Ný eign föður Bjarna í hundraða milljóna viðskiptum við ríkið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. maí 2017 07:00 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. vísir/ernir Virði samninga milli ISS á Íslandi og íslenska ríkisins nema minnst 209 milljónum króna. ISS er að meirihluta í eigu félaga Benedikts Sveinssonar, föður forsætisráðherra, og Einars Sveinssonar, föðurbróður Bjarna Benediktssonar. Í svari Ríkiskaupa við fyrirspurn Fréttablaðsins um samninga milli ISS og ríkisins kemur fram að fyrirtækið hafi meðal annars orðið hlutskarpast í útboði um þrif á Landspítalanum, húsnæði Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og húsnæði Tollstjóra. Fyrir það fær ISS rúmar 209 milljónir króna á samningstímanum.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.VÍSIR/VILHELMSvar Ríkiskaupa nær aftur til maí 2015 en þá tók fyrirtækið upp nýtt verkefnastjórnunarkerfi. Fleiri samningar eru í gildi en þeir sem taldir eru upp hér að framan en til þeirra var stofnað í tíð eldra kerfis. Má þar meðal annars nefna samning um þrif ISS í sex ráðuneytum frá því í febrúar 2015. Þá er mögulegt að fyrirtækið hafi gert samninga við stofnanir sem ekki voru boðnir út. Upphæð gildra samninga er því hærri en 209 milljónir. ISS sérhæfir sig í ræstingum og rekstri mötuneyta og er langstærsti aðili markaðarins hér á landi. Velta félagsins er rúmlega þreföld velta næststærsta ræstingafyrirtækis landsins. Þá var eigið fé þess í árslok 2015 nærri tveir milljarðar króna. Um miðjan síðasta mánuð féllst Samkeppniseftirlitið á yfirtöku nýrra eigenda á ISS. Þar eru á ferð félög í eigu Sveinssonanna Benedikts og Einars. Í gegnum þau eiga þeir nú 2/3 hluta í fyrirtækinu. Fallist var á yfirtökuna athugasemdalaust. „Almennt er það þannig að stjórnmálamenn þurfa að passa sig að lenda ekki í þeirri að stöðu að hagsmunir þeirra eða nákominna séu líklegir til að minnka trúverðugleika þeirra,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Ég tel að það sé æskilegt að þetta sé rætt en fyrst og fremst að þetta hljóti að vera mjög óþægilegt fyrir forsætisráðherra.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Virði samninga milli ISS á Íslandi og íslenska ríkisins nema minnst 209 milljónum króna. ISS er að meirihluta í eigu félaga Benedikts Sveinssonar, föður forsætisráðherra, og Einars Sveinssonar, föðurbróður Bjarna Benediktssonar. Í svari Ríkiskaupa við fyrirspurn Fréttablaðsins um samninga milli ISS og ríkisins kemur fram að fyrirtækið hafi meðal annars orðið hlutskarpast í útboði um þrif á Landspítalanum, húsnæði Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og húsnæði Tollstjóra. Fyrir það fær ISS rúmar 209 milljónir króna á samningstímanum.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.VÍSIR/VILHELMSvar Ríkiskaupa nær aftur til maí 2015 en þá tók fyrirtækið upp nýtt verkefnastjórnunarkerfi. Fleiri samningar eru í gildi en þeir sem taldir eru upp hér að framan en til þeirra var stofnað í tíð eldra kerfis. Má þar meðal annars nefna samning um þrif ISS í sex ráðuneytum frá því í febrúar 2015. Þá er mögulegt að fyrirtækið hafi gert samninga við stofnanir sem ekki voru boðnir út. Upphæð gildra samninga er því hærri en 209 milljónir. ISS sérhæfir sig í ræstingum og rekstri mötuneyta og er langstærsti aðili markaðarins hér á landi. Velta félagsins er rúmlega þreföld velta næststærsta ræstingafyrirtækis landsins. Þá var eigið fé þess í árslok 2015 nærri tveir milljarðar króna. Um miðjan síðasta mánuð féllst Samkeppniseftirlitið á yfirtöku nýrra eigenda á ISS. Þar eru á ferð félög í eigu Sveinssonanna Benedikts og Einars. Í gegnum þau eiga þeir nú 2/3 hluta í fyrirtækinu. Fallist var á yfirtökuna athugasemdalaust. „Almennt er það þannig að stjórnmálamenn þurfa að passa sig að lenda ekki í þeirri að stöðu að hagsmunir þeirra eða nákominna séu líklegir til að minnka trúverðugleika þeirra,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Ég tel að það sé æskilegt að þetta sé rætt en fyrst og fremst að þetta hljóti að vera mjög óþægilegt fyrir forsætisráðherra.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira