K kemst á snoðir um gamalt og grafið leyndarmál, sem getur umturnað heiminum og þarf á hjálp Deckard að halda.
Með önnur hlutverk fara Ana de Armas, Sylvia Hoeks, Robin Wright, Mackenzie Davis, Carla Juri, Lennie James, Dave Bautista og Jared Leto. Með leikstjórn fer Denis Villeneuve sem hefur gert garðinn frægan fyrir kvikmyndir á borð við Prisoners, Sicario og Arrival.
Íslendingurinn og Golden Globe-verðlaunahafinn Jóhann Jóhannsson samdi tónlistina í myndinni og má heyra brot af henni í stiklunni neðst í fréttinni.