Góð tilbreyting að mæta Manchester United Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2017 06:00 Hörður hefur nýtt tækifærið vel með Bristol. vísir/getty Eftir viðburðaríkt en erfitt ár horfir til betri vegar hjá landsliðsmanninum Herði Björgvini Magnússyni hjá enska B-deildarliðinu Bristol City. Hörður Björgvin er byrjaður að spila á ný með liðinu, því gengur vel og mætir Manchester United í 8-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar á heimavelli í kvöld. „Það er skemmtileg og góð tilbreyting að fá að spila við stórt lið eins og Manchester United í bikarkeppni. Það er alltaf gaman að mæta stóru liðunum og vonandi tekst okkur að stríða þeim eitthvað,“ segir Hörður Björgvin í samtali við íþróttadeild en hann hefur ekki fengið tækifæri áður til að spila gegn einu af risaliðunum í enska boltanum.Fyrstu mínúturnar í októberÍ sumar stefndi reyndar í að Hörður Björgvin væri á leið frá Englandi til Rússlands, þar sem Rostov vildi fá hann að láni. Samkomulagið var nánast í höfn en pappírsvinnan hófst ekki áður en lokað var fyrir félagaskipti í lok ágúst. Hörður Björgvin hafði þá verið úti í kuldanum hjá stjóranum Lee Johnson nánast allt árið 2017. Hann spilaði aðeins þrjá leiki í byrjunarliði Bristol eftir áramót á síðasta tímabili og tvo sem varamaður. Ekki tók betra við þegar nýtt tímabil hófst í sumar og Hörður Björgvin spilaði sínar fyrstu mínútur í deildinni þann 21. október. Tíu dögum síðar fékk Hörður loksins tækifæri í byrjunarliðinu á nýjan leik, í 2-0 sigri á Fulham. Síðan þá hefur hann misst af aðeins tveimur deildarleikjum en spilaði allan leikinn gegn Nottingham Forest um helgina. Enn fremur hefur Bristol City ekki tapað leik þar sem Hörður Björgvin hefur byrjað.Rússíbanareið„Þetta hefur verið rússíbani. Ég hef verið þolinmóður í öllu þessu ferli og vissi að tækifærið myndi koma á endanum. Þetta getur svo verið fljótt að breytast aftur en vonandi heldur þetta áfram á þessari braut. Það eina sem ég get gert er að vera á tánum og nýta þau tækifæri sem ég fæ,“ sagði hann. Hann neitar því ekki að það sé skrýtið að hugsa til þess hversu nálægt því hann var að fara í ágúst. „Kannski átti þetta bara að gerast svona. Ég hef aldrei verið fúll eða pirraður út í mína stöðu, heldur reynt að leggja hart að mér og standa mig vel. Ég mun berjast fyrir mínu eins lengi og ég þarf og sem betur fer hefur það gengið ágætlega.“Eigum erindi uppBristol er sem stendur í þriðja sæti ensku B-deildarinnar og hefur aðeins tapað þremur leikjum allt tímabilið. „Liðið er yngra en á síðasta tímabili og hungraðra í að gera betur. Ég vona að þetta haldi áfram og við gerum atlögu að því að fara upp,“ segir Hörður sem telur að Bristol City eigi fullt erindi í ensku úrvalsdeildina. „Öll umgjörð hjá félaginu er eins og hjá úrvalsdeildarfélagi og hér vilja menn auðvitað komast upp sem allra fyrst. Hér er höfuðáherslan lögð á að byggja upp ungt lið og hugsa til framtíðar.“ Leikurinn gegn Manchester United hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Eftir viðburðaríkt en erfitt ár horfir til betri vegar hjá landsliðsmanninum Herði Björgvini Magnússyni hjá enska B-deildarliðinu Bristol City. Hörður Björgvin er byrjaður að spila á ný með liðinu, því gengur vel og mætir Manchester United í 8-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar á heimavelli í kvöld. „Það er skemmtileg og góð tilbreyting að fá að spila við stórt lið eins og Manchester United í bikarkeppni. Það er alltaf gaman að mæta stóru liðunum og vonandi tekst okkur að stríða þeim eitthvað,“ segir Hörður Björgvin í samtali við íþróttadeild en hann hefur ekki fengið tækifæri áður til að spila gegn einu af risaliðunum í enska boltanum.Fyrstu mínúturnar í októberÍ sumar stefndi reyndar í að Hörður Björgvin væri á leið frá Englandi til Rússlands, þar sem Rostov vildi fá hann að láni. Samkomulagið var nánast í höfn en pappírsvinnan hófst ekki áður en lokað var fyrir félagaskipti í lok ágúst. Hörður Björgvin hafði þá verið úti í kuldanum hjá stjóranum Lee Johnson nánast allt árið 2017. Hann spilaði aðeins þrjá leiki í byrjunarliði Bristol eftir áramót á síðasta tímabili og tvo sem varamaður. Ekki tók betra við þegar nýtt tímabil hófst í sumar og Hörður Björgvin spilaði sínar fyrstu mínútur í deildinni þann 21. október. Tíu dögum síðar fékk Hörður loksins tækifæri í byrjunarliðinu á nýjan leik, í 2-0 sigri á Fulham. Síðan þá hefur hann misst af aðeins tveimur deildarleikjum en spilaði allan leikinn gegn Nottingham Forest um helgina. Enn fremur hefur Bristol City ekki tapað leik þar sem Hörður Björgvin hefur byrjað.Rússíbanareið„Þetta hefur verið rússíbani. Ég hef verið þolinmóður í öllu þessu ferli og vissi að tækifærið myndi koma á endanum. Þetta getur svo verið fljótt að breytast aftur en vonandi heldur þetta áfram á þessari braut. Það eina sem ég get gert er að vera á tánum og nýta þau tækifæri sem ég fæ,“ sagði hann. Hann neitar því ekki að það sé skrýtið að hugsa til þess hversu nálægt því hann var að fara í ágúst. „Kannski átti þetta bara að gerast svona. Ég hef aldrei verið fúll eða pirraður út í mína stöðu, heldur reynt að leggja hart að mér og standa mig vel. Ég mun berjast fyrir mínu eins lengi og ég þarf og sem betur fer hefur það gengið ágætlega.“Eigum erindi uppBristol er sem stendur í þriðja sæti ensku B-deildarinnar og hefur aðeins tapað þremur leikjum allt tímabilið. „Liðið er yngra en á síðasta tímabili og hungraðra í að gera betur. Ég vona að þetta haldi áfram og við gerum atlögu að því að fara upp,“ segir Hörður sem telur að Bristol City eigi fullt erindi í ensku úrvalsdeildina. „Öll umgjörð hjá félaginu er eins og hjá úrvalsdeildarfélagi og hér vilja menn auðvitað komast upp sem allra fyrst. Hér er höfuðáherslan lögð á að byggja upp ungt lið og hugsa til framtíðar.“ Leikurinn gegn Manchester United hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira