Lífið

Jóhannes Haukur verður í góðum félagsskap á setti

Guðný Hrönn skrifar
Jóhannes Haukur verður í ansi góðum félagsskap í sumar.
Jóhannes Haukur verður í ansi góðum félagsskap í sumar.
Það er óhætt að segja að leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson sé búinn að vera að gera það gott í leiklistarheiminum, og hann heldur áfram. Jóhannes var nefnilega að landa hlutverki í kvikmyndinni The Sisters Broth­ers sem kemur út á næsta ári. Hinn franski Jacques Audiard mun leikstýra myndinni og með aðalhlutverk fara þeir Jake Gyllenhaal, Joaquin Phoenix, John C. Reilly og Riz Ahmed. Það er því ljóst að Jóhannes verður í flottum félagsskap þegar tökur hefjast.

Jóhannes mun halda til Spánar á næstu dögum en tökur munu fara fram í Tabernas á Suður-Spáni.

Eins og gengur og gerist í kvikmyndabransanum er Jóhannes bundinn trúnaði um verkefnið og má ekki tjá sig um hlutverkið að svo stöddu. En samkvæmt Árna Birni hjá Creative Artists Iceland, umboðsmanni Jóhannesar á Íslandi, fór Jóhannes í prufu fyrir myndina í London ekki alls fyrir löngu og hún hefur greinilega gengið vel.

Þess má geta að The Sisters Broth­ers er vestri sem byggð er á samnefndri bók eftir Patrick deWitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.