Neyslustýring á neftóbaki ber árangur Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. desember 2017 08:00 Árlega neyta Íslendingar hátt í 40 tonna af neftóbaki, mestmegnis í vör. Neyslan hefur þó dregist saman í ár frá því í fyrra. Fréttablaðið/GVA Sala á íslensku neftóbaki dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu ellefu mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Tóbaksgjald var hækkað um 77 prósent í ársbyrjun 2017 og virðist nú allt stefna í að sala ÁTVR á neftóbaki dragist saman milli ára í fyrsta skipti frá 2013. Það ár var tóbaksgjaldið síðast hækkað hraustlega en síðan hefur neyslan aukist verulega ár frá ári. Sérfræðingur í tóbaksvörnum segir þó að ekki sé bara hægt að stóla á hækkanir, aðrir þættir þurfi að spila inn í. Nýjar tölur frá ÁTVR sýna að seld voru rúmlega 34 tonn af neftóbaki á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2017, eða 4,7 prósentum minna en á sama tímabili í fyrra þegar seld höfðu verið 35,8 tonn. Svo fór að 39,9 tonn af neftóbaki voru seld það ár en ef fram heldur sem horfir má áætla að salan í ár endi í 37 tonnum. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir tveggja prósenta hækkun á tóbaksgjaldi sem leiða mun til hækkunar heildsöluverðs um 1,7 prósent að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR. Íslenska ríkið tekur nú til sín um 76 prósent af hverri seldri dós í formi virðisaukaskatts og tóbaksgjalds auk heildsöluálags ÁTVR, sem nemur 18 prósentum. ÁTVR selur neftóbakið í heildsölu til verslana í sölueiningum sem eru 20 stykki af 50 gramma dósum. Slík eining kostaði 1. janúar 2014 í heildsölu 29.243 krónur en kostar nú 47.052 krónur. Smásöluaðilar kaupa því hverja 50 gramma dós á 2.352 krónur frá ÁTVR og er algengt verð á dós út úr búð nú rúmar þrjú þúsund krónur. Til samanburðar kostaði dósin að jafnaði um 700 krónur í verslunum árið 2010 og hefur verðið sem neytendur greiða fyrir dósina því hækkað um 328 prósent síðan. Með fyrirhuguðum tóbaksgjaldshækkunum eftir áramót mun dósin út úr búð vafalaust enn á ný hækka eitthvað, neytendum til armæðu. Þegar tölur yfir sölu ÁTVR á neftóbaki og breytingar á tóbaksgjöldum frá árinu 2010 eru skoðaðar kemur í ljós að þegar komið hefur til verulegrar hækkunar tóbaksgjalda á neftóbak verður samdráttur í sölu næstu tólf mánuði.Í ársbyrjun 2012 hækkaði tóbaksgjaldið um 75 prósent og dróst sala ÁTVR saman um 4,6 prósent það ár. Ári síðar var gjaldið hækkað aftur um 100 prósent með þeim áhrifum að annað árið í röð dróst salan saman, um rúm 4 prósent. Frá ársbyrjun 2013 til loka árs 2016 kom ekki til neinna verulegra hækkana á tóbaksgjaldi enda jókst sala ÁTVR á neftóbaki á tímabilinu úr 27,6 tonnum á ári í 39,9 tonn. Í ársbyrjun 2017 hækkaði tóbaksgjald á neftóbak enn á ný, sem fyrr segir og stefnir allt í að það skili sér í rúmlega 7 prósenta samdrætti í sölu. Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Landlækni, segir að reynslan sýni að hækkun skatta á tóbak sé einfaldasta og árangursríkasta leiðin til að draga úr heilsutjóni af völdum tóbaksneyslu og hafi einna mest áhrif á ungt fólk. Samdráttur í sölu í kjölfar hækkana sýni þá virkni. Íslendingar séu aðilar að rammasamningi um tóbaksvarnir (FCTC) þar sem kveðið er á um þörfina á virkri verðstýringu til að draga úr tóbaksneyslu en einnig að virkt samtal þurfi að vera á milli velferðarráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins þar sem verðstefnan er yfirfarin og reglulega. Fleiri þættir en skattahækkanir þurfi þó að spila saman til að lausnin verði ekki tímabundin. „Fræðin setja verðstýringu í fyrsta sæti og svo koma viðvaranir, merkingar, takmarkanir á aðgengi, fræðsla og forvarnir og aðstoðin við að hætta að nota tóbak. Þetta þarf allt að spila saman. Verðið er einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin, en við getum ekki bara stólað á hækkun á tóbaki.