Jafnt í stórleiknum á Emirates Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2017 16:45 Sané rennir boltanum í netið og kemur City í 0-1. Vísir/Getty Arsenal og Manchester City skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Emirates í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Stigið gerir lítið fyrir liðin. Arsenal er áfram í 6. sæti deildarinnar, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti. City er enn í 4. sætinu, nú með 58 stig. Leikurinn var aðeins fimm mínútna gamall þegar Leroy Sané kom City yfir. Þjóðverjinn slapp þá í gegn eftir stungusendingu Kevins De Bruyne, lék á David Ospina og skoraði af öryggi. Fimm mínútum síðar átti De Bruyne skot í stöngina á marki Arsenal. Á 40. mínútu jafnaði Theo Walcott metin eftir klaufagang í vörn City. Þetta var fyrsta deildarmark Walcotts síðan hann skoraði í fyrri leiknum gegn City 18. desember á síðasta ári. Rúmri mínútu síðar kom Sergio Agüero City yfir á nýjan leik. Argentínumaðurinn fékk boltann frá David Silva hægra megin í vítateignum og skoraði framhjá Ospina. Staðan í hálfleik var 1-2 en á 53. mínútu jafnaði Shkodran Mustafi metin með skalla eftir hornspyrnu Mesuts Özil. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin sættust því að skiptan hlut. Lokatölur 2-2.Hér að neðan má lesa textalýsingu frá leiknum:Leik lokið: Marriner flautar til leiksloka. Liðin sættast á skiptan hlut.90+2. mín: Monreal fær boltann í höndina en ekkert dæmt.89. mín: Zabaleta kemur inn fyrir Silva.88. mín: Iwobi með skot yfir eftir laglega skyndisókn heimamanna.85. mín: Silva lætur vaða fyrir utan teig en skotið er framhjá.79. mín: Otamendi með slæm mistök en Willy kemur til bjargar og kemur í veg fyrir að Özil komi Arsenal yfir.76. mín: Iwobi skiptir við Welbeck. Síðasta skipting Arsenal í leiknum.75. mín: Stundarfjórðungur til leiksloka. Fáum við sigurmark?68. mín: Giroud kemur inn fyrir Walcott. Kemur svolítið á óvart að Walcott þurfi að víkja. Hann hefur verið ógnandi í dag.58. mín: Fernandinho með hörkuskot sem Ospina ver.53. mín: MARK! Mustafi jafnar metin með skalla eftir hornspyrnu Özils! Þýsk samvinna þarna! Mustafi bæði búinn að skora og leggja upp í dag.52. mín: Agüero með skalla framhjá eftir fyrirgjöf De Bruynes sem er kominn út á hægri kantinn.Seinni hálfleikur hafinn: Tvær breytingar í hálfleik. Gabriel kemur inn fyrir Koscielny og Touré skiptir við Sterling.Hálfleikur: Þvílíkum fyrri hálfleik lokið! City byrjaði betur og komst yfir á 5. mínútu með marki Sanés. Arsenal vann sig svo inn í leikinn og Walcott jafnaði á 40. mínútu. En Skytturnar sváfu á verðinum og Agüero kom City aftur yfir. Staðan því 2-1 í hálfleik.45+2. mín: Walcott með skot rétt yfir. Verið hættulegur í fyrri hálfleik.42. mín: MARK! Staðan var jöfn í rúma mínútu! Özil tapar boltanum, hann berst til Silva sem finnur Agüero hægra megin í teignum. Argentínumaðurinn leggur boltann fyrir sig og setur hann í fjærhornið. Rennur í skotinu en það gerir ekkert til. Fjórtánda deildarmark Agüeros á tímabilinu.40. mín: MARK! Walcott jafnar metin! City á vandræðum með að hreinsa frá eftir hornspyrnu, Clichy spilar þrjá leikmenn Arsenal réttstæða og nær ekki að stöðva Walcott sem kemur boltanum í markið. Walcott skoraði einnig í fyrri leiknum gegn City en hafði ekki skorað síðan þá.38. mín: Stones skallar framhjá eftir hornspyrnu frá Silva. Lítil hætta á ferðum þarna.32. mín: Xhaka fær gult spjald fyrir tæklingu á Otamendi. Aðeins fjórða gula spjaldið sem Svisslendingurinn fær í ensku úrvalsdeildinni. Hefur hins vegar fengið