Konur mega nú heita Aríel en ekki Mia Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 15:49 Litla hafmeyjan, Aríel, í Disney-kvikmyndinni Litla hafmeyjan. Mannanafnanefnd hefur samþykkt nafnið Aríel sem kvenmannsnafn en það hefur verið til í mannanafnaskrá sem karlmannsnafn í mörg ár. Önnur kvenmannsnöfn sem nefndin samþykkti voru Selina, Alisa og Alíana en nafninu Mia var hafnað. Þá samþykkti nefndin jafnframt karlmannsnöfnin Jónsi og Ylfingur en hafnaði nafninu Zion. Einhverjir kannast eflaust við nafnið Aríel úr Disney-teikninmyndinni um litlu hafmeyjuna þar sem aðalsöguhetjan, sjálf hafmeyjan, ber það nafn. Er meðal annars vísað í það í úrskurði mannanafnanefndar varðandi nafnið. „Þess má einnig geta að erlendis hefur nafnmyndin Aríel áunnið sér hefð sem kvenmannsnafn en í ljósi lítillar hefðar orðsins sem mannsnafns hér á landi telur nefndin að líta beri til þess sjónarmiðs, meðal annarra, við mat á nafninu. Í þessu ljósi verður ekki séð að eiginnafnið Aríel sem kvenmannsnafn brjóti í bág við íslenskt málkerfi. Mannanafnanefnd er því á grundvelli laga um mannanöfn ekki heimilt að hafna nafninu sem eiginnafni kvenmanns,“ segir í úrskurðinum. Nafninu Mia var hins vegar hafnað eins og áður segir þar sem það uppfyllti ekki öll skilyrði 5. greinar laga um mannanöfn. Það sem á reyndi var ritháttur nafnsins sem ekki getur talist í samræmi við „almennar ritreglur íslensks máls þar sem a er ekki ritað á eftir einhljóðinu i. Á nafnið er því aðeins heimilt að fallast ef umbeðinn ritháttur þess telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn,“ eins og segir í úrskurði mannanafnanefndar. Þá var karlmannsnafnið Zion ekki heldur talið samræmast almennum ritreglum íslensks máls þar sem „bókstafurinn z er ekki notaður í íslenskri stafsetningu og ekki er ritað i á undan o í ósamsettum orðum í íslenskri réttritun. Á þennan rithátt nafnsins er því aðeins heimilt að fallast ef hann telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn,“ segir í úrskurði mannanafnanefndar og var nafninu hafnað. Tengdar fréttir Dexter, Dissý og Gratíana leyfileg eiginnöfn Tólf nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í dag. Þremur nöfnum var hins vegar hafnað. 3. október 2017 16:28 Dáð og Gnádís í lagi en Roar ekki Sjö ný nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í gær. Tveimur nöfnum var hins vegar hafnað. 26. september 2017 06:00 Ónarr, Eros, Vök, Natasja og Nala leyfð Fimm ný nöfn bættust á mannanafnaskrá í lok síðasta mánaðar en úrskurðirnir voru birtir í gær. 20. júní 2017 23:15 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Mannanafnanefnd hefur samþykkt nafnið Aríel sem kvenmannsnafn en það hefur verið til í mannanafnaskrá sem karlmannsnafn í mörg ár. Önnur kvenmannsnöfn sem nefndin samþykkti voru Selina, Alisa og Alíana en nafninu Mia var hafnað. Þá samþykkti nefndin jafnframt karlmannsnöfnin Jónsi og Ylfingur en hafnaði nafninu Zion. Einhverjir kannast eflaust við nafnið Aríel úr Disney-teikninmyndinni um litlu hafmeyjuna þar sem aðalsöguhetjan, sjálf hafmeyjan, ber það nafn. Er meðal annars vísað í það í úrskurði mannanafnanefndar varðandi nafnið. „Þess má einnig geta að erlendis hefur nafnmyndin Aríel áunnið sér hefð sem kvenmannsnafn en í ljósi lítillar hefðar orðsins sem mannsnafns hér á landi telur nefndin að líta beri til þess sjónarmiðs, meðal annarra, við mat á nafninu. Í þessu ljósi verður ekki séð að eiginnafnið Aríel sem kvenmannsnafn brjóti í bág við íslenskt málkerfi. Mannanafnanefnd er því á grundvelli laga um mannanöfn ekki heimilt að hafna nafninu sem eiginnafni kvenmanns,“ segir í úrskurðinum. Nafninu Mia var hins vegar hafnað eins og áður segir þar sem það uppfyllti ekki öll skilyrði 5. greinar laga um mannanöfn. Það sem á reyndi var ritháttur nafnsins sem ekki getur talist í samræmi við „almennar ritreglur íslensks máls þar sem a er ekki ritað á eftir einhljóðinu i. Á nafnið er því aðeins heimilt að fallast ef umbeðinn ritháttur þess telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn,“ eins og segir í úrskurði mannanafnanefndar. Þá var karlmannsnafnið Zion ekki heldur talið samræmast almennum ritreglum íslensks máls þar sem „bókstafurinn z er ekki notaður í íslenskri stafsetningu og ekki er ritað i á undan o í ósamsettum orðum í íslenskri réttritun. Á þennan rithátt nafnsins er því aðeins heimilt að fallast ef hann telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn,“ segir í úrskurði mannanafnanefndar og var nafninu hafnað.
Tengdar fréttir Dexter, Dissý og Gratíana leyfileg eiginnöfn Tólf nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í dag. Þremur nöfnum var hins vegar hafnað. 3. október 2017 16:28 Dáð og Gnádís í lagi en Roar ekki Sjö ný nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í gær. Tveimur nöfnum var hins vegar hafnað. 26. september 2017 06:00 Ónarr, Eros, Vök, Natasja og Nala leyfð Fimm ný nöfn bættust á mannanafnaskrá í lok síðasta mánaðar en úrskurðirnir voru birtir í gær. 20. júní 2017 23:15 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Dexter, Dissý og Gratíana leyfileg eiginnöfn Tólf nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í dag. Þremur nöfnum var hins vegar hafnað. 3. október 2017 16:28
Dáð og Gnádís í lagi en Roar ekki Sjö ný nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í gær. Tveimur nöfnum var hins vegar hafnað. 26. september 2017 06:00
Ónarr, Eros, Vök, Natasja og Nala leyfð Fimm ný nöfn bættust á mannanafnaskrá í lok síðasta mánaðar en úrskurðirnir voru birtir í gær. 20. júní 2017 23:15