Öryggisgæslan á Manhattan stóraukin Nína Hjördís Þorkelsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 31. desember 2017 13:33 Öryggisgæsla á Manhattan í New York hefur verið stórlega aukin vegna gamlárskvölds og hafa verið settir upp stórir steyputálmar nálægt Times Square til að koma í veg fyrir að hægt sé að fremja hryðjuverk með því að keyra á gangandi vegfarendur. Embættismenn í New York segjast reikna með að ein milljón manna muni koma saman á Times Square og fylgjast með þegar kristalkúlan sígur niður stöng á toppi byggingarinnar One Times Square á miðnætti, venju samkvæmt. Öryggisgæsla við hefur verið stórlega efld og hefur eitt þúsund öryggismyndavélum verið komið fyrir í og við Times Square. Þá verður metfjöldi lögreglumanna á vakt á staðnum. Steyputálmar sem settir hafa verið upp við torgið eiga að koma í veg fyrir að hægt sé að fremja hryðjuverk með því að keyra á gangandi vegfarendur. Íbúar New York borgar og ferðamenn á svæðinu virtust þó ekki kippa sér mikið upp við ráðstafanirnar. „Þetta er nauðsynlegt þótt slæmt sé. Ég vil frekar ganga umhverfis tálma en að bíll keyri inn í hóp gangandi fólks,“ sagði einn vegfarenda sem staddur var á Times Square. Maki Haberfeld, prófessor í lögreglufræðum við John Jay College í New York, benti á að lögreglan væri ekki eina löggæslustofnunin sem yrði sjáanleg við Times-torg í kvöld. „Við sjáum ekki aðeins lögregluna í New York heldur einnig aðrar löggæslustofnanir, lögreglu New York ríkis, þjóðvarðliðið og löggæslumenn samgöngumála í borginni verða sýnilegri.“Nístingskuldi í kortunumKuldakast hefur ríkt víða á austurströnd Bandaríkjanna yfir hátíðarnar og spáð er fimbulkulda, eða um tíu stiga frosti, í New York borg í kvöld. Samkvæmt breska dagblaðinu The Guardian hafa borgaryfirvöld ráðlagt fólki sem hyggst vera við Times-torg í kvöld að gæta þess að hylja óvarða líkamshluta og nota húfu, trefil og hanska. Þá vöruðu yfirvöld sérstaklega við áfengisdrykkju enda getur neysla áfengis stuðlað að auknu varmatapi. Slökkviliðsmenn verða í viðbragsstöðu í kvöld og veita læknisaðstoð ef þess þarf en einnig verður veðurfræðingur á vettvangi og mun hann fylgjast grannt með veðrinu. Hátíðahöldin á Times Square fara fram á afgirtu svæði utandyra en þeir sem vilja tryggja sér gott pláss á svæðinu þurfa að mæta talsvert löngu fyrir miðnætti, eða í kringum kvöldmatarleyti. Er því ljóst að þátttakendur í hátíðahöldunum munu þurfa að hírast í kuldanum í nokkrar klukkustundir. Tengdar fréttir Nýárinu fagnað um heim allan Söngatriði á Times Square og stríðsátök í Pakistan. 1. janúar 2015 11:56 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Öryggisgæsla á Manhattan í New York hefur verið stórlega aukin vegna gamlárskvölds og hafa verið settir upp stórir steyputálmar nálægt Times Square til að koma í veg fyrir að hægt sé að fremja hryðjuverk með því að keyra á gangandi vegfarendur. Embættismenn í New York segjast reikna með að ein milljón manna muni koma saman á Times Square og fylgjast með þegar kristalkúlan sígur niður stöng á toppi byggingarinnar One Times Square á miðnætti, venju samkvæmt. Öryggisgæsla við hefur verið stórlega efld og hefur eitt þúsund öryggismyndavélum verið komið fyrir í og við Times Square. Þá verður metfjöldi lögreglumanna á vakt á staðnum. Steyputálmar sem settir hafa verið upp við torgið eiga að koma í veg fyrir að hægt sé að fremja hryðjuverk með því að keyra á gangandi vegfarendur. Íbúar New York borgar og ferðamenn á svæðinu virtust þó ekki kippa sér mikið upp við ráðstafanirnar. „Þetta er nauðsynlegt þótt slæmt sé. Ég vil frekar ganga umhverfis tálma en að bíll keyri inn í hóp gangandi fólks,“ sagði einn vegfarenda sem staddur var á Times Square. Maki Haberfeld, prófessor í lögreglufræðum við John Jay College í New York, benti á að lögreglan væri ekki eina löggæslustofnunin sem yrði sjáanleg við Times-torg í kvöld. „Við sjáum ekki aðeins lögregluna í New York heldur einnig aðrar löggæslustofnanir, lögreglu New York ríkis, þjóðvarðliðið og löggæslumenn samgöngumála í borginni verða sýnilegri.“Nístingskuldi í kortunumKuldakast hefur ríkt víða á austurströnd Bandaríkjanna yfir hátíðarnar og spáð er fimbulkulda, eða um tíu stiga frosti, í New York borg í kvöld. Samkvæmt breska dagblaðinu The Guardian hafa borgaryfirvöld ráðlagt fólki sem hyggst vera við Times-torg í kvöld að gæta þess að hylja óvarða líkamshluta og nota húfu, trefil og hanska. Þá vöruðu yfirvöld sérstaklega við áfengisdrykkju enda getur neysla áfengis stuðlað að auknu varmatapi. Slökkviliðsmenn verða í viðbragsstöðu í kvöld og veita læknisaðstoð ef þess þarf en einnig verður veðurfræðingur á vettvangi og mun hann fylgjast grannt með veðrinu. Hátíðahöldin á Times Square fara fram á afgirtu svæði utandyra en þeir sem vilja tryggja sér gott pláss á svæðinu þurfa að mæta talsvert löngu fyrir miðnætti, eða í kringum kvöldmatarleyti. Er því ljóst að þátttakendur í hátíðahöldunum munu þurfa að hírast í kuldanum í nokkrar klukkustundir.
Tengdar fréttir Nýárinu fagnað um heim allan Söngatriði á Times Square og stríðsátök í Pakistan. 1. janúar 2015 11:56 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Nýárinu fagnað um heim allan Söngatriði á Times Square og stríðsátök í Pakistan. 1. janúar 2015 11:56