Innlent

Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Samfylkingin bætir við sig manni og Píratar ná ekki inn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Samfylkingin bætir við sig einum þingmanni í Norðausturkjördæmi, kjördæmi Loga Einarssonar formanns flokksins.
Samfylkingin bætir við sig einum þingmanni í Norðausturkjördæmi, kjördæmi Loga Einarssonar formanns flokksins. Vísir/Anton Brink
Lokatölur úr Norðausturkjördæmi bárust klukkan 8:30. Þar ber helst til tíðinda að Samfylkingin bætir við sig þingmanni og er Albertína Friðbjörg Elíasdóttir jöfnunarþingmaður flokksins í kjördæminu. Píratar ná ekki manni inn og er Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, þingmaður Pírata, dottinn út af þingi.

Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi í kjördæminu eða 20,28 prósent. Þó missir flokkurinn einn mann og dettur Valgerður Gunnarsdóttir út af þingi.

Vinstri græn eru þar á eftir með 19,9 prósent atkvæða og heldur flokkurinn sínum tveimur þingmönnum í kjördæminu.

Miðflokkurinn hlaut 18,59 prósent atkvæða í kjördæminu og fær tvo menn kjörna inn á þing, þau Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.

Framsóknarflokkurinn hlaut 14,34 prósent og heldur sínum tveimur þingmönnum. Það eru þær Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir.

Samfylkingin hlaut 13,87 prósent atkvæða og bætir við sig manni í kjördæminu.Logi Einarsson formaður flokksins nær inn ásamt Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur jöfnunarþingmanni.

Píratar hlutu 5,49 prósent atkvæða og nær ekki manni inn á þing. Þar með er Einar Aðalsteinn Brynjólfsson þingmaður Pírata dottinn út af þingi.

Flokkur fólksins hlaut 4,26 prósent atkvæða og nær ekki manni inn á þing.

Viðreisn hlaut 2,10 prósent atkvæða og nær ekki manni inn á þing. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra og fyrrverandi formaður Viðreisnar, dettur út.

Björt framtíð hlaut 0,72 prósent atkvæða og Alþýðufylkingin hlaut 0,47 prósent atkvæða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×