Eigendur Atlantsolíu undirbúa sölu á fyrirtækinu Hörður Ægisson skrifar 25. október 2017 07:30 Atlantsolía rekur 19 sjálfsafgreiðslustöðvar á landinu öllu. vísir/anton brink Eigendur Atlantsolíu, sem rekur nítján sjálfsafgreiðslustöðvar á landinu öllu, kanna nú mögulega sölu á öllu hlutafé fyrirtækisins. Hafa þeir fengið endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið Deloitte til að undirbúa Atlantsolíu fyrir söluferli, samkvæmt heimildum Markaðarins, en ákvörðun um að bjóða félagið formlega til sölu hefur hins vegar ekki enn verið tekin. Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, staðfestir í samtali við Markaðinn að verið sé að skoða að selja fyrirtækið. Það komi til vegna áhuga sem innlendir aðilar hafi sýnt Atlantsolíu að undanförnu. Aðspurð segir Guðrún að ákvörðun um hvort félagið verði sett í opið söluferli muni liggja fyrir á allra næstu vikum. Eigendur Atlantsolíu, sem er minnsta olíufélagið á íslenska markaðnum, eru Guðmundur Kjærnested og Bandaríkjamaðurinn Brandon Charles Rose. Atlantsolía var stofnuð sumarið 2002 og var fyrsta bensínstöð félagsins opnuð ári síðar. Hagnaður Atlantsolíu á síðasta ári nam rúmlega 203 milljónum króna borið saman við hagnað upp á 50 milljónir árið áður, að því er fram kemur ársreikningi. Heildarvelta félagsins dróst hins vegar saman um 680 milljónir og var samtals 4.638 milljónir í fyrra. Samkvæmt heimildum Markaðarins gera áætlanir stjórnenda Atlantsolíu ráð fyrir að afkoma félagsins fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) verði um 500 milljónir á þessu ári. Heildareignir námu rúmlega 3.700 milljónum í lok síðasta árs og eigið fé var um 840 milljónir. Eiginfjárhlutfall félagsins er því rúmlega 22 prósent. Í skýrslu stjórnar Atlantsolíu segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um greiðslu arðs vegna afkomu síðasta árs. Á árinu 2016 greiddi félagið hins vegar tæplega 124 milljónir í arð til hluthafa. Í lok síðasta árs var Atlantsolía í hundrað prósent eigu Atlantsolíu Holdings ehf. en það er aftur í jafnri eigu bandarísku félaganna Atlantsoliu Investments LLC og Atlantsoliu Holding LLC. Stjórnarmenn Atlantsolíu Holdings eru þeir Guðmundur Kjærnested og Brandon Rose. Sá sem er ráðgjafi Atlantsolíu varðandi mögulega sölu á fyrirtækinu er Þór Hauksson í fjármálaráðgjöf Deloitte en hann var meðal annars áður yfir fjárfestingum og rekstri félaga hjá Framtakssjóði Íslands.Guðrún Ragna Garðasdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, segir innlenda aðila hafa sýnt fyrirtækinu áhuga að undanförnu.Hræringar á markaði Miklar hræringar hafa verið á íslenskum eldsneytismarkaði á undanförnum misserum, ekki síst með aukinni samkeppni eftir komu Costco, og hafa olíufélögin leitað leiða til hagræðingar með sameiningum við félög í smásölu. Þannig var gengið frá endanlegum kaupsamningi fyrr í þessum mánuði vegna kaupa N1 á öllu hlutafé Festar, næst stærsta smásölufélags landsins, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festar tæplega 38 milljarðar króna. Þá var tilkynnt um kaup Haga á Olís fyrir um 9,2 til 10,2 milljarða króna í apríl síðastliðnum. Gert var ráð fyrir að kaupin gengju í gegn í lok þessa árs en kaupsamningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þá áformaði Skeljungur einnig að kaupa allt hlutafé Basko, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum 10/11, fyrir um 2,2 milljarða en stjórn félagsins ákvað hins vegar um miðjan júlí á þessu ári að slíta þeim samningaviðræðum. Þegar starfsemi Costco hófst í maí síðastliðnum var félagið upphaflega með tólf eldsneytisdælur en þeim var síðar fjölgað í sextán. Flest íslensku eldsneytisfélögin hafa brugðist við samkeppninni frá Costco. Atlantsolía með lægra verði á tveimur sjálfsafgreiðslustöðvum í nágrenni við Costco, Skeljungur með Orkunni X og N1 með Dælunni. Fram kom í ViðskiptaMogganum þann 5. október síðastliðinn að samkvæmt heimildum blaðsins þá næmi eldsneytissala Costco, ef tekið er mið af sölu frá opnun verslunarinnar, um 30 milljónum lítra á ársgrundvelli. Það væru um tíu prósent af allri bensínsölu á landinu og mætti áætla að tekjur Costco vegna eldsneytissölu nemi um fimm milljörðum króna á ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Eigendur Atlantsolíu, sem rekur nítján sjálfsafgreiðslustöðvar á landinu öllu, kanna nú mögulega sölu á öllu hlutafé fyrirtækisins. Hafa þeir fengið endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið Deloitte til að undirbúa Atlantsolíu fyrir söluferli, samkvæmt heimildum Markaðarins, en ákvörðun um að bjóða félagið formlega til sölu hefur hins vegar ekki enn verið tekin. Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, staðfestir í samtali við Markaðinn að verið sé að skoða að selja fyrirtækið. Það komi til vegna áhuga sem innlendir aðilar hafi sýnt Atlantsolíu að undanförnu. Aðspurð segir Guðrún að ákvörðun um hvort félagið verði sett í opið söluferli muni liggja fyrir á allra næstu vikum. Eigendur Atlantsolíu, sem er minnsta olíufélagið á íslenska markaðnum, eru Guðmundur Kjærnested og Bandaríkjamaðurinn Brandon Charles Rose. Atlantsolía var stofnuð sumarið 2002 og var fyrsta bensínstöð félagsins opnuð ári síðar. Hagnaður Atlantsolíu á síðasta ári nam rúmlega 203 milljónum króna borið saman við hagnað upp á 50 milljónir árið áður, að því er fram kemur ársreikningi. Heildarvelta félagsins dróst hins vegar saman um 680 milljónir og var samtals 4.638 milljónir í fyrra. Samkvæmt heimildum Markaðarins gera áætlanir stjórnenda Atlantsolíu ráð fyrir að afkoma félagsins fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) verði um 500 milljónir á þessu ári. Heildareignir námu rúmlega 3.700 milljónum í lok síðasta árs og eigið fé var um 840 milljónir. Eiginfjárhlutfall félagsins er því rúmlega 22 prósent. Í skýrslu stjórnar Atlantsolíu segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um greiðslu arðs vegna afkomu síðasta árs. Á árinu 2016 greiddi félagið hins vegar tæplega 124 milljónir í arð til hluthafa. Í lok síðasta árs var Atlantsolía í hundrað prósent eigu Atlantsolíu Holdings ehf. en það er aftur í jafnri eigu bandarísku félaganna Atlantsoliu Investments LLC og Atlantsoliu Holding LLC. Stjórnarmenn Atlantsolíu Holdings eru þeir Guðmundur Kjærnested og Brandon Rose. Sá sem er ráðgjafi Atlantsolíu varðandi mögulega sölu á fyrirtækinu er Þór Hauksson í fjármálaráðgjöf Deloitte en hann var meðal annars áður yfir fjárfestingum og rekstri félaga hjá Framtakssjóði Íslands.Guðrún Ragna Garðasdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, segir innlenda aðila hafa sýnt fyrirtækinu áhuga að undanförnu.Hræringar á markaði Miklar hræringar hafa verið á íslenskum eldsneytismarkaði á undanförnum misserum, ekki síst með aukinni samkeppni eftir komu Costco, og hafa olíufélögin leitað leiða til hagræðingar með sameiningum við félög í smásölu. Þannig var gengið frá endanlegum kaupsamningi fyrr í þessum mánuði vegna kaupa N1 á öllu hlutafé Festar, næst stærsta smásölufélags landsins, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festar tæplega 38 milljarðar króna. Þá var tilkynnt um kaup Haga á Olís fyrir um 9,2 til 10,2 milljarða króna í apríl síðastliðnum. Gert var ráð fyrir að kaupin gengju í gegn í lok þessa árs en kaupsamningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þá áformaði Skeljungur einnig að kaupa allt hlutafé Basko, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum 10/11, fyrir um 2,2 milljarða en stjórn félagsins ákvað hins vegar um miðjan júlí á þessu ári að slíta þeim samningaviðræðum. Þegar starfsemi Costco hófst í maí síðastliðnum var félagið upphaflega með tólf eldsneytisdælur en þeim var síðar fjölgað í sextán. Flest íslensku eldsneytisfélögin hafa brugðist við samkeppninni frá Costco. Atlantsolía með lægra verði á tveimur sjálfsafgreiðslustöðvum í nágrenni við Costco, Skeljungur með Orkunni X og N1 með Dælunni. Fram kom í ViðskiptaMogganum þann 5. október síðastliðinn að samkvæmt heimildum blaðsins þá næmi eldsneytissala Costco, ef tekið er mið af sölu frá opnun verslunarinnar, um 30 milljónum lítra á ársgrundvelli. Það væru um tíu prósent af allri bensínsölu á landinu og mætti áætla að tekjur Costco vegna eldsneytissölu nemi um fimm milljörðum króna á ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira