Max Verstappen vann í Mexíkó | Lewis Hamilton heimsmeistari Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. október 2017 20:34 Max Verstappen vann í Mexíkó Vísir/Getty Max Verstappen vann mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Hamilton tryggði sér sinn fjórða heimsmeistaratitil ökumanna í keppninni í dag. Þegar Hamilton komst í níunda sæti á 68. hring var ljóst að Vettel þyrfti að vinna keppnina til að halda voninni á lífi, það tókst Þjóðverjanum ekki og breski ökumaðurinn því orðinn heimsmeistari ökumanna í ár. Hann er þar með orðinn sá breski ökumaður sem hefur unnið flesta titla, fjóra. Sir Jackie Stewart hafði deilt metinu með Hamilton til þessa. Ræsingin var dramatísk, Verstappen tók forystuna en Hamilton og Vettel lentu í samstuði og Hamilton sprendi dekk, Vettel skemmdi framvæng. Báðir komu inn á þjónustusvæðið strax á fyrsta hring.Vettel og Hamilton fengu báðir hörðustu dekkin undir bílinn og ætluðu sér að keyra til loka. Vettel var 18. þegar hann kom út og Hamilton síðastur. Hamilton var kominn í talstöðina innan skamms og talaði um að Vettel hefði keyrt viljandi á sig. Atvikið var tekið til skoðunar af dómurum keppninnar. Ekkert var þó talið athugunarvert við atburðarásina.Lewis Hamilton er heimsmeistari ökumanna 2017.Vísir/GettyDaniel Ricciardo féll úr leik á fimmta hring með bilaðan Red Bull bíl. Nico Hulkenberg féll úr leik á Renault bílnum á 24. hring. Stafrænn öryggisbíll var virkjaður á brautinni á 32. hring þegar Toro Rosso bíll Brendon Hartley bilaði. Það var þá þriðji Renault mótorinn sem bilaði í keppninni. Næstum allir ökumenn í keppninni tóku þjónustuhlé þegar stafræni öryggisbíllinn var við völd. Það spilaðist upp í hendurnar á Hamilton sem var á leiðinni að verða heimsmeistari ef Vettel næði ekki fyrsta eða öðru sæti. Allir fyrir framan Vettel fengu raunar frítt þjónustuhlé. Hann hefði þurft að njóta góðs af hléum annarra ef hann hefði ætlað að eiga möguleika á efstu tveimur þrepum verðlaunapallsins. Red Bull liðið óskaði þess við Verstappen að hann myndi slaka aðeins á. Verstappen vissi sennilega ekki að Renault mótorarnir væri að gefa sig um alla braut, liðið hafði þær upplýsingar og var sennilega að reyna að koma því til skila til Verstappen án þess að gera hann stressaðan. Hamilton náði í stigasæti með því að taka fram úr Felipe Massa á 58. hring. Á meðan var Vettel að taka fram úr Esteban Ocon til að koma sér upp í fjórða sæti fyrir aftan Kimi Raikkonen, liðsfélaga sinn. Hamilton tók svo níunda sætið af Fernando Alonso eftir stórkostlega baráttu við Spánverjann. Þar með var ljóst að Hamilton yrði heimsmeisari ökumanna. Formúla Tengdar fréttir Sebastian Vettel á ráspól í Mexíkó Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Lewis Hamilton varð þriðji á Mercedes. 28. október 2017 18:43 Verstappen: Ég er afskaplega pirraður Sebastian Vettel náði fimmtugasta ráspól ferilsins í dag þegar hann tryggði sér ráspól fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. október 2017 23:30 Valtteri Bottas og Daniel Ricciardo fljótastir á föstudegi í Mexíkó Valtteri Bottas á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 28. október 2017 14:15 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Max Verstappen vann mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Hamilton tryggði sér sinn fjórða heimsmeistaratitil ökumanna í keppninni í dag. Þegar Hamilton komst í níunda sæti á 68. hring var ljóst að Vettel þyrfti að vinna keppnina til að halda voninni á lífi, það tókst Þjóðverjanum ekki og breski ökumaðurinn því orðinn heimsmeistari ökumanna í ár. Hann er þar með orðinn sá breski ökumaður sem hefur unnið flesta titla, fjóra. Sir Jackie Stewart hafði deilt metinu með Hamilton til þessa. Ræsingin var dramatísk, Verstappen tók forystuna en Hamilton og Vettel lentu í samstuði og Hamilton sprendi dekk, Vettel skemmdi framvæng. Báðir komu inn á þjónustusvæðið strax á fyrsta hring.Vettel og Hamilton fengu báðir hörðustu dekkin undir bílinn og ætluðu sér að keyra til loka. Vettel var 18. þegar hann kom út og Hamilton síðastur. Hamilton var kominn í talstöðina innan skamms og talaði um að Vettel hefði keyrt viljandi á sig. Atvikið var tekið til skoðunar af dómurum keppninnar. Ekkert var þó talið athugunarvert við atburðarásina.Lewis Hamilton er heimsmeistari ökumanna 2017.Vísir/GettyDaniel Ricciardo féll úr leik á fimmta hring með bilaðan Red Bull bíl. Nico Hulkenberg féll úr leik á Renault bílnum á 24. hring. Stafrænn öryggisbíll var virkjaður á brautinni á 32. hring þegar Toro Rosso bíll Brendon Hartley bilaði. Það var þá þriðji Renault mótorinn sem bilaði í keppninni. Næstum allir ökumenn í keppninni tóku þjónustuhlé þegar stafræni öryggisbíllinn var við völd. Það spilaðist upp í hendurnar á Hamilton sem var á leiðinni að verða heimsmeistari ef Vettel næði ekki fyrsta eða öðru sæti. Allir fyrir framan Vettel fengu raunar frítt þjónustuhlé. Hann hefði þurft að njóta góðs af hléum annarra ef hann hefði ætlað að eiga möguleika á efstu tveimur þrepum verðlaunapallsins. Red Bull liðið óskaði þess við Verstappen að hann myndi slaka aðeins á. Verstappen vissi sennilega ekki að Renault mótorarnir væri að gefa sig um alla braut, liðið hafði þær upplýsingar og var sennilega að reyna að koma því til skila til Verstappen án þess að gera hann stressaðan. Hamilton náði í stigasæti með því að taka fram úr Felipe Massa á 58. hring. Á meðan var Vettel að taka fram úr Esteban Ocon til að koma sér upp í fjórða sæti fyrir aftan Kimi Raikkonen, liðsfélaga sinn. Hamilton tók svo níunda sætið af Fernando Alonso eftir stórkostlega baráttu við Spánverjann. Þar með var ljóst að Hamilton yrði heimsmeisari ökumanna.
Formúla Tengdar fréttir Sebastian Vettel á ráspól í Mexíkó Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Lewis Hamilton varð þriðji á Mercedes. 28. október 2017 18:43 Verstappen: Ég er afskaplega pirraður Sebastian Vettel náði fimmtugasta ráspól ferilsins í dag þegar hann tryggði sér ráspól fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. október 2017 23:30 Valtteri Bottas og Daniel Ricciardo fljótastir á föstudegi í Mexíkó Valtteri Bottas á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 28. október 2017 14:15 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Sebastian Vettel á ráspól í Mexíkó Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Lewis Hamilton varð þriðji á Mercedes. 28. október 2017 18:43
Verstappen: Ég er afskaplega pirraður Sebastian Vettel náði fimmtugasta ráspól ferilsins í dag þegar hann tryggði sér ráspól fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. október 2017 23:30
Valtteri Bottas og Daniel Ricciardo fljótastir á föstudegi í Mexíkó Valtteri Bottas á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 28. október 2017 14:15