Sævar Ciesielski fær nýjan verjanda Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. desember 2017 08:00 Við upphaf málfutnings í Hæstarétti 14. janúar 1980. Mynd/Bragi Guðmundsson Afkomendur Sævars Ciesielski hafa skipt um verjanda vegna endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála og hefur Oddgeir Einarsson nú tekið við málinu af Unnari Steini Bjarndal sem skipaður var af Hæstarétti í haust. „Að Unnari Steini ólöstuðum óskaði ég ekki eftir honum sem verjanda fyrir mína hönd en hann var engu að síður skipaður af Hæstarétti að ósk systkina minna. Í síðustu viku varð sátt um að Oddgeir tæki málið að sér fyrir hönd okkar allra,“ segir Júlía Marínósdóttir, dóttir Sævars, og bætir við: „Það er fagnaðarefni að sátt hafi náðst um verjanda og málið er í góðum farvegi í höndum Oddgeirs.“ Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari, bindur vonir við að gögnum málsins verði komið til Hæstaréttar fyrir jól, en gögnin eru upp undir 20 þúsund síður. „Svo fæ ég væntanlega frest fram í janúar til að skila greinargerð og þá kemur í ljós hvaða kröfur ég geri í málinu.“ Enn liggur þó ekki fyrir hvorir gera kröfur á undan; settur saksóknari eða verjendur dómfelldu. „Það er mín skoðun að saksóknari eigi að gera kröfur fyrst,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar. Hann segir þá skyldu hvíla á saksóknara að krefjast sýknu í áfrýjuðu máli telji hann menn hafa verið ranglega sakfellda í héraði.Hafþór Sævarsson, sonur Sævars.Verði eingöngu gerðar sýknukröfur í málinu er ekki um ágreining að ræða og því allt eins mögulegt að málið verði dómtekið án málflutnings. Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. „Pabbi barðist fyrir því alla tíð að vera hreinsaður af þessum málum. Hann fékk aldrei að lifa þann dag. Í dag berjumst við fyrir heildaruppgjöri en ekki sýndarréttarhöldum og sýknu með einu pennastriki án alvöru réttarhalda,“ segir Hafþór. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Afkomendur Sævars Ciesielski hafa skipt um verjanda vegna endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála og hefur Oddgeir Einarsson nú tekið við málinu af Unnari Steini Bjarndal sem skipaður var af Hæstarétti í haust. „Að Unnari Steini ólöstuðum óskaði ég ekki eftir honum sem verjanda fyrir mína hönd en hann var engu að síður skipaður af Hæstarétti að ósk systkina minna. Í síðustu viku varð sátt um að Oddgeir tæki málið að sér fyrir hönd okkar allra,“ segir Júlía Marínósdóttir, dóttir Sævars, og bætir við: „Það er fagnaðarefni að sátt hafi náðst um verjanda og málið er í góðum farvegi í höndum Oddgeirs.“ Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari, bindur vonir við að gögnum málsins verði komið til Hæstaréttar fyrir jól, en gögnin eru upp undir 20 þúsund síður. „Svo fæ ég væntanlega frest fram í janúar til að skila greinargerð og þá kemur í ljós hvaða kröfur ég geri í málinu.“ Enn liggur þó ekki fyrir hvorir gera kröfur á undan; settur saksóknari eða verjendur dómfelldu. „Það er mín skoðun að saksóknari eigi að gera kröfur fyrst,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar. Hann segir þá skyldu hvíla á saksóknara að krefjast sýknu í áfrýjuðu máli telji hann menn hafa verið ranglega sakfellda í héraði.Hafþór Sævarsson, sonur Sævars.Verði eingöngu gerðar sýknukröfur í málinu er ekki um ágreining að ræða og því allt eins mögulegt að málið verði dómtekið án málflutnings. Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. „Pabbi barðist fyrir því alla tíð að vera hreinsaður af þessum málum. Hann fékk aldrei að lifa þann dag. Í dag berjumst við fyrir heildaruppgjöri en ekki sýndarréttarhöldum og sýknu með einu pennastriki án alvöru réttarhalda,“ segir Hafþór.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira