Erlent

Trump fundar með Pútín í næstu viku

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Talið var líklegt að forsetarnir myndu hittast og funda á meðan á ráðstefnu G20 ríkjanna stendur en upphaflega var ekki búið að plana sérstakan fund þeirra á milli.
Talið var líklegt að forsetarnir myndu hittast og funda á meðan á ráðstefnu G20 ríkjanna stendur en upphaflega var ekki búið að plana sérstakan fund þeirra á milli. Vísir/AFP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun eiga fund með Vladimir Pútín, forseta Rússlands, á fundi G20 ríkjanna í Þýskalandi í næstu viku. Þetta er í fyrsta sinn sem forsetarnir hittast. Reuters greinir frá.

Talsmaður öryggismála Hvíta hússins H.R. McMaster sagði fjölmiðlum að dagskrá fundarins sé þó ekki tilbúin. Samskipti forsetans við yfirvöld í Rússlandi hafa verið mikið í umræðunni undanfarna mánuði. Því hefur verið haldið fram að Rússar hafi átt óeðlileg afskipti af bandarísku forsetakosningunum.

Ekki er hægt að segja að hlýtt sé á milli þjóðanna tveggja en yfirvöld landanna styðja til að mynda sitthvorn aðilann í stríðinu í Sýrlandi. Rússar hafa líst yfir stuðningi við Bashar al-Assar, forseta Sýrlands en Bandaríkin styðja uppreisnarmennina sem vilja steypa al-Assar af stóli.

Talið var líklegt að forsetarnir myndu hittast og funda á meðan á ráðstefnu G20 ríkjanna stendur en upphaflega var ekki búið að plana sérstakan fund þeirra á milli. Það hefur hins vegar breyst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×