Mansalsmálið í Vík: Konurnar voru mjög hræddar þegar málið kom upp Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 29. júní 2017 18:45 Kristrún Elsa Harðardóttir var réttargæslumaður kvennanna. Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður tveggja kvenna sem voru brotaþolar í mansalsmáli sem kom upp í Vík í Mýrdal í fyrra, segir að það komi sér ekki á óvart að Ísland hafi færst niður um flokk í nýrri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal. Hún ítrekar gagnrýni sína á héraðssaksóknara sem felldi málið niður og segir að frekar hafi verið horft í framburð kvennanna heldur en gögn málsins sem sýndu meðal annars að greiðsla hafði farið til þriðja aðila vegna vinnu sem konurnar inntu af hendi. Kristrún veltir því sér í hvaða mansalsmálum verði ákært í fyrst ekki var ákært í þessu máli.Konurnar voru mjög hræddar Þegar vinna við skýrsluna stóð yfir leitaði bandaríska sendiráðið til Kristrúnar sem fór og ræddi við fulltrúar þar um málið sem kom upp í Vík. „Þetta var eftir að þessi ákvörðun kom frá héraðssaksóknara og ég ræddi við þá um þær brotalamir sem ég hafði séð í kerfinu og þau voru satt best að segja frekar hissa. Lögreglan stóð sig mjög vel í þessu máli, rannsóknarlögreglan, það var allt gert sem hægt var að gera, brotaþolar teknir fyrir dóm áður en þeir fóru úr landi en svo stoppar þetta hjá saksóknaranum,“ segir Kristrún. Aðspurð um hvaða brotalamir hún sé að vísa til segir Kristrún: „Þegar málið kemur upp þá eru þessar konur mjög hræddar. Þær þekkja ekkert til á Íslandi og höfðu aldrei farið út úr Vík í Mýrdal nema einu sinni þegar þær fóru í Bónus á Selfossi. Það koma þarna fullt af lögreglumönnum og gera húsleit og handtaka þeirra vinnuveitenda sem var þeirra tenging við landið. Síðan mæti ég sem þeirra réttargæslumaður og reyni að útskýra hvað er í gangi og sagði þeim að það væri verið að rannsaka þetta sem mansalsmál. Þær fóru bara að hlæja, fannst þetta mjög skrýtið og skildu eiginlega ekkert í þessu. Ég sagði þeim að þær þyrftu bara að koma með mér, við værum að fara á Selfoss í skýrslutöku og svo væri öruggt skjól fyrir þær í Kvennaathvarfinu.“Fengu nóg og fóru aftur til Ítalíu Kristrún segir að þær hafi alls ekki viljað fara með henni, þeim hafi þótt þetta allt mjög undarlegt en á endanum tókst henni að fá þær til að koma með sér. Tekin var skýrsla af konunum sem þær vildu svona bæði og en eftir það var þeim skutlað í Kvennaathvarfið. „Þar voru þær í rauninni bara í geymslu því þar beið þeirra ekki neitt. Þær gátu ekki fengið atvinnuleyfi sem ég reyndi að berjast fyrir þær með kjafti og klóm því þær gátu ekki hugsað sér að vera í geymslu í Kvennaathvarfinu með 5000 krónur á viku í framfærslufé í sjálfboðastarfi hjá Rauða krossinum heldur vildu þær vera að vinna, senda peninga heim eins og oft er en það var ekki í boði.“ Kristrún kom alls staðar að lokuðum dyrum þegar hún reyndi að fá atvinnuleyfi fyrir konurnar en hún fór til Útlendingastofnunar, Vinnumálastofnunar og á fund í innanríkisráðuneytinu en án árangurs. „Þannig að þær fengu bara nóg og þær vildu bara fara aftur til Ítalíu þar sem þær höfðu verið að starfa í svipuðum aðstæðum og á endanum gerðu þær það,“ segir Kristrún.„Náttúrulega út í hött“ Að mati Kristrúnar vantar ekki ákvæði í sakamálalöggjöfina til þess að saksækja eða dæma í mansalsmálum heldur skorti þekkingu hjá ákæruvaldinu. „Eins og í þessu máli þá er þetta bara vanþekking hjá ákæruvaldinu. Það er verið að vísa í framburð brotaþola linnulaust, brotaþoli sem var fórnarlamb mansals og vildi helst ekkert af þessu máli vita, veitti ekki mikið liðsinni, sagðist ekki hafa verið að vinna mikið og að þau væru öll vinir. Þetta er týpískt fyrir mansalsfórnarlömb en það var ekkert tekið mark á því heldur bara tekið beint upp sem brotaþolar sögðu, að þær hefðu unnið lítið verið í fríu fæði og húsnæði þó svo að greiðslurnar hafi farið til þriðja aðila þá hafi þær nú fengið greitt einhvern tímann. Þetta er náttúrulega út í hött,“ segir Kristrún og bendir á að í málinu hafi einnig legið fyrir framburðir vitna sem komið höfðu í húsið þar sem konurnar í dvöldu en vitnin sögðust hafa heyrt í saumavélum í kjallaranum í tíma og ótíma. Tengdar fréttir Réttargæslumaður gagnrýnir vinnubrögð í mansalsmáli í Vík Réttargæslumaður segir saksóknara ekki hafa skilning á aðstæðum þolenda mansals. Alþingismaður telur að mansalsmálið í Vík í Mýrdal hafi strandað hjá saksóknara. Telur réttarkerfið skorta þekkingu í mansalsmálum. 17. desember 2016 07:00 Greiðslurnar til þriðja aðila en samt ekki ákært í mansalsmáli Tvær konur frá Srí Lanka sem saumuðu fatnað í kjallara í Vík í Mýrdal eru ekki þolendur mansals að mati héraðssaksóknara. Greiðslur til annarrar konunnar runnu til aðila erlendis. 14. desember 2016 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður tveggja kvenna sem voru brotaþolar í mansalsmáli sem kom upp í Vík í Mýrdal í fyrra, segir að það komi sér ekki á óvart að Ísland hafi færst niður um flokk í nýrri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal. Hún ítrekar gagnrýni sína á héraðssaksóknara sem felldi málið niður og segir að frekar hafi verið horft í framburð kvennanna heldur en gögn málsins sem sýndu meðal annars að greiðsla hafði farið til þriðja aðila vegna vinnu sem konurnar inntu af hendi. Kristrún veltir því sér í hvaða mansalsmálum verði ákært í fyrst ekki var ákært í þessu máli.Konurnar