeild félagsins á markaðnum. Þá taldi fyrirtækið einnig að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna samruna JPV og Vegamóta árið 2008 hefði byggt á röngum forsendum, aðstæður hefðu breyst auk þess sem skilyrðin væru íþyngjandi fyrir rekstur félagsins. Sjá einnig:Segir Samkeppniseftirlitið leggja Forlagið í einelti „Athugun Samkeppniseftirlitsins á bókamarkaðnum núna sýnir að staða Forlagsins hefur ekki breyst í meginatriðum á liðnum árum. Forlagið er enn stærsta bókaútgáfan á Íslandi með 45-50% hlutdeild í almennri bókaútgáfu og er með u.þ.b. fjórfalt meiri hlutdeild en sá útgefandi sem næst kemur að stærð sem er Bjartur-Veröld. Þá er Forlagið með mikla breidd í útgáfu samanborið við flesta aðra bókaútgefendur. Er það því niðurstaðan í ákvörðun eftirlitsins að Forlagið sé ennþá í markaðsráðandi stöðu á bókamarkaði. Samkeppniseftirlitið telur því mikilvægt að skilyrðin, sem Forlagið óskar nú eftir að verði felld niður, og snúast aðallega um að Forlagið beiti ekki styrk sínum gagnvart keppinautum og skaði þannig samkeppni, gildi áfram. Skiptir líka máli að meirihluti keppinauta sem tók þátt í könnun eftirlitsins telja að skilyrðin hafi stuðlað að aukinni samkeppni og að ekki séu forsendur til að fella þau úr gildi að hluta til eða öllu leyti. Þá telur eftirlitið að Forlagið hafi ekki rökstutt hvernig skilyrðin setji félaginu í raun skorður og hvaða áhrif það hafi fyrir það og aðra ef þau yrðu felld niður,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins þar sem skilyrðin sem Forlagið skal áfram lúta eru einnig rakin. Þau felast meðal annars í eftirfarandi: • Forlagið má aðeins semja um útgáfurétt á einum bókartitli hverju sinni við hvern rithöfund. • Forlaginu er óheimilt að veita endurseljendum bóka afslátt frá heildsöluverði bóka sinna nema Forlagið geti með óyggjandi hætti sýnt fram á kostnaðarlegt hagræði af viðskiptum við viðkomandi endurseljanda sem sé í samræmi við afsláttinn. • Forlaginu er óheimilt að mismuna endurseljendum bóka í hvers kyns kynningarstarfi, auglýsingaherferðum, eða með efni sem snýr að uppstillingu og auglýsingu bóka í verslunum endurseljenda nema slík mismunun byggist á almennum viðskiptalegum sjónarmiðum. • Forlaginu er óheimilt að gera hvers kyns einkakaupasamninga við endurseljendur bóka. • Forlaginu er óheimilt að hafa nokkur afskipti af söluverði endurseljenda þeirra bóka sem félagið gefur út eða birta með nokkru móti söluverð endurseljenda.
Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Innlent Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Innlent Danir ausa milljörðum í varnarmál Erlent Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Sjá meira