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Sala á íslensku neftóbaki dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu ellefu mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Tóbaksgjald var hækkað um 77 prósent í ársbyrjun 2017 og virðist nú allt stefna í að sala ÁTVR á neftóbaki dragist saman milli ára í fyrsta skipti frá 2013. Það ár var tóbaksgjaldið síðast hækkað hraustlega en síðan hefur neyslan aukist verulega ár frá ári. Sérfræðingur í tóbaksvörnum segir þó að ekki sé bara hægt að stóla á hækkanir, aðrir þættir þurfi að spila inn í. Nýjar tölur frá ÁTVR sýna að seld voru rúmlega 34 tonn af neftóbaki á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2017, eða 4,7 prósentum minna en á sama tímabili í fyrra þegar seld höfðu verið 35,8 tonn. Svo fór að 39,9 tonn af neftóbaki voru seld það ár en ef fram heldur sem horfir má áætla að salan í ár endi í 37 tonnum. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir tveggja prósenta hækkun á tóbaksgjaldi sem leiða mun til hækkunar heildsöluverðs um 1,7 prósent að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR. Íslenska ríkið tekur nú til sín um 76 prósent af hverri seldri dós í formi virðisaukaskatts og tóbaksgjalds auk heildsöluálags ÁTVR, sem nemur 18 prósentum. ÁTVR selur neftóbakið í heildsölu til verslana í sölueiningum sem eru 20 stykki af 50 gramma dósum. Slík eining kostaði 1. janúar 2014 í heildsölu 29.243 krónur en kostar nú 47.052 krónur. Smásöluaðilar kaupa því hverja 50 gramma dós á 2.352 krónur frá ÁTVR og er algengt verð á dós út úr búð nú rúmar þrjú þúsund krónur. Til samanburðar kostaði dósin að jafnaði um 700 krónur í verslunum árið 2010 og hefur verðið sem neytendur greiða fyrir dósina því hækkað um 328 prósent síðan. Með fyrirhuguðum tóbaksgjaldshækkunum eftir áramót mun dósin út úr búð vafalaust enn á ný hækka eitthvað, neytendum til armæðu. Þegar tölur yfir sölu ÁTVR á neftóbaki og breytingar á tóbaksgjöldum frá árinu 2010 eru skoðaðar kemur í ljós að þegar komið hefur til verulegrar hækkunar tóbaksgjalda á neftóbak verður samdráttur í sölu næstu tólf mánuði.Í ársbyrjun 2012 hækkaði tóbaksgjaldið um 75 prósent og dróst sala ÁTVR saman um 4,6 prósent það ár. Ári síðar var gjaldið hækkað aftur um 100 prósent með þeim áhrifum að annað árið í röð dróst salan saman, um rúm 4 prósent. Frá ársbyrjun 2013 til loka árs 2016 kom ekki til neinna verulegra hækkana á tóbaksgjaldi enda jókst sala ÁTVR á neftóbaki á tímabilinu úr 27,6 tonnum á ári í 39,9 tonn. Í ársbyrjun 2017 hækkaði tóbaksgjald á neftóbak enn á ný, sem fyrr segir og stefnir allt í að það skili sér í rúmlega 7 prósenta samdrætti í sölu. Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Landlækni, segir að reynslan sýni að hækkun skatta á tóbak sé einfaldasta og árangursríkasta leiðin til að draga úr heilsutjóni af völdum tóbaksneyslu og hafi einna mest áhrif á ungt fólk. Samdráttur í sölu í kjölfar hækkana sýni þá virkni. Íslendingar séu aðilar að rammasamningi um tóbaksvarnir (FCTC) þar sem kveðið er á um þörfina á virkri verðstýringu til að draga úr tóbaksneyslu en einnig að virkt samtal þurfi að vera á milli velferðarráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins þar sem verðstefnan er yfirfarin og reglulega. Fleiri þættir en skattahækkanir þurfi þó að spila saman til að lausnin verði ekki tímabundin. „Fræðin setja verðstýringu í fyrsta sæti og svo koma viðvaranir, merkingar, takmarkanir á aðgengi, fræðsla og forvarnir og aðstoðin við að hætta að nota tóbak. Þetta þarf allt að spila saman. Verðið er einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin, en við getum ekki bara stólað á hækkun á tóbaki.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira