Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Þórdís Valsdóttir skrifar 30. desember 2017 21:00 Á myndunum má sjá hversu illa farinn jakki mannsins og sæti bílsins eru eftir brunann. Vísir/aðsend Íslenskur maður sem notar rafrettu var á ferð í bíl sínum, með rafrettuna í vasanum þegar tækið sprakk. Eldur logaði í vasa mannsins og brenndi sig í gegnum jakkavasa hans og skemmdi leðursæti bílsins. Rafhlaða rafrettunnar hafði nýlega verið keypt í söluturninum Póló á Bústaðavegi og starfsmaður verslunarinnar segir að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkt gerist með vöru selda hjá þeim. Kristvin Guðmundsson, maður tengdur þeim sem lenti í atvikinu, furðar sig á því regluleysi sem ríkir í kringum notkun rafretta og sölu á þeim. „Þetta er vara sem er á gráu svæði og ekkert eftirlit með þessu. Það virðist hver sem er geta gengið þarna inn og keypt sér vökva eða tæki, börn og aðrir. Það er mikið áhyggjuefni að ungt fólk og aðrir sem reykja rafsígarettur séu með þetta í hleðslu við hliðina á rúmum sínum ef það er þekkt að svona lagað springi eða það kvikni í því,“ segir Kristvin. Eigandi rafrettunnar stökk út úr bílnum þegar hann varð var við sprenginguna til þess að reyna að slökkva eldinn sem hafði fest sig í jakka hans. Jakkinn er ónýtur og sætið í bílnum er einnig sviðið og skemmt. „Þetta eru tímasprengjur. Hvað ef þetta hefði sprungið í andlitið á unglingi? Eða bara einhverjum einstaklingi? Þessi batterí sem eru í þessu eru stórhættuleg. Fólk er með þetta við rúmið sitt eða jafnvel uppi í rúmi rétt eins með símana sína,“ segir Kristvin. Kristvin segir að þetta sé sorglegt. „Það þarf alltaf eitthvað slys til þess að fólk vakni og geri sér grein fyrir hættunni. Svona lagað gerist líka á Íslandi.“ Starfsmaður Póló sem Vísir náði tali af segir að maðurinn muni fá þetta að fullu bætt og að verslunin muni hafa samband við sitt tryggingafélag eftir helgi. Aðspurður hvort það sé eðlilegt að slíkt tæki springi svaraði starfsmaðurinn því að öll raftæki geti sprungið. „Ég nenni ekki að svara þessu í síma, þú getur bara farið á netið og googlað það. Það geta öll raftæki sprungið. Ég er ekki búinn að sjá rettuna þannig að það er erfitt að tjá mig um þetta eins og er.“ Rafrettur Tengdar fréttir Aldrei að byrja að veipa Þegar Reyksíminn hóf starfsemi sína árið 2000 var meginþungi lagður á aðstoð við þá sem hætta vildu tóbaksreykingum. Í dag hefur bæst við þörf á aðstoð við þá sem hætta vilja rafreykingum. 30. desember 2017 09:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Íslenskur maður sem notar rafrettu var á ferð í bíl sínum, með rafrettuna í vasanum þegar tækið sprakk. Eldur logaði í vasa mannsins og brenndi sig í gegnum jakkavasa hans og skemmdi leðursæti bílsins. Rafhlaða rafrettunnar hafði nýlega verið keypt í söluturninum Póló á Bústaðavegi og starfsmaður verslunarinnar segir að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkt gerist með vöru selda hjá þeim. Kristvin Guðmundsson, maður tengdur þeim sem lenti í atvikinu, furðar sig á því regluleysi sem ríkir í kringum notkun rafretta og sölu á þeim. „Þetta er vara sem er á gráu svæði og ekkert eftirlit með þessu. Það virðist hver sem er geta gengið þarna inn og keypt sér vökva eða tæki, börn og aðrir. Það er mikið áhyggjuefni að ungt fólk og aðrir sem reykja rafsígarettur séu með þetta í hleðslu við hliðina á rúmum sínum ef það er þekkt að svona lagað springi eða það kvikni í því,“ segir Kristvin. Eigandi rafrettunnar stökk út úr bílnum þegar hann varð var við sprenginguna til þess að reyna að slökkva eldinn sem hafði fest sig í jakka hans. Jakkinn er ónýtur og sætið í bílnum er einnig sviðið og skemmt. „Þetta eru tímasprengjur. Hvað ef þetta hefði sprungið í andlitið á unglingi? Eða bara einhverjum einstaklingi? Þessi batterí sem eru í þessu eru stórhættuleg. Fólk er með þetta við rúmið sitt eða jafnvel uppi í rúmi rétt eins með símana sína,“ segir Kristvin. Kristvin segir að þetta sé sorglegt. „Það þarf alltaf eitthvað slys til þess að fólk vakni og geri sér grein fyrir hættunni. Svona lagað gerist líka á Íslandi.“ Starfsmaður Póló sem Vísir náði tali af segir að maðurinn muni fá þetta að fullu bætt og að verslunin muni hafa samband við sitt tryggingafélag eftir helgi. Aðspurður hvort það sé eðlilegt að slíkt tæki springi svaraði starfsmaðurinn því að öll raftæki geti sprungið. „Ég nenni ekki að svara þessu í síma, þú getur bara farið á netið og googlað það. Það geta öll raftæki sprungið. Ég er ekki búinn að sjá rettuna þannig að það er erfitt að tjá mig um þetta eins og er.“
Rafrettur Tengdar fréttir Aldrei að byrja að veipa Þegar Reyksíminn hóf starfsemi sína árið 2000 var meginþungi lagður á aðstoð við þá sem hætta vildu tóbaksreykingum. Í dag hefur bæst við þörf á aðstoð við þá sem hætta vilja rafreykingum. 30. desember 2017 09:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Aldrei að byrja að veipa Þegar Reyksíminn hóf starfsemi sína árið 2000 var meginþungi lagður á aðstoð við þá sem hætta vildu tóbaksreykingum. Í dag hefur bæst við þörf á aðstoð við þá sem hætta vilja rafreykingum. 30. desember 2017 09:00