tvö rauð.29. mín: Sánchez í álitlegri stöðu en Fernandinho bjargar með góðri tæklingu. Ekkert víti þarna.21. mín: Özil snýr á Stones en skotið er laust og beint á Willy. Betra frá Skyttunum.20. mín: Leikurinn hefur róast aðeins eftir ótrúlega byrjun.10. mín: De Bruyne setur boltann í stöngina! Boltinn berst til Silva sem á skot sem Ospina ver. Það er allt í rugli í vörn Arsenal.5. mín: MARK! Sané kemur City yfir! De Bruyne með frábæra sendingu inn fyrir illa skipulagða vörn Arsenal á Sané sem leikur á Ospina og rennir boltanum í netið. 0-1.4. mín: Viðvörunarbjöllur hjá City. Welbeck tæklar boltann framhjá.4. mín: Fernandinho setur Sterling í gegn en hann er skíthræddur við Ospina sem bjargar.Leikurinn hafinn: Andre Marriner flautar til leiks!Fyrir leik: City vann fyrri leikinn gegn Arsenal með tveimur mörkum gegn einu. Theo Walcott kom Arsenal yfir strax á 5. mínútu en Leroy Sané jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks. Það var svo Raheem Sterling skoraði sigurmark City á 71. mínútu.Fyrir leik: Pep Guardiola gerir eina breytingu á byrjunarliði City frá 1-1 jafnteflinu við Liverpool. Jesús Navas kemur inn fyrir Yaya Touré.Fyrir leik: Byrjunarliðin eru komin í hús. Arsene Wenger gerir þrjár breytingar á liðinu sem tapaði fyrir West Brom í síðustu umferð. David Ospina, Francis Coquelin og Mesut Özil koma inn fyrir Petr Cech, Aaron Ramsey og Alex Oxlade-Chamberlin.Byrjunarlið Man City: Willy Caballero - Jesús Navas, John Stones, Nicolás Otamendi, Gaël Clichy - Kevin De Bruyne, Fernandinho, David Silva - Raheem Sterling, Sergio Agüero, Leroy Sané.Byrjunarlið Arsenal: David Ospina - Héctor Bellerín, Shkodran Mustafi, Laurent Koscielny, Nacho Monreal - Francis Cocquelin, Granit Xhaka - Theo Walcott, Mesut Özil, Alexis Sánchez - Danny Welbeck. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira
Arsenal og Manchester City skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Emirates í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Stigið gerir lítið fyrir liðin. Arsenal er áfram í 6. sæti deildarinnar, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti. City er enn í 4. sætinu, nú með 58 stig. Leikurinn var aðeins fimm mínútna gamall þegar Leroy Sané kom City yfir. Þjóðverjinn slapp þá í gegn eftir stungusendingu Kevins De Bruyne, lék á David Ospina og skoraði af öryggi. Fimm mínútum síðar átti De Bruyne skot í stöngina á marki Arsenal. Á 40. mínútu jafnaði Theo Walcott metin eftir klaufagang í vörn City. Þetta var fyrsta deildarmark Walcotts síðan hann skoraði í fyrri leiknum gegn City 18. desember á síðasta ári. Rúmri mínútu síðar kom Sergio Agüero City yfir á nýjan leik. Argentínumaðurinn fékk boltann frá David Silva hægra megin í vítateignum og skoraði framhjá Ospina. Staðan í hálfleik var 1-2 en á 53. mínútu jafnaði Shkodran Mustafi metin með skalla eftir hornspyrnu Mesuts Özil. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin sættust því að skiptan hlut. Lokatölur 2-2.Hér að neðan má lesa textalýsingu frá leiknum:Leik lokið: Marriner flautar til leiksloka. Liðin sættast á skiptan hlut.90+2. mín: Monreal fær boltann í höndina en ekkert dæmt.89. mín: Zabaleta kemur inn fyrir Silva.88. mín: Iwobi með skot yfir eftir laglega skyndisókn heimamanna.85. mín: Silva lætur vaða fyrir utan teig en skotið er framhjá.79. mín: Otamendi með slæm mistök en Willy kemur til bjargar og kemur í veg fyrir að Özil komi Arsenal yfir.76. mín: Iwobi skiptir við Welbeck. Síðasta skipting Arsenal í leiknum.75. mín: Stundarfjórðungur til leiksloka. Fáum