Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Móðir tveggja ára langveikrar stúlku gagnrýnir að hún fái ekki desemberuppbót líkt og aðrir hópar sem þiggja fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Hún kvíðir útgjöldum sem hátíðarnar hafa í för með sér og segir slæmt að bæta því ofan á áhyggjur af veikindum barnsins. Rætt verður við móðurina í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar förum við líka yfir Landsréttarmálið, en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ákvað í dag að kanna stjórnsýslu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, við skipan dómara í Landsrétt í vor.

Við hittum líka óvenjulega gæfan örn sem lifir á kræsingum í Húsdýragarðinum þessa dagana.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×