Erlent

36 lík fundin eftir árásina í Manila

Atli Ísleifsson skrifar
ISIS-samtökin virðast þó hafa lýst ábyrgðinni á hendur sér, eins og þau gera raunar oft án þess að innistæða sé fyrir því.
ISIS-samtökin virðast þó hafa lýst ábyrgðinni á hendur sér, eins og þau gera raunar oft án þess að innistæða sé fyrir því. Vísir/afp
Að minnsta kosti 36 lík hafa nú fundist í hóteli og spilavíti í Manila á Filippseyjum en byssumaður hóf þar skothríð í nótt.

Flestir hinna látnu virðast hafa kafnað, en maðurinn kveikti í spilavítinu eftir að hafa skotið á fólkið. Að því loknu bar maðurinn eld að sjálfum sér og brann hann til bana.

Ekki er ljóst hvort einhver samtök standi að baki árásinni en stjórnarherinn í Filippseyjum berst nú við íslamska vígamenn á eyjunni Mindanao.

ISIS-samtökin virðast þó hafa lýst ábyrgðinni á hendur sér, eins og þau gera raunar oft án þess að innistæða sé fyrir því.

Yfirvöld í Manila halda því hins vegar fram að um mislukkaða ránstilraun hafi verið að ræða.


Tengdar fréttir

Skotárás á fjölsótt hótel á Filippseyjum

Hið vinsæla hótel Resorts World Manila í filipps­eysku höfuðborginni Maníla, var girt af í gærkvöldi eftir að lögreglu bárust tilkynningar um skothríð og sprengingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×