Höfðar meiðyrðamál vegna frétta þess efnis að hann væri orðinn kona Birgir Olgeirsson skrifar 8. maí 2017 23:26 Richard Simmons er ekki sáttur við National Enquirer. Vísir/Getty Fyrrverandi líkamsræktarfrömuðurinn Richard Simmons hefur höfðað meiðyrðamál gegn fjölmiðlunum National Enquirer og Radar Online. Simmons sakar þá um að nota fjárkúgara sem heimildarmann frétta þess efnis að hann væri í kynleiðréttingarferli. Í stefnunni heldur Simmons því fram að hann hafi til fjölda ára verið áreittur af fyrrum aðstoðarmanni sínum og vini, Mauro Oliveira. Í stefnunni er Oliveira sagður hafa gefið National Enquirer þrjár mismunandi útskýringar á því af hverju Simmons dró sig úr sviðsljósinu árið 2014. Í maí í fyrra á Oliveira að hafa sagt Enquirer að Simmons væri í kynleiðréttingarferli. Í júní í fyrra birtist frétt í Enquirer þar sem því var haldið fram að Simmons héti nú Fiona. Talsmenn Simmons höfðu hafnað þessari fullyrðingu í samtali við Enquirer. Radar Online tók þessa frétt upp og vitnaði í Enquirer og var vitnað í hana í hlaðvarpsþættinum: Missing Richard Simmons. Í stefnunni kemur fram að Simmons hafi verið neyddur til að að velja á milli þess að segja ekkert um þessa frétt og gangast þannig við henni með þögn sinni, eða að stefna fjölmiðlunum og gefa þannig í skyn að það sé eitthvað kynleiðréttingu. Í stefnunni er tekið fram að Simmons styðji ákvarðanir allra einstaklinga, hvað sem þeir velja að gera, þegar kemur að kynvitund þeirra. Simmons segist hafa ákveðið að höfða meiðyrðamál því hann hafi lagalegan rétt á því að ekki sé dregin upp röng mynd af honum sem manneskju. Lögmaður Simmons hafði varað Enquirer við því að ef þessi frétt yrði birt myndi það gera Simmons afar erfitt fyrir að snúa aftur í sviðsljósið, sem myndi þýða tekjutap upp á margar milljónir dollara fyrir hann. Lögmaður Simmons tók það skýrt fram í bréfi til Enquirer að Simmons væri ekki kona og að hann hafi ekki farið í gegnum nokkurskonar ferli til að láta breyta sér úr karli í konu. Enquirer svaraði þessu bréfi á vef sínum þess efnis að um væri að ræða réttmæta frétt sem kallaði á umfjöllun og að fjölmiðillinn myndi verjast þessari stefnu Simmons. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Fyrrverandi líkamsræktarfrömuðurinn Richard Simmons hefur höfðað meiðyrðamál gegn fjölmiðlunum National Enquirer og Radar Online. Simmons sakar þá um að nota fjárkúgara sem heimildarmann frétta þess efnis að hann væri í kynleiðréttingarferli. Í stefnunni heldur Simmons því fram að hann hafi til fjölda ára verið áreittur af fyrrum aðstoðarmanni sínum og vini, Mauro Oliveira. Í stefnunni er Oliveira sagður hafa gefið National Enquirer þrjár mismunandi útskýringar á því af hverju Simmons dró sig úr sviðsljósinu árið 2014. Í maí í fyrra á Oliveira að hafa sagt Enquirer að Simmons væri í kynleiðréttingarferli. Í júní í fyrra birtist frétt í Enquirer þar sem því var haldið fram að Simmons héti nú Fiona. Talsmenn Simmons höfðu hafnað þessari fullyrðingu í samtali við Enquirer. Radar Online tók þessa frétt upp og vitnaði í Enquirer og var vitnað í hana í hlaðvarpsþættinum: Missing Richard Simmons. Í stefnunni kemur fram að Simmons hafi verið neyddur til að að velja á milli þess að segja ekkert um þessa frétt og gangast þannig við henni með þögn sinni, eða að stefna fjölmiðlunum og gefa þannig í skyn að það sé eitthvað kynleiðréttingu. Í stefnunni er tekið fram að Simmons styðji ákvarðanir allra einstaklinga, hvað sem þeir velja að gera, þegar kemur að kynvitund þeirra. Simmons segist hafa ákveðið að höfða meiðyrðamál því hann hafi lagalegan rétt á því að ekki sé dregin upp röng mynd af honum sem manneskju. Lögmaður Simmons hafði varað Enquirer við því að ef þessi frétt yrði birt myndi það gera Simmons afar erfitt fyrir að snúa aftur í sviðsljósið, sem myndi þýða tekjutap upp á margar milljónir dollara fyrir hann. Lögmaður Simmons tók það skýrt fram í bréfi til Enquirer að Simmons væri ekki kona og að hann hafi ekki farið í gegnum nokkurskonar ferli til að láta breyta sér úr karli í konu. Enquirer svaraði þessu bréfi á vef sínum þess efnis að um væri að ræða réttmæta frétt sem kallaði á umfjöllun og að fjölmiðillinn myndi verjast þessari stefnu Simmons.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira