Sumarspá Siggu Kling - Vatnsberi: Þú hefur svo rómantíska hugsun 2. júní 2017 09:00 Elsku Vatnsberinn minn, þú ert eitthvað svo hress-andi. Þú hefur bæði skemmtilegan húmor og andlega sál. Þú nýtur þín náttúrlega langbest í að vera stjórnandi, bæði í vinnunni og á heimilinu, án þess að vera með yfirgang. Þú ert samningamaður í eðli þínu og átt mjög ólíka vini. Þú þolir enga leti og sérstaklega ekki hjá sjálfum þér en í sumar skaltu skoða það að leti er sexý, að hvíla sig er mikilvægt og að sofa er eitthvað sem á að vera í uppáhaldi hjá þér. Það er svo mikilvægt að starf þitt tengist sköpun svo þú getir nýtt þínar stórkostlegu hugmyndir þar. Þú hefur þurft að taka meiri ábyrgð á þig en flestir og færð oft þá tilfinningu að þú þurfir að leggja meira á þig en aðrir til þess að eiga ástina skilið. Þú leitar eftir öflugum maka sem gæti þó átt það til að skilja þig alls ekki. En ekki pirra þig á smámunum því þú vilt hafa sterkan mótaðila því annars verðurðu bara leiður. Það fer þér vel að vera pínulítið á tánum, það klæðir þig betur. Þú ert alltaf að fegra heimilið þitt og umhverfið. Þú hefur svo rómantíska hugsun og vilt þar af leiðandi rómantík á móti. Þú skalt hafa það að leiðarljósi að ástin sigrar allt svo gefðu skilyrðislaust og þá breytist andrúmsloftið. Þú vilt nýta hvert augnablik til að hafa lífið margbreytilegra og fram undan í kortunum hjá þér er tími þar sem þú munt njóta lystisemdanna sem þú hefur séð fyrir þér í langan tíma. Venus er sterkt inni í kortunum þínum svo þú þarft að hafa það að leiðarljósi að ást, hvort sem er á vinum, fjölskyldu eða ástarguðum, er það það sem mun koma þér áfram næstu mánuði. Þú ert með stórar hugmyndir og ætlar þér mikið á stuttum tíma, sem getur leitt til vanlíðunar og sjálfsásakana. Gefðu þér tíma næstu mánuði til að njóta því þú ert með háspennu í kringum þig, en í andlegri lífshættu ef þú ásakar þig of mikið. Þú ert búinn að hræðast einhverja stöðu sem þú ert búinn að koma þér í en það er bara ímyndun hugans að þú eigir eftir að dvelja í henni. Svo margir hlutir eru að smella saman, reyndar alveg á síðustu stundu, en hversu spennandi væri lífið ef allt væri eins og í bíómynd? Þú ert ósigrandi en þarft að nota svolitla kænsku eins og stríðsmenn þurfa til að ná árangri. Það eru miklu fleiri í þínu lífi en þú sérð. Ástin er þarna, gefðu henni tíma.Mottó: Þú ert fyrirtæki, svo skapaðu þig.Frægir Vatnsberar: Pacas hans Begga, Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, Halla himintungl, Clark Gable leikari, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi, Yoko Ono, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir þingkona, Hilmir Snær Guðnason leikari, Rikka sjónvarpskona, María Ólafsdóttir Júróvisjónstjarna, Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kastljóss, Gunna Dís útvarpskona, Höddi Magg, Andrea Róberts mannauður, Hilmar Hafsteinsson ofurfasteignasali, Rut Roberts flugfreyja hjá Icelandair, Ragnheidur Guðfinna sálfræðingur. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Elsku Vatnsberinn minn, þú ert eitthvað svo hress-andi. Þú hefur bæði skemmtilegan húmor og andlega sál. Þú nýtur þín náttúrlega langbest í að vera stjórnandi, bæði í vinnunni og á heimilinu, án þess að vera með yfirgang. Þú ert samningamaður í eðli þínu og átt mjög ólíka vini. Þú þolir enga leti og sérstaklega ekki hjá sjálfum þér en í sumar skaltu skoða það að leti er sexý, að hvíla sig er mikilvægt og að sofa er eitthvað sem á að vera í uppáhaldi hjá þér. Það er svo mikilvægt að starf þitt tengist sköpun svo þú getir nýtt þínar stórkostlegu hugmyndir þar. Þú hefur þurft að taka meiri ábyrgð á þig en flestir og færð oft þá tilfinningu að þú þurfir að leggja meira á þig en aðrir til þess að eiga ástina skilið. Þú leitar eftir öflugum maka sem gæti þó átt það til að skilja þig alls ekki. En ekki pirra þig á smámunum því þú vilt hafa sterkan mótaðila því annars verðurðu bara leiður. Það fer þér vel að vera pínulítið á tánum, það klæðir þig betur. Þú ert alltaf að fegra heimilið þitt og umhverfið. Þú hefur svo rómantíska hugsun og vilt þar af leiðandi rómantík á móti. Þú skalt hafa það að leiðarljósi að ástin sigrar allt svo gefðu skilyrðislaust og þá breytist andrúmsloftið. Þú vilt nýta hvert augnablik til að hafa lífið margbreytilegra og fram undan í kortunum hjá þér er tími þar sem þú munt njóta lystisemdanna sem þú hefur séð fyrir þér í langan tíma. Venus er sterkt inni í kortunum þínum svo þú þarft að hafa það að leiðarljósi að ást, hvort sem er á vinum, fjölskyldu eða ástarguðum, er það það sem mun koma þér áfram næstu mánuði. Þú ert með stórar hugmyndir og ætlar þér mikið á stuttum tíma, sem getur leitt til vanlíðunar og sjálfsásakana. Gefðu þér tíma næstu mánuði til að njóta því þú ert með háspennu í kringum þig, en í andlegri lífshættu ef þú ásakar þig of mikið. Þú ert búinn að hræðast einhverja stöðu sem þú ert búinn að koma þér í en það er bara ímyndun hugans að þú eigir eftir að dvelja í henni. Svo margir hlutir eru að smella saman, reyndar alveg á síðustu stundu, en hversu spennandi væri lífið ef allt væri eins og í bíómynd? Þú ert ósigrandi en þarft að nota svolitla kænsku eins og stríðsmenn þurfa til að ná árangri. Það eru miklu fleiri í þínu lífi en þú sérð. Ástin er þarna, gefðu henni tíma.Mottó: Þú ert fyrirtæki, svo skapaðu þig.Frægir Vatnsberar: Pacas hans Begga, Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, Halla himintungl, Clark Gable leikari, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi, Yoko Ono, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir þingkona, Hilmir Snær Guðnason leikari, Rikka sjónvarpskona, María Ólafsdóttir Júróvisjónstjarna, Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kastljóss, Gunna Dís útvarpskona, Höddi Magg, Andrea Róberts mannauður, Hilmar Hafsteinsson ofurfasteignasali, Rut Roberts flugfreyja hjá Icelandair, Ragnheidur Guðfinna sálfræðingur.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira