Meðlimakortin flækja skilaréttinn í Costco Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. desember 2017 06:00 Fyrirkomulag varðandi skil á vörum er ólíkt því sem gerist og gengur í öðrum stórverslunum þar sem skilamiðar eru jafnan settir á gjafir. vísir/anton Þeir sem kaupa jólagjafir í Costco geta ekki fengið skiptimiða á gjafirnar, eins og tíðkast í flestum öðrum stórmörkuðum á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá versluninni verða þeir sem fá jólagjafir sem keyptar eru í Costco að vera með upplýsingar um kennitölu þess sem keypti gjafirnar og helst vera með meðlimanúmer hans hjá versluninni og kassakvittunina. Gjöfum er skilað gegn endurgreiðslu og ef gjöfin hefur verið greidd með kreditkorti er greitt aftur inn á kortið. Í slíkum tilfellum getur þiggjandinn ekki skilað gjöfinni. Þetta fyrirkomulag er ólíkt því sem gerist og gengur í öðrum stórverslunum þar sem skilamiðar eru jafnan settir á gjafirnar.Brynhildur Pétursdóttir.vísir/stefánSamkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu er ekki lögbundinn skilaréttur á ógallaðri vöru sem keypt er í verslun. „Verslanir og seljendur setja sér sínar viðmiðunarreglur,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, sérfræðingur á neytendaréttarsviði Neytendastofu. Öðru máli gegnir ef vara er keypt á netinu. Samkvæmt lögum um neytendasamninga er gert ráð fyrir að í slíkum tilvikum hafi neytandi 14 daga skilafrest frá því að hann fær vöruna afhenta. „Upphaflega eru þessar reglur settar til að styrkja netverslun og þegar þú pantar vöruna á netinu er ekki hægt að halda á vörunni og ekki hægt að sjá hana. Þá eru meiri líkur á að varan sé ekki í samræmi við það sem þú ætlaðir þér að kaupa,“ segir Matthildur. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir samtökin fá reglulega erindi til sín er varða skilarétt á jólagjöfum. Bæði frá verslunum sem vantar upplýsingar um það hvaða lög og reglur gilda, en líka frá neytendum sem finnst skilafresturinn of stuttur. „Svo framarlega sem seljendur byrja ekki útsölur fyrsta virka dag eftir jól og gefa ágætis frest til að skila vörum þá er þetta í góðu lagi. En útsölur sem byrja strax eftir jól flækja málið. Þá er stundum deilt um það hvaða rétt neytandi hefur á að fá upphaflegt verð vörunnar eða hvort hann þurfi að sætta sig við að fá útsöluverðið,“ segir Brynhildur. Neytendasamtökin gáfu út reglur um síðustu aldamót í samvinnu við Samtök verslunar og þjónustu og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Brynhildur segir inntak þeirra reglna hafa haldið sér. „Við segjum að neytandi eigi rétt á að fá fullt verð vörunnar á inneignarnótuna þó að útsala sé byrjuð,“ segir Brynhildur. Seljandi getur á móti sett það skilyrði að neytandinn nýti ekki inneignarnótuna á útsölunni heldur einungis eftir hana. Costco Neytendur Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þeir sem kaupa jólagjafir í Costco geta ekki fengið skiptimiða á gjafirnar, eins og tíðkast í flestum öðrum stórmörkuðum á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá versluninni verða þeir sem fá jólagjafir sem keyptar eru í Costco að vera með upplýsingar um kennitölu þess sem keypti gjafirnar og helst vera með meðlimanúmer hans hjá versluninni og kassakvittunina. Gjöfum er skilað gegn endurgreiðslu og ef gjöfin hefur verið greidd með kreditkorti er greitt aftur inn á kortið. Í slíkum tilfellum getur þiggjandinn ekki skilað gjöfinni. Þetta fyrirkomulag er ólíkt því sem gerist og gengur í öðrum stórverslunum þar sem skilamiðar eru jafnan settir á gjafirnar.Brynhildur Pétursdóttir.vísir/stefánSamkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu er ekki lögbundinn skilaréttur á ógallaðri vöru sem keypt er í verslun. „Verslanir og seljendur setja sér sínar viðmiðunarreglur,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, sérfræðingur á neytendaréttarsviði Neytendastofu. Öðru máli gegnir ef vara er keypt á netinu. Samkvæmt lögum um neytendasamninga er gert ráð fyrir að í slíkum tilvikum hafi neytandi 14 daga skilafrest frá því að hann fær vöruna afhenta. „Upphaflega eru þessar reglur settar til að styrkja netverslun og þegar þú pantar vöruna á netinu er ekki hægt að halda á vörunni og ekki hægt að sjá hana. Þá eru meiri líkur á að varan sé ekki í samræmi við það sem þú ætlaðir þér að kaupa,“ segir Matthildur. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir samtökin fá reglulega erindi til sín er varða skilarétt á jólagjöfum. Bæði frá verslunum sem vantar upplýsingar um það hvaða lög og reglur gilda, en líka frá neytendum sem finnst skilafresturinn of stuttur. „Svo framarlega sem seljendur byrja ekki útsölur fyrsta virka dag eftir jól og gefa ágætis frest til að skila vörum þá er þetta í góðu lagi. En útsölur sem byrja strax eftir jól flækja málið. Þá er stundum deilt um það hvaða rétt neytandi hefur á að fá upphaflegt verð vörunnar eða hvort hann þurfi að sætta sig við að fá útsöluverðið,“ segir Brynhildur. Neytendasamtökin gáfu út reglur um síðustu aldamót í samvinnu við Samtök verslunar og þjónustu og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Brynhildur segir inntak þeirra reglna hafa haldið sér. „Við segjum að neytandi eigi rétt á að fá fullt verð vörunnar á inneignarnótuna þó að útsala sé byrjuð,“ segir Brynhildur. Seljandi getur á móti sett það skilyrði að neytandinn nýti ekki inneignarnótuna á útsölunni heldur einungis eftir hana.
Costco Neytendur Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira