Hamilton: Hræðileg leið til að vinna titilinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. október 2017 22:15 Hamilton sáttur með dagsverkið, þótt leiðin þangað hefði eflaust mátt vera fegurri. Vísir/Getty Max Verstappen vann í Mexíkó en árangur hans féll í skuggan af fjórða heimsmeistaratitli Lewis Hamilton sem hann landaði í keppninni. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Vonandi gátum við sýnt ykkur skemmtilegan kappakstur í dag, ég átti góða ræsingu en ég veit ekki hvað gerðist í þriðju beygju en ég gaf nóg pláss. Ég vil þakka áhorfendum, þeir sem eru hér eru þeir bestu í heiminum. Þetta er ótrúlegt. Ég er afar þakklátur liðinu og fjölskyldu minni,“ sagði Lewis Hamilton, fjórfaldur heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1. „Þetta var hræðileg leið til að vinna titilinn. Ég var ekkert of árásargjarn í fyrstu beygjunum en ég ætlaði að vera grimmur þar. Ég vil þakka öllum sem standa á bakvið liðið. Ég reyni að snúa öllum steinum við í leit að fullkomnun og hækka alltaf markið. Þetta er erfið braut og það er mjög erfitt að elta hérna og taka fram úr. Ég er afar ánægður með minn fjórða ég er ekki búinn að skipuleggja neitt meira en það,“ bætti Hamilton við. „Ræsingin var afar mikilvæg og ég hafði betur þar. Eftir það var ég bara að líta eftir bílnum og vanda mig við að aka örugglega í mark,“ sagði Max Verstappen sem vann sína þriðju keppni í dag. „Ég vil byrja á að óskað Lewis til hamingju. Red Bull bílarnir voru einfaldlega of fljótir í dag. Þetta er magnað umhverfi hér í Mexíkó og ég vil óska liðinu til hamingju með að tryggja sér báða titlana. Þeir eru svo sannarlega verðskuldaðir,“ sagði Valtteri Bottas sem varð annar í dag á Mercedes.Hamilton var maðurinn sem allt snérist um eftir keppnina.Vísir/Getty„Upphaflega ræsingin var ekki slæm en ég var óheppinn í ræsingunni, ég fékk ekki sama tog og aðrir niður beina kaflann. Ég hafði svo einfaldlega ekki hraðann til að bæta stöðu mína eftir að ræsingin var afstaðin,“ sagði Kimi Raikkonen sem var þriðji í dag á Ferrari bílnum. Þetta er 90. verðlaunasæti Raikkonen í Formúlu 1. „Ég hef aldrei verið svona stressaður að horfa á hitamæla og þrýstingsmæla. Hann ók í kringum það allt og bíllinn hélt. Ég vil óska Lewis til hamingju en þetta er stundin hans Max,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. „Ég hataði alla þessa keppni, það gekk illa og hún var löng og það var erfitt að horfa. Við gátum eftir smástund náð áttum og útskýrt ástandið fyrir Lewis. Ég vil sjá atvikið í fyrstu beygju aftur. Ég held að venjulega hefði Vettel fengið refsingu að mínu mati en þetta var keppnin þar sem titillinn var líklegast á línunni,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Ég faðma sjaldan hálfnakta sveitta menn en þetta var gott faðmlag sem við Lewis áttum núna rétt í þessu,“ bætti Wolff við. Formúla Tengdar fréttir Sebastian Vettel á ráspól í Mexíkó Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Lewis Hamilton varð þriðji á Mercedes. 28. október 2017 18:43 Verstappen: Ég er afskaplega pirraður Sebastian Vettel náði fimmtugasta ráspól ferilsins í dag þegar hann tryggði sér ráspól fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. október 2017 23:30 Max Verstappen vann í Mexíkó | Lewis Hamilton heimsmeistari Max Verstappen vann mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Hamilton tryggði sér sinn fjórða heimsmeistaratitil ökumanna í keppninni í dag. 29. október 2017 20:34 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Max Verstappen vann í Mexíkó en árangur hans féll í skuggan af fjórða heimsmeistaratitli Lewis Hamilton sem hann landaði í keppninni. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Vonandi gátum við sýnt ykkur skemmtilegan kappakstur í dag, ég átti góða ræsingu en ég veit ekki hvað gerðist í þriðju beygju en ég gaf nóg pláss. Ég vil þakka áhorfendum, þeir sem eru hér eru þeir bestu í heiminum. Þetta er ótrúlegt. Ég er afar þakklátur liðinu og fjölskyldu minni,“ sagði Lewis Hamilton, fjórfaldur heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1. „Þetta var hræðileg leið til að vinna titilinn. Ég var ekkert of árásargjarn í fyrstu beygjunum en ég ætlaði að vera grimmur þar. Ég vil þakka öllum sem standa á bakvið liðið. Ég reyni að snúa öllum steinum við í leit að fullkomnun og hækka alltaf markið. Þetta er erfið braut og það er mjög erfitt að elta hérna og taka fram úr. Ég er afar ánægður með minn fjórða ég er ekki búinn að skipuleggja neitt meira en það,“ bætti Hamilton við. „Ræsingin var afar mikilvæg og ég hafði betur þar. Eftir það var ég bara að líta eftir bílnum og vanda mig við að aka örugglega í mark,“ sagði Max Verstappen sem vann sína þriðju keppni í dag. „Ég vil byrja á að óskað Lewis til hamingju. Red Bull bílarnir voru einfaldlega of fljótir í dag. Þetta er magnað umhverfi hér í Mexíkó og ég vil óska liðinu til hamingju með að tryggja sér báða titlana. Þeir eru svo sannarlega verðskuldaðir,“ sagði Valtteri Bottas sem varð annar í dag á Mercedes.Hamilton var maðurinn sem allt snérist um eftir keppnina.Vísir/Getty„Upphaflega ræsingin var ekki slæm en ég var óheppinn í ræsingunni, ég fékk ekki sama tog og aðrir niður beina kaflann. Ég hafði svo einfaldlega ekki hraðann til að bæta stöðu mína eftir að ræsingin var afstaðin,“ sagði Kimi Raikkonen sem var þriðji í dag á Ferrari bílnum. Þetta er 90. verðlaunasæti Raikkonen í Formúlu 1. „Ég hef aldrei verið svona stressaður að horfa á hitamæla og þrýstingsmæla. Hann ók í kringum það allt og bíllinn hélt. Ég vil óska Lewis til hamingju en þetta er stundin hans Max,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. „Ég hataði alla þessa keppni, það gekk illa og hún var löng og það var erfitt að horfa. Við gátum eftir smástund náð áttum og útskýrt ástandið fyrir Lewis. Ég vil sjá atvikið í fyrstu beygju aftur. Ég held að venjulega hefði Vettel fengið refsingu að mínu mati en þetta var keppnin þar sem titillinn var líklegast á línunni,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Ég faðma sjaldan hálfnakta sveitta menn en þetta var gott faðmlag sem við Lewis áttum núna rétt í þessu,“ bætti Wolff við.
Formúla Tengdar fréttir Sebastian Vettel á ráspól í Mexíkó Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Lewis Hamilton varð þriðji á Mercedes. 28. október 2017 18:43 Verstappen: Ég er afskaplega pirraður Sebastian Vettel náði fimmtugasta ráspól ferilsins í dag þegar hann tryggði sér ráspól fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. október 2017 23:30 Max Verstappen vann í Mexíkó | Lewis Hamilton heimsmeistari Max Verstappen vann mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Hamilton tryggði sér sinn fjórða heimsmeistaratitil ökumanna í keppninni í dag. 29. október 2017 20:34 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel á ráspól í Mexíkó Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Lewis Hamilton varð þriðji á Mercedes. 28. október 2017 18:43
Verstappen: Ég er afskaplega pirraður Sebastian Vettel náði fimmtugasta ráspól ferilsins í dag þegar hann tryggði sér ráspól fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. október 2017 23:30
Max Verstappen vann í Mexíkó | Lewis Hamilton heimsmeistari Max Verstappen vann mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Hamilton tryggði sér sinn fjórða heimsmeistaratitil ökumanna í keppninni í dag. 29. október 2017 20:34