Reykjanesbær vinni kerfisbundið að því að uppræta kynferðislega áreitni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. desember 2017 08:00 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Hvers kyns þöggun eða afneitun gagnvart þessu málefni verður ekki liðin og bera stjórnendur, bæjaryfirvöld og aðrir þeir sem kunna að verða varir við framkomu af þessu tagi, sameiginlega ábyrgð á að uppræta hana,“ segir í yfirlýsingu allra bæjarstjórnarmanna í Reykjanesbæ um aðgerðir gegn einelti, kynbundinni og kynferðislegri áreitni. „Í ljósi þeirrar mikilvægu umræðu sem átt hefur sér stað í samfélaginu undanfarin misseri þar sem fjöldi kvenna hefur stigið fram og lýst reynslu sinni undir myllumerkinu #metoo vilja bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ árétta og renna styrkari stoðum undir þá afdráttarlausu stefnu að kynbundin og kynferðisleg áreitni eða ofbeldi af nokkru tagi er ekki liðin á vinnustöðum sveitarfélagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Vitnað er til starfsmannastefnu Reykjanesbæjar þar sem fram kemur að leggi starfsmaður annan samstarfsmann í einelti eða sýni honum kynferðislega áreitni, teljist hann brjóta grundvallarreglur samskipta á vinnustað. Það geti leitt til áminningar og brottreksturs. „Ábyrgð Reykjanesbæjar sem vinnuveitanda nálægt eitt þúsund einstaklinga er afar rík. Leggja bæjaryfirvöld því ríka áherslu á að stjórnendur í sveitarfélaginu fái þjálfun og aðstoð við að greina og koma með kerfisbundnum hætti í veg fyrir kynferðislega og kynbundna áreitni í sínu nærumhverfi,“ segir bæjarstjórnin. – Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
„Hvers kyns þöggun eða afneitun gagnvart þessu málefni verður ekki liðin og bera stjórnendur, bæjaryfirvöld og aðrir þeir sem kunna að verða varir við framkomu af þessu tagi, sameiginlega ábyrgð á að uppræta hana,“ segir í yfirlýsingu allra bæjarstjórnarmanna í Reykjanesbæ um aðgerðir gegn einelti, kynbundinni og kynferðislegri áreitni. „Í ljósi þeirrar mikilvægu umræðu sem átt hefur sér stað í samfélaginu undanfarin misseri þar sem fjöldi kvenna hefur stigið fram og lýst reynslu sinni undir myllumerkinu #metoo vilja bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ árétta og renna styrkari stoðum undir þá afdráttarlausu stefnu að kynbundin og kynferðisleg áreitni eða ofbeldi af nokkru tagi er ekki liðin á vinnustöðum sveitarfélagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Vitnað er til starfsmannastefnu Reykjanesbæjar þar sem fram kemur að leggi starfsmaður annan samstarfsmann í einelti eða sýni honum kynferðislega áreitni, teljist hann brjóta grundvallarreglur samskipta á vinnustað. Það geti leitt til áminningar og brottreksturs. „Ábyrgð Reykjanesbæjar sem vinnuveitanda nálægt eitt þúsund einstaklinga er afar rík. Leggja bæjaryfirvöld því ríka áherslu á að stjórnendur í sveitarfélaginu fái þjálfun og aðstoð við að greina og koma með kerfisbundnum hætti í veg fyrir kynferðislega og kynbundna áreitni í sínu nærumhverfi,“ segir bæjarstjórnin. –
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira