Íslensku skrímslin munu fara alla leið til Japan Guðný Hrönn skrifar 8. nóvember 2017 11:00 Haldið verður útgáfuteiti í Hafnarborg Hafnarfirði vegna bókarinnar Skrímslin í Hraunlandi á laugardaginn. Íslenska fyrirtækið Monstri ehf. hefur handgert lítil ullarskrímsli úr afgangsefnum frá árinu 2011 sem hafa vakið lukku hjá bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum á Íslandi. En nú er fyrirtækið að færa út kvíarnar og fer alla leið til Japan. Það var síðastliðið haust sem japanskur dreifingaraðilli hafði samband við Ölmu Björk Ástþórsdóttur, eiganda Monstra ehf. Hann hafði heillast af skrímslunum þegar hann var hér á landi sem ferðamaður og vildi fá þau alla leið til Japans. Alma fékk þá hjálp frá sendiráði Íslands í Tókýó og Íslandsstofu við að koma á samstarfi. „Í febrúar fórum við svo til Tókýó þar sem ég skrifaði undir dreifingarsamninginn,“ segir Alma sem hefur háleit markmið. „Við ætlum ekkert að stoppa við Japan. Við sjáum það á erlendum viðskiptavinum okkar hérlendis að skrímslin eiga klárlega erindi um allan heim. Þau eru öll handgerð þar sem vandað er til verka og fólk kann að meta það.“ Spurð út í hvort hana hafi einhvern tímann grunað að skrímslin myndu ná svona langt segir Alma Björk: „Nei, alls ekki. Í fyrstu var hugsunin bara að gera eitthvað úr afgangsefnum í stað þess að henda þeim. Ég notaði alls kyns búta, afklippur og jafnvel gömul föt í útlimi. En salan fór strax vel af stað og áður en ég vissi af var ég farin að kaupa afgangsull hjá Glófa og góðar saumakonur í bænum voru duglegar að safna afskurði fyrir mig.“ Aðspurð hvar hún sjái skrímslin sín fyrir sér eftir 10 ár segir Alma næstu skref vera að stækka fyrirtækið enn frekar. „Næstu skref hjá okkur eru að stækka fyrirtækið, gefa út fleiri bækur og koma upp skrímslasmiðjum bæði hérlendis og erlendis.“ Nýverið kom svo út bók um skrímslin, bókin Skrímslin í Hraunlandi. „Í bókinni „Skrímslin í Hraunlandi“ fylgjumst við með því hvernig skrímslin þurftu að flýja heimili sín, torfbæina, sökum tækninnar og þurfa nú að læra að lifa af í íslenskri náttúru. Útgáfa bókarinnar á íslensku er liður í því að vaxa meira á innlendum markaði. Með bókinni viljum við kynna skrímslin betur fyrir íslenskum börnum enda hafa skrímslin tengingu í íslenska arfleifð og náttúru ásamt því að boða umhverfisvernd. Þannig fá börnin tækifæri til að kynnast þessum málefnum á skemmtilegan hátt.“ Tíska og hönnun Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fleiri fréttir Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Monstri ehf. hefur handgert lítil ullarskrímsli úr afgangsefnum frá árinu 2011 sem hafa vakið lukku hjá bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum á Íslandi. En nú er fyrirtækið að færa út kvíarnar og fer alla leið til Japan. Það var síðastliðið haust sem japanskur dreifingaraðilli hafði samband við Ölmu Björk Ástþórsdóttur, eiganda Monstra ehf. Hann hafði heillast af skrímslunum þegar hann var hér á landi sem ferðamaður og vildi fá þau alla leið til Japans. Alma fékk þá hjálp frá sendiráði Íslands í Tókýó og Íslandsstofu við að koma á samstarfi. „Í febrúar fórum við svo til Tókýó þar sem ég skrifaði undir dreifingarsamninginn,“ segir Alma sem hefur háleit markmið. „Við ætlum ekkert að stoppa við Japan. Við sjáum það á erlendum viðskiptavinum okkar hérlendis að skrímslin eiga klárlega erindi um allan heim. Þau eru öll handgerð þar sem vandað er til verka og fólk kann að meta það.“ Spurð út í hvort hana hafi einhvern tímann grunað að skrímslin myndu ná svona langt segir Alma Björk: „Nei, alls ekki. Í fyrstu var hugsunin bara að gera eitthvað úr afgangsefnum í stað þess að henda þeim. Ég notaði alls kyns búta, afklippur og jafnvel gömul föt í útlimi. En salan fór strax vel af stað og áður en ég vissi af var ég farin að kaupa afgangsull hjá Glófa og góðar saumakonur í bænum voru duglegar að safna afskurði fyrir mig.“ Aðspurð hvar hún sjái skrímslin sín fyrir sér eftir 10 ár segir Alma næstu skref vera að stækka fyrirtækið enn frekar. „Næstu skref hjá okkur eru að stækka fyrirtækið, gefa út fleiri bækur og koma upp skrímslasmiðjum bæði hérlendis og erlendis.“ Nýverið kom svo út bók um skrímslin, bókin Skrímslin í Hraunlandi. „Í bókinni „Skrímslin í Hraunlandi“ fylgjumst við með því hvernig skrímslin þurftu að flýja heimili sín, torfbæina, sökum tækninnar og þurfa nú að læra að lifa af í íslenskri náttúru. Útgáfa bókarinnar á íslensku er liður í því að vaxa meira á innlendum markaði. Með bókinni viljum við kynna skrímslin betur fyrir íslenskum börnum enda hafa skrímslin tengingu í íslenska arfleifð og náttúru ásamt því að boða umhverfisvernd. Þannig fá börnin tækifæri til að kynnast þessum málefnum á skemmtilegan hátt.“
Tíska og hönnun Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fleiri fréttir Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Sjá meira