Sjálfsvígsforvarnarsamtökin Pieta Ísland eru komin með húsnæð Helga María Guðmundsdóttir skrifar 25. október 2017 22:30 Sjálfsvígsforvarnarsamtökin Pieta Ísland eru komin með húsnæði fyrir starfsemina átta árum eftir að hugmyndin fæddist. Það voru Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra og Sirrý Arnardóttir framkvæmdastjóri Pieta Ísland sem skrifuðu undir samninginn í dag. Styrktarsamningurinn segir stjórnarmaður Pieta Íslands vera eitt mesta framfaraspor í íslensku samfélagi. Félags- og jafnréttismálaráðherra mætti í styrktargöngu Pieta Ísland síðasta vor þar sem hann lofaði stuðningi við samtökin. Skrifað hefur verið undir samkomulag um að ráðuneytið mun greiða laun sérfræðings næstu tvö árin. „Við hétum þeim stuðningi á sínum tíma, ef þeim tækist þetta að ná saman hópnum utan um verkefnið og finna því húsnæði. Þá myndi ekki standa á ráðuneytinu að styðja við þetta mikilvæga verkefni og þau gerast ekki mikið mikilvægari en að bjarga mannslífum,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Framkvæmdastjóri Pieta Ísland segir samninginn vera hryggjarstykki í starfsemi samtakanna. „Nú getum við ráðið starfsmann, fagmenntaðan sálfræðing til að vera í þessu herbergi og fólk mun geta komið í Pietahús og fengið 15 ókeypis viðtalsíma ef það er í sjálfsvígs- eða sjálfsskaðahættu og aðstandendur geta fengið 5 viðtalstíma ókeypis,“ segir Sirrý Arnardóttir. Benedikt Þór missti son sinn fyrir ellefu árum þegar hann fyrirfór sér. Þremur árum síðar fór hann að leita sér aðstoðar og kynntist þá Pieta samtökunum á Írlandi. Hann ásamt góðu föruneyti hefur unnið að því að fá starfsemina til Íslands og loksins er hugmyndin að Pietahúsinu orðin að veruleika á Baldursgötu 7. „Gera einstaklingum auðveldara að leita sér hjálpar, það er að segja ef fólkið er í þunglyndi, sjálfsvígshættu eða sjálfskaða og við áætlum kannski að hér séu að koma í gegn 140-200 manns sem fara í gegnum heila meðferð, segir Benedikt Þór Guðmundsson, “ stjórnarmaður Pieta Ísland.Sjá einnig: Um 500 manns tóku þátt í árlegri göngu Pieta Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Sjálfsvígsforvarnarsamtökin Pieta Ísland eru komin með húsnæði fyrir starfsemina átta árum eftir að hugmyndin fæddist. Það voru Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra og Sirrý Arnardóttir framkvæmdastjóri Pieta Ísland sem skrifuðu undir samninginn í dag. Styrktarsamningurinn segir stjórnarmaður Pieta Íslands vera eitt mesta framfaraspor í íslensku samfélagi. Félags- og jafnréttismálaráðherra mætti í styrktargöngu Pieta Ísland síðasta vor þar sem hann lofaði stuðningi við samtökin. Skrifað hefur verið undir samkomulag um að ráðuneytið mun greiða laun sérfræðings næstu tvö árin. „Við hétum þeim stuðningi á sínum tíma, ef þeim tækist þetta að ná saman hópnum utan um verkefnið og finna því húsnæði. Þá myndi ekki standa á ráðuneytinu að styðja við þetta mikilvæga verkefni og þau gerast ekki mikið mikilvægari en að bjarga mannslífum,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Framkvæmdastjóri Pieta Ísland segir samninginn vera hryggjarstykki í starfsemi samtakanna. „Nú getum við ráðið starfsmann, fagmenntaðan sálfræðing til að vera í þessu herbergi og fólk mun geta komið í Pietahús og fengið 15 ókeypis viðtalsíma ef það er í sjálfsvígs- eða sjálfsskaðahættu og aðstandendur geta fengið 5 viðtalstíma ókeypis,“ segir Sirrý Arnardóttir. Benedikt Þór missti son sinn fyrir ellefu árum þegar hann fyrirfór sér. Þremur árum síðar fór hann að leita sér aðstoðar og kynntist þá Pieta samtökunum á Írlandi. Hann ásamt góðu föruneyti hefur unnið að því að fá starfsemina til Íslands og loksins er hugmyndin að Pietahúsinu orðin að veruleika á Baldursgötu 7. „Gera einstaklingum auðveldara að leita sér hjálpar, það er að segja ef fólkið er í þunglyndi, sjálfsvígshættu eða sjálfskaða og við áætlum kannski að hér séu að koma í gegn 140-200 manns sem fara í gegnum heila meðferð, segir Benedikt Þór Guðmundsson, “ stjórnarmaður Pieta Ísland.Sjá einnig: Um 500 manns tóku þátt í árlegri göngu Pieta
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira