Enski boltinn

Giggs: United hefur enn áhuga á Griezmann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Antoine Griezmann.
Antoine Griezmann. vísir/getty
Framhaldssögunni um hvort Antoine Griezmann fari til Man. Utd eður ei er langt frá því að vera lokið.

Er Man. Utd tryggði sér sæti í Meistaradeildinni héldu margir að það væri formsatriði að Frakkinn kæmi á Old Trafford.

Griezmann bað svo um að fara frá félaginu. Skömmu síðar komu fréttir af því að Man. Utd væri ekkert svo spennt fyrir því að kaupa hann. Þá skrifaði Griezmann á Twitter að hann elskaði Atletico. Allt mjög sérstakt.

„Ég held við séum ekki búin að heyra það síðasta af þessu máli. Það mun mikið ganga á í sumar. United þarf mörk,“ sagði United-goðsögnin, Ryan Giggs.

„United skoraði lítið í vetur og þarf að kaupa 20 marka mann.“


Tengdar fréttir

Griezmann vill fara frá Atletico

Samkvæmt heimildum spænskra fjölmiðla þá steig Antoine Griezmann stórt skref í átt að Man. Utd í dag er hann tjáði Atletico Madrid að hann vildi yfirgefa félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×