Innlent

Stysti dagur ársins í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eftir daginn í dag fer svo daginn að lengja.
Eftir daginn í dag fer svo daginn að lengja. vísir/ernir
Vetrarsólstöður eru í dag hér á norðurhveli jarðar en samkvæmt frétt á Stjörnufræðivefnum verða þær klukkan nákvæmlega 16:28 í dag.

Þá verður sólin syðst og lægst á lofti, dagurinn stystur og nóttin lengst fyrir íbúa norðurhvelsins. Á suðurhveli jarðar er þessu hins vegar öfugt farið þar sem íbúar þar halda í dag upp á sumarsólstöður.

Að því er fram kemur á Stjörnufræðivefnum rís sólin klukkan 11:22 í dag í Reykjavík og sest klukkan 15:29. Höfuðborgarbúar njóta því fullrar birtu í rétt rúma fjóra klukkutíma.

Akureyringar njóta hins vegar sólarinnar um klukkutíma skemur þar sem Akureyri er nær heimskautsbaug. Þar rís sólin ekki fyrr en 11:38 og sest svo klukkan 14:42. Eftir vetrarsólstöður tekur svo daginn að lengja.

Nánar má lesa um vetrarsólstöður á Stjörnufræðivefnum og einnig um sólarganginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×