við sigurmark?68. mín: Giroud kemur inn fyrir Walcott. Kemur svolítið á óvart að Walcott þurfi að víkja. Hann hefur verið ógnandi í dag.58. mín: Fernandinho með hörkuskot sem Ospina ver.53. mín: MARK! Mustafi jafnar metin með skalla eftir hornspyrnu Özils! Þýsk samvinna þarna! Mustafi bæði búinn að skora og leggja upp í dag.52. mín: Agüero með skalla framhjá eftir fyrirgjöf De Bruynes sem er kominn út á hægri kantinn.Seinni hálfleikur hafinn: Tvær breytingar í hálfleik. Gabriel kemur inn fyrir Koscielny og Touré skiptir við Sterling.Hálfleikur: Þvílíkum fyrri hálfleik lokið! City byrjaði betur og komst yfir á 5. mínútu með marki Sanés. Arsenal vann sig svo inn í leikinn og Walcott jafnaði á 40. mínútu. En Skytturnar sváfu á verðinum og Agüero kom City aftur yfir. Staðan því 2-1 í hálfleik.45+2. mín: Walcott með skot rétt yfir. Verið hættulegur í fyrri hálfleik.42. mín: MARK! Staðan var jöfn í rúma mínútu! Özil tapar boltanum, hann berst til Silva sem finnur Agüero hægra megin í teignum. Argentínumaðurinn leggur boltann fyrir sig og setur hann í fjærhornið. Rennur í skotinu en það gerir ekkert til. Fjórtánda deildarmark Agüeros á tímabilinu.40. mín: MARK! Walcott jafnar metin! City á vandræðum með að hreinsa frá eftir hornspyrnu, Clichy spilar þrjá leikmenn Arsenal réttstæða og nær ekki að stöðva Walcott sem kemur boltanum í markið. Walcott skoraði einnig í fyrri leiknum gegn City en hafði ekki skorað síðan þá.38. mín: Stones skallar framhjá eftir hornspyrnu frá Silva. Lítil hætta á ferðum þarna.32. mín: Xhaka fær gult spjald fyrir tæklingu á Otamendi. Aðeins fjórða gula spjaldið sem Svisslendingurinn fær í ensku úrvalsdeildinni. Hefur hins vegar fengið tvö rauð.29. mín: Sánchez í álitlegri stöðu en Fernandinho bjargar með góðri tæklingu. Ekkert víti þarna.21. mín: Özil snýr á Stones en skotið er laust og beint á Willy. Betra frá Skyttunum.20. mín: Leikurinn hefur róast aðeins eftir ótrúlega byrjun.10. mín: De Bruyne setur boltann í stöngina! Boltinn berst til Silva sem á skot sem Ospina ver. Það er allt í rugli í vörn Arsenal.5. mín: MARK! Sané kemur City yfir! De Bruyne með frábæra sendingu inn fyrir illa skipulagða vörn Arsenal á Sané sem leikur á Ospina og rennir boltanum í netið. 0-1.4. mín: Viðvörunarbjöllur hjá City. Welbeck tæklar boltann framhjá.4. mín: Fernandinho setur Sterling í gegn en hann er skíthræddur við Ospina sem bjargar.Leikurinn hafinn: Andre Marriner flautar til leiks!Fyrir leik: City vann fyrri leikinn gegn Arsenal með tveimur mörkum gegn einu. Theo Walcott kom Arsenal yfir strax á 5. mínútu en Leroy Sané jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks. Það var svo Raheem Sterling skoraði sigurmark City á 71. mínútu.Fyrir leik: Pep Guardiola gerir eina breytingu á byrjunarliði City frá 1-1 jafnteflinu við Liverpool. Jesús Navas kemur inn fyrir Yaya Touré.Fyrir leik: Byrjunarliðin eru komin í hús. Arsene Wenger gerir þrjár breytingar á liðinu sem tapaði fyrir West Brom í síðustu umferð. David Ospina, Francis Coquelin og Mesut Özil koma inn fyrir Petr Cech, Aaron Ramsey og Alex Oxlade-Chamberlin.Byrjunarlið Man City: Willy Caballero - Jesús Navas, John Stones, Nicolás Otamendi, Gaël Clichy - Kevin De Bruyne, Fernandinho, David Silva - Raheem Sterling, Sergio Agüero, Leroy Sané.Byrjunarlið Arsenal: David Ospina - Héctor Bellerín, Shkodran Mustafi, Laurent Koscielny, Nacho Monreal - Francis Cocquelin, Granit Xhaka - Theo Walcott, Mesut Özil, Alexis Sánchez - Danny Welbeck.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira