Forsetinn vinnur sinn fyrsta stóra sigur á Bandaríkjaþingi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. desember 2017 07:15 Repúblikanar í öldungadeildinni glöddust yfir sigri sínum. Nordicphotos/AFP Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í fyrrinótt umfangsmiklar breytingar á skattalöggjöf landsins. Um er að ræða mestu breytingar í þrjá áratugi, að því er BBC greinir frá. Á meðal helstu breytinga er lækkun skatta á fyrirtæki úr 35 prósentum í 21 prósent og tímabundin lækkun tekjuskatts. Þá er erfðafjárskattur lækkaður sem og skattur á eignir utan Bandaríkjanna. Deildar meiningar eru um ágæti breytinganna en 51 Repúblikani greiddi atkvæði með þeim og allir Demókratarnir 48 á móti. Einn þingmaður sat hjá. Leiðin í gegnum fulltrúadeildina var greiðari þar sem 227 greiddu atkvæði með, 203 á móti. Demókratar hafa haldið því fram að breytingarnar séu til þess fallnar að auka hag hinna ríkustu á kostnað ríkissjóðs. Halli ríkissjóðs muni aukast verulega. Chuck Schumer, þingflokksformaður Demókrata í öldungadeildinni, varaði Repúblikana við því að þeir myndu gjalda fyrir breytingarnar í þingkosningum næsta árs. „Þetta er svo rotið að í framtíðinni munu Repúblikanar forðast að minnast á að hafa greitt atkvæði með þessum breytingum,“ sagði Schumer. Repúblikanar eru ósammála mati andstæðinga sinna. Hafa þeir sagt að breytingarnar muni auka hagvöxt og bæta hag landsmanna allra. „Í dag fögnum við því að við séum að færa öllum landsmönnum peningana sína til baka. Þetta eru nú einu sinni þeirra peningar,“ sagði Paul Ryan, forseti öldungadeildarinnar, þegar frumvarpið var samþykkt. Samkvæmt greiningu BBC mun nýja skattalöggjöfin koma sér einna best fyrir fjölþjóðleg stórfyrirtæki. Vellauðugir einstaklingar munu líka hagnast mikið á breytingunum. Ýmsar aðrar breytingar, ótengdar sköttum, læddust inn í frumvarpið og hafa þær verið umdeildar. Til að mynda var heimilað að bora eftir olíu á áður friðlýstum svæðum í Alaska. Frumvarpið er þó ekki fullsamþykkt þar sem upp komst á síðustu stundu að þrjár vinnulagsreglur hefðu verið brotnar. Var orðalagi frumvarpsins því breytt lítillega. Af þeirri ástæðu mun fulltrúadeild þingsins þurfa að kjósa um frumvarpið á ný. Ekki þykir líklegt að fulltrúadeildin breyti afstöðu sinni. „Endurtekin atkvæðagreiðsla fulltrúadeildarinnar er til marks um hroðvirknisleg vinnubrögð Repúblikana,“ sagði Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeildinni, í gær. John Kennedy, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, sagði hins vegar að um væri að ræða mannleg mistök. „Þetta eru ekki beint endalok vestræns samfélags,“ sagði hann, kíminn. Donald Trump forseti varðist gagnrýni á frumvarpið á Twitter í gær. „Skattalækkanirnar eru svo miklar og mikilvægar. Samt vinna falsfréttamenn yfirvinnu til þess að fylgja fordæmi sigraðra vina sinna, Demókrata, og reyna að gera lítið úr lækkununum. Niðurstöðurnar munu tala sínu máli og það fljótlega. Störf, störf, störf,“ tísti Trump. Um er að ræða fyrsta stóra sigur Bandaríkjaforseta á sviði löggjafar. Áður hafði honum til að mynda mistekist að afnema löggjöf Baracks Obama, fyrirrennara síns, um sjúkratryggingar. Þótti það mikill ósigur í ljósi þess að Repúblikanar hafa meirihluta í báðum deildum þingsins. Líkt og með Obamacare voru atkvæði nú greidd eftir flokkslínum. En rétt eins og eitt þing getur samþykkt ný lög getur annað fellt þau úr gildi. Því má búast við, að því er CNN telur, að afnám skattalöggjafarinnar sameini Demókrata á sama hátt og afnám Obamacare hefur sameinað Repúblikana. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira
Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í fyrrinótt umfangsmiklar breytingar á skattalöggjöf landsins. Um er að ræða mestu breytingar í þrjá áratugi, að því er BBC greinir frá. Á meðal helstu breytinga er lækkun skatta á fyrirtæki úr 35 prósentum í 21 prósent og tímabundin lækkun tekjuskatts. Þá er erfðafjárskattur lækkaður sem og skattur á eignir utan Bandaríkjanna. Deildar meiningar eru um ágæti breytinganna en 51 Repúblikani greiddi atkvæði með þeim og allir Demókratarnir 48 á móti. Einn þingmaður sat hjá. Leiðin í gegnum fulltrúadeildina var greiðari þar sem 227 greiddu atkvæði með, 203 á móti. Demókratar hafa haldið því fram að breytingarnar séu til þess fallnar að auka hag hinna ríkustu á kostnað ríkissjóðs. Halli ríkissjóðs muni aukast verulega. Chuck Schumer, þingflokksformaður Demókrata í öldungadeildinni, varaði Repúblikana við því að þeir myndu gjalda fyrir breytingarnar í þingkosningum næsta árs. „Þetta er svo rotið að í framtíðinni munu Repúblikanar forðast að minnast á að hafa greitt atkvæði með þessum breytingum,“ sagði Schumer. Repúblikanar eru ósammála mati andstæðinga sinna. Hafa þeir sagt að breytingarnar muni auka hagvöxt og bæta hag landsmanna allra. „Í dag fögnum við því að við séum að færa öllum landsmönnum peningana sína til baka. Þetta eru nú einu sinni þeirra peningar,“ sagði Paul Ryan, forseti öldungadeildarinnar, þegar frumvarpið var samþykkt. Samkvæmt greiningu BBC mun nýja skattalöggjöfin koma sér einna best fyrir fjölþjóðleg stórfyrirtæki. Vellauðugir einstaklingar munu líka hagnast mikið á breytingunum. Ýmsar aðrar breytingar, ótengdar sköttum, læddust inn í frumvarpið og hafa þær verið umdeildar. Til að mynda var heimilað að bora eftir olíu á áður friðlýstum svæðum í Alaska. Frumvarpið er þó ekki fullsamþykkt þar sem upp komst á síðustu stundu að þrjár vinnulagsreglur hefðu verið brotnar. Var orðalagi frumvarpsins því breytt lítillega. Af þeirri ástæðu mun fulltrúadeild þingsins þurfa að kjósa um frumvarpið á ný. Ekki þykir líklegt að fulltrúadeildin breyti afstöðu sinni. „Endurtekin atkvæðagreiðsla fulltrúadeildarinnar er til marks um hroðvirknisleg vinnubrögð Repúblikana,“ sagði Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeildinni, í gær. John Kennedy, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, sagði hins vegar að um væri að ræða mannleg mistök. „Þetta eru ekki beint endalok vestræns samfélags,“ sagði hann, kíminn. Donald Trump forseti varðist gagnrýni á frumvarpið á Twitter í gær. „Skattalækkanirnar eru svo miklar og mikilvægar. Samt vinna falsfréttamenn yfirvinnu til þess að fylgja fordæmi sigraðra vina sinna, Demókrata, og reyna að gera lítið úr lækkununum. Niðurstöðurnar munu tala sínu máli og það fljótlega. Störf, störf, störf,“ tísti Trump. Um er að ræða fyrsta stóra sigur Bandaríkjaforseta á sviði löggjafar. Áður hafði honum til að mynda mistekist að afnema löggjöf Baracks Obama, fyrirrennara síns, um sjúkratryggingar. Þótti það mikill ósigur í ljósi þess að Repúblikanar hafa meirihluta í báðum deildum þingsins. Líkt og með Obamacare voru atkvæði nú greidd eftir flokkslínum. En rétt eins og eitt þing getur samþykkt ný lög getur annað fellt þau úr gildi. Því má búast við, að því er CNN telur, að afnám skattalöggjafarinnar sameini Demókrata á sama hátt og afnám Obamacare hefur sameinað Repúblikana.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira