Segja horfur góðar þrátt fyrir verkfall Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. desember 2017 06:30 Á höfuðborgarsvæðinu eru mörg hótel uppbókuð um áramót og horfur fyrir jólin eru góðar. Verkfall flugvirkja virðist ætla að hafa lítil áhrif. Fréttablaðið/Anton brink Hótelbókanir fyrir jól og áramót eru í takti við fyrri ár, þrátt fyrir verkfall flugvirkja hjá Icelandair í byrjun vikunnar. Þetta segja forsvarsmenn Icelandair hótela og Íslandshótela. Áramótin eru vinsælli tími en jólin. „Áramótin eru eins og fyrri ár, þau eru bara bókuð. Það er ánægjulegt að jólin hafa verið að koma til undanfarin ár. Þau eru ekki jafn eftirsótt og áramótin en eru að koma til,“ segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hótela. Í ályktun sem stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar sendi frá sér á föstudaginn sagði að ferðaheildsalar hefðu áhyggjur af verkfalli flugvirkja, sem þá var yfirvofandi og þegar hefðu borist afbókanir. Magnea segir Icelandair hótel ekki hafa fengið mikið af afbókunum, en einhverjar þó. „Það hjálpaði til að verkfallið var ekki lengra. Einhverjir voru tvístígandi en þó voru hópar sem létu vaða og afbókuðu,“ segir Magnea. Það hafi fyrst og fremst verið fólk sem ætlaði að vera hér í aðdraganda jólanna. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir stöðuna mjög góða fyrir jól og áramót. „Hótelin í Reykjavík og á Suðurlandi og alveg austur að Jökulsárlóni eru með mjög góða bókunarstöðu,“ segir hann og bætir við að hótelin í Reykjavík séu nánast uppbókuð. Hins vegar sé minna á Austfjörðum, Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðurlandi. „Sum hótel eru bara alveg lokuð þar um jólin.“ Davíð Torfi segir verkfallið hafa haft áhrif, en það hafi mest verið í formi fyrirspurna. „Það var komið töluvert af afbókunum en svo hefur fyllst upp í það aftur.“ Breska blaðið Telegraph fjallar um uppvöxt ferðaþjónustunnar í grein sem birtist á vef blaðsins á mánudaginn. Þar segir að búist sé við því að 2,3 milljónir ferðamanna komi til landsins á þessu ári. Árið 2016 hafi komið hingað 5,4 ferðamenn á hvern íbúa. Nú nálgist það 7 ferðamenn á hvern íbúa. Efasemdir hafi komið upp um að fjölgun ferðamanna hér sé sjálfbær. Telegraph segir að landið veki athygli fólks sem hefur séð fallega náttúruna í sjónvarpsþáttum og Hollywood-bíómyndum eins og Game of Thrones, Star Wars og Interstellar. Það kann svo að hafa áhrif að í nýlegri grein í Hollywood Reporter var landið nefnt sem mögulegur áfangastaður í brúðkaupsferð Harrys Bretaprins og Meghan Markle, unnustu hans. Þau hafa ákveðið að ganga í hjónaband 19. maí næstkomandi. John Spence, forstjóri ferðaskrifstofunnar Scott Dunn, segir í samtali við Hollywood Reporter að Deplar í Fljótum gætu vakið athygli þeirra. Þar séu 13 svefnherbergi sem hægt er að taka frá og þar sé góð þjónusta. „Ég held þau hefðu mjög gaman af því að fara á kajak, í hvalaskoðun, í fluguveiði, gönguferðir, á hestbak og jafnvel á brimbretti,“ sagði hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Hótelbókanir fyrir jól og áramót eru í takti við fyrri ár, þrátt fyrir verkfall flugvirkja hjá Icelandair í byrjun vikunnar. Þetta segja forsvarsmenn Icelandair hótela og Íslandshótela. Áramótin eru vinsælli tími en jólin. „Áramótin eru eins og fyrri ár, þau eru bara bókuð. Það er ánægjulegt að jólin hafa verið að koma til undanfarin ár. Þau eru ekki jafn eftirsótt og áramótin en eru að koma til,“ segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hótela. Í ályktun sem stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar sendi frá sér á föstudaginn sagði að ferðaheildsalar hefðu áhyggjur af verkfalli flugvirkja, sem þá var yfirvofandi og þegar hefðu borist afbókanir. Magnea segir Icelandair hótel ekki hafa fengið mikið af afbókunum, en einhverjar þó. „Það hjálpaði til að verkfallið var ekki lengra. Einhverjir voru tvístígandi en þó voru hópar sem létu vaða og afbókuðu,“ segir Magnea. Það hafi fyrst og fremst verið fólk sem ætlaði að vera hér í aðdraganda jólanna. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir stöðuna mjög góða fyrir jól og áramót. „Hótelin í Reykjavík og á Suðurlandi og alveg austur að Jökulsárlóni eru með mjög góða bókunarstöðu,“ segir hann og bætir við að hótelin í Reykjavík séu nánast uppbókuð. Hins vegar sé minna á Austfjörðum, Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðurlandi. „Sum hótel eru bara alveg lokuð þar um jólin.“ Davíð Torfi segir verkfallið hafa haft áhrif, en það hafi mest verið í formi fyrirspurna. „Það var komið töluvert af afbókunum en svo hefur fyllst upp í það aftur.“ Breska blaðið Telegraph fjallar um uppvöxt ferðaþjónustunnar í grein sem birtist á vef blaðsins á mánudaginn. Þar segir að búist sé við því að 2,3 milljónir ferðamanna komi til landsins á þessu ári. Árið 2016 hafi komið hingað 5,4 ferðamenn á hvern íbúa. Nú nálgist það 7 ferðamenn á hvern íbúa. Efasemdir hafi komið upp um að fjölgun ferðamanna hér sé sjálfbær. Telegraph segir að landið veki athygli fólks sem hefur séð fallega náttúruna í sjónvarpsþáttum og Hollywood-bíómyndum eins og Game of Thrones, Star Wars og Interstellar. Það kann svo að hafa áhrif að í nýlegri grein í Hollywood Reporter var landið nefnt sem mögulegur áfangastaður í brúðkaupsferð Harrys Bretaprins og Meghan Markle, unnustu hans. Þau hafa ákveðið að ganga í hjónaband 19. maí næstkomandi. John Spence, forstjóri ferðaskrifstofunnar Scott Dunn, segir í samtali við Hollywood Reporter að Deplar í Fljótum gætu vakið athygli þeirra. Þar séu 13 svefnherbergi sem hægt er að taka frá og þar sé góð þjónusta. „Ég held þau hefðu mjög gaman af því að fara á kajak, í hvalaskoðun, í fluguveiði, gönguferðir, á hestbak og jafnvel á brimbretti,“ sagði hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira