Smári segir málflutning Bjartar fyrirlitlegan Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2017 10:56 Björt er tekin til bæna á Facebooksíðu sinni, en fólk furðar sig á afstöðu hennar í dómsstólamálinu. „Skammastu þín,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata við Björt Ólafsdóttur umhverfisráðherra á Facebook. Og talar fyrir hönd margra þeirra sem gagnrýnt hafa hvernig Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra og ríkisstjórnin hafa staðið að skipan ráðherra í nýtt millidómsstig. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sagði, þá er hann gerði grein fyrir atkvæði sínu, að þetta væru pólitískar skipanir. Og slíkar skipanir kosti, þar sé verið að fórna trausti fyrir pólitíska hagsmuni. Fyrir stjórnarsamstarf og það hafi margir á þingi gert og þeir viti það.Femínistar og „svokallað faglegt mat“ Hvort Björt Ólafsdóttir er sér meðvituð um það eða ekki þá vill hún ekki leggja málið upp með þeim hætti á Facebooksíðu sinni. Þar sem hún vænir þá sem gagnrýna málsmeðferðina um að vera andsnúnir jafnréttindum. „Það er ótrúlegt að hlusta á femínistanna alla í stjórnarandstöðunni gagnrýna að 7 konur og 8 karlar eru skipaðir í Landsrétt af Dómsmálaráðherra í stað 10 karla og 5 kvenna sem að svokallað faglegt mat hæfisnefndar lagði til. Það er gamla Ísland. Ég fagna því að dómsmálaráðherra leggur til eitthvað meira í anda 2017, og furða mig á því að aðrir geri það ekki. Rétt kynjahlutföll í Landsrétti er gríðarlega mikilvægt mál til þess að vinna réttinum traust. Þarf að minna á endalaus tilvik td í kynferðisbrotamálum þar sem það hefur verið mál manna við lestur sýknudóma að lítill skilningur karldómara til reynslu kvenna þar hafi verið vandamál og haft áhrif á dóma til miska fyrir konur? Hér er stigið stórt skref í þá átt að konur og karlar verði sett jafnfrétthá í íslensku réttarkerfi.“ Svo mörg eru þau orð og víst er að ekki falla þau í kramið á öllum bæjum. Athugasemdirnar streyma inn á Facebooksíðu Bjartar.Gráta atkvæði sitt til BFÞessar glósur Bjartar hafa snúið mörgum andhæris; þeim þykir mörgum þetta yfirgengilega ósvífinn málflutningur og láta margir þá skoðun í ljós á Facebooksíðu Bjartar. Sumir telja að hún hljóti að vera að grínast, aðrir að hún sé að stimpla sig út og enn aðrir gráta það að hafa kosið Bjarta framtíð. „Maðurinn minn kaus Bjarta Framtíð. Ég hins vegar hætti við það á síðustu stundu. Guði sé lof og almenna þakkargjörð, þarf ekki að engjast eins og betri helmingurinn af eftirsjá á atkvæði mínu.“ Illugi Jökulsson rithöfundur veltir því fyrir sér hvort Björt trúi því að lesendur síðu hennar séu fábjánar? Og þannig má lengi áfram telja. Facebookvinir Bjartar vanda henni ekki kveðjurnar.Sigríður Andersen ekki staðið fyrir jafn/kven-eitteðaneittSigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður er ein þeirra sem vill benda Björt á að hún vaði villu og svíma. Hún leggur orð í belg á síðu Bjartar og segir meðal annars: „Ef lægst metnu karlarnir skv hæfinefnd hefðu verið teknir út og konur settar í staðinn þá myndi þessi skýring hljóma sennilega. En þegar einum hæfasta dómaranum okkar er kippt út úr 7. sæti þá lítur frekar illa út að hann hafi einu sinni um stund verið varaþingmaður vinsta megin. Lítur þetta því allt saman út eins og eftiráskýring. Fyrir nú utan það að Sigríður Andersen hefur hingað til ekki staðið fyrir jafnlaunavottun eða jafn/kven-eitteðaneitt.“ Með öðrum orðum, fólk er almennt á því að það sé afar ósvífið að verja þetta sem margir vilja meina að sé ekkert annað en gamaldags pólitísk misbeiting við að troða rétta fólkinu í réttu stöðurnar með því að vísa til kynjakvóta.Óásættanlegur málflutningurSmári McCarthy þingmaður skefur ekki af því en honum þykir sýnt að Björt hafi ekki tekið þátt í umræðunni á þingi. „Að gera þetta sem kynjajafnréttismál, þegar þetta er augljóslega um faglegt mat og tryggja traust til dómstóla, er fyrirlitlegt. Það er algjörlega óásættanlegt að mála andstæðinga þessa verklags upp sem andstæðinga kynjajafnréttis. Skammastu þín,“ segir Smári. Og hann bætir við: „Það eru allir hlynntir jöfnum kynjahlutföllum. Ef það hefðu verið öll rökin og einu breytingarnar, þá allt í lagi. En það er fleira gert, og það vakti tortryggni, sem var svo ekki slegið á með rökstuðningi. Það er algjörlega óásættanlegt að reyna að mála okkur sem viljum betri málsmeðferð upp sem andstæðinga kynjajafnréttis.“Meira fúsk Og enn ein sem sárnar málflutningur Bjartar er Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi. Hún telur Björt hafa staðið sig vel sem umhverfisráðherra. En... „En því miður reynir hún að rökstyðja gróf, gamaldags, pólitísk afskipti af dómsvaldinu með kynjasjónarmiðum sem ekki eiga við. Þó körlum hafi fækkað voru teknir karlar neðarlega úr hæfnismati fram yfir mun hæfari konur, bara til þess eins að tryggja réttar pólitískar skoðanir Landsréttar. Nú hafa ráðherrar Íslands sem bæði hafa framkvæmdar- og löggjafarvald einnig tryggt sér "rétta" dómsvaldið. Ég vil framtíð þar sem við aðskiljum þrískiptingu valdsins. Mín framtíð (og fortíð) er því ekki Björt,“ skrifar Björk og bætir við myllumerki og „MeiraFúsk“ Tengdar fréttir Ætlar að leggja fram vantraust á Sigríði fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. 31. maí 2017 14:51 Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. 31. maí 2017 14:51 Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður hæfust að mati nefndarinnar Þau Davíð Þór Björgvinsson, Sigurður Tómasson og Ragnheiður Harðardóttir voru metin hæfust í embætti dómara við Landsrétt af sérstakri hæfnisnefnd. 30. maí 2017 23:59 Meirihlutinn styður tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt Tillaga Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um skipan dómara við Landsrétt var afgreidd í ágreiningi úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd nú á sjöunda tímanum. 31. maí 2017 18:37 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Skammastu þín,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata við Björt Ólafsdóttur umhverfisráðherra á Facebook. Og talar fyrir hönd margra þeirra sem gagnrýnt hafa hvernig Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra og ríkisstjórnin hafa staðið að skipan ráðherra í nýtt millidómsstig. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sagði, þá er hann gerði grein fyrir atkvæði sínu, að þetta væru pólitískar skipanir. Og slíkar skipanir kosti, þar sé verið að fórna trausti fyrir pólitíska hagsmuni. Fyrir stjórnarsamstarf og það hafi margir á þingi gert og þeir viti það.Femínistar og „svokallað faglegt mat“ Hvort Björt Ólafsdóttir er sér meðvituð um það eða ekki þá vill hún ekki leggja málið upp með þeim hætti á Facebooksíðu sinni. Þar sem hún vænir þá sem gagnrýna málsmeðferðina um að vera andsnúnir jafnréttindum. „Það er ótrúlegt að hlusta á femínistanna alla í stjórnarandstöðunni gagnrýna að 7 konur og 8 karlar eru skipaðir í Landsrétt af Dómsmálaráðherra í stað 10 karla og 5 kvenna sem að svokallað faglegt mat hæfisnefndar lagði til. Það er gamla Ísland. Ég fagna því að dómsmálaráðherra leggur til eitthvað meira í anda 2017, og furða mig á því að aðrir geri það ekki. Rétt kynjahlutföll í Landsrétti er gríðarlega mikilvægt mál til þess að vinna réttinum traust. Þarf að minna á endalaus tilvik td í kynferðisbrotamálum þar sem það hefur verið mál manna við lestur sýknudóma að lítill skilningur karldómara til reynslu kvenna þar hafi verið vandamál og haft áhrif á dóma til miska fyrir konur? Hér er stigið stórt skref í þá átt að konur og karlar verði sett jafnfrétthá í íslensku réttarkerfi.“ Svo mörg eru þau orð og víst er að ekki falla þau í kramið á öllum bæjum. Athugasemdirnar streyma inn á Facebooksíðu Bjartar.Gráta atkvæði sitt til BFÞessar glósur Bjartar hafa snúið mörgum andhæris; þeim þykir mörgum þetta yfirgengilega ósvífinn málflutningur og láta margir þá skoðun í ljós á Facebooksíðu Bjartar. Sumir telja að hún hljóti að vera að grínast, aðrir að hún sé að stimpla sig út og enn aðrir gráta það að hafa kosið Bjarta framtíð. „Maðurinn minn kaus Bjarta Framtíð. Ég hins vegar hætti við það á síðustu stundu. Guði sé lof og almenna þakkargjörð, þarf ekki að engjast eins og betri helmingurinn af eftirsjá á atkvæði mínu.“ Illugi Jökulsson rithöfundur veltir því fyrir sér hvort Björt trúi því að lesendur síðu hennar séu fábjánar? Og þannig má lengi áfram telja. Facebookvinir Bjartar vanda henni ekki kveðjurnar.Sigríður Andersen ekki staðið fyrir jafn/kven-eitteðaneittSigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður er ein þeirra sem vill benda Björt á að hún vaði villu og svíma. Hún leggur orð í belg á síðu Bjartar og segir meðal annars: „Ef lægst metnu karlarnir skv hæfinefnd hefðu verið teknir út og konur settar í staðinn þá myndi þessi skýring hljóma sennilega. En þegar einum hæfasta dómaranum okkar er kippt út úr 7. sæti þá lítur frekar illa út að hann hafi einu sinni um stund verið varaþingmaður vinsta megin. Lítur þetta því allt saman út eins og eftiráskýring. Fyrir nú utan það að Sigríður Andersen hefur hingað til ekki staðið fyrir jafnlaunavottun eða jafn/kven-eitteðaneitt.“ Með öðrum orðum, fólk er almennt á því að það sé afar ósvífið að verja þetta sem margir vilja meina að sé ekkert annað en gamaldags pólitísk misbeiting við að troða rétta fólkinu í réttu stöðurnar með því að vísa til kynjakvóta.Óásættanlegur málflutningurSmári McCarthy þingmaður skefur ekki af því en honum þykir sýnt að Björt hafi ekki tekið þátt í umræðunni á þingi. „Að gera þetta sem kynjajafnréttismál, þegar þetta er augljóslega um faglegt mat og tryggja traust til dómstóla, er fyrirlitlegt. Það er algjörlega óásættanlegt að mála andstæðinga þessa verklags upp sem andstæðinga kynjajafnréttis. Skammastu þín,“ segir Smári. Og hann bætir við: „Það eru allir hlynntir jöfnum kynjahlutföllum. Ef það hefðu verið öll rökin og einu breytingarnar, þá allt í lagi. En það er fleira gert, og það vakti tortryggni, sem var svo ekki slegið á með rökstuðningi. Það er algjörlega óásættanlegt að reyna að mála okkur sem viljum betri málsmeðferð upp sem andstæðinga kynjajafnréttis.“Meira fúsk Og enn ein sem sárnar málflutningur Bjartar er Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi. Hún telur Björt hafa staðið sig vel sem umhverfisráðherra. En... „En því miður reynir hún að rökstyðja gróf, gamaldags, pólitísk afskipti af dómsvaldinu með kynjasjónarmiðum sem ekki eiga við. Þó körlum hafi fækkað voru teknir karlar neðarlega úr hæfnismati fram yfir mun hæfari konur, bara til þess eins að tryggja réttar pólitískar skoðanir Landsréttar. Nú hafa ráðherrar Íslands sem bæði hafa framkvæmdar- og löggjafarvald einnig tryggt sér "rétta" dómsvaldið. Ég vil framtíð þar sem við aðskiljum þrískiptingu valdsins. Mín framtíð (og fortíð) er því ekki Björt,“ skrifar Björk og bætir við myllumerki og „MeiraFúsk“
Tengdar fréttir Ætlar að leggja fram vantraust á Sigríði fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. 31. maí 2017 14:51 Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. 31. maí 2017 14:51 Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður hæfust að mati nefndarinnar Þau Davíð Þór Björgvinsson, Sigurður Tómasson og Ragnheiður Harðardóttir voru metin hæfust í embætti dómara við Landsrétt af sérstakri hæfnisnefnd. 30. maí 2017 23:59 Meirihlutinn styður tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt Tillaga Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um skipan dómara við Landsrétt var afgreidd í ágreiningi úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd nú á sjöunda tímanum. 31. maí 2017 18:37 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ætlar að leggja fram vantraust á Sigríði fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. 31. maí 2017 14:51
Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09
Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. 31. maí 2017 14:51
Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður hæfust að mati nefndarinnar Þau Davíð Þór Björgvinsson, Sigurður Tómasson og Ragnheiður Harðardóttir voru metin hæfust í embætti dómara við Landsrétt af sérstakri hæfnisnefnd. 30. maí 2017 23:59
Meirihlutinn styður tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt Tillaga Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um skipan dómara við Landsrétt var afgreidd í ágreiningi úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd nú á sjöunda tímanum. 31. maí 2017 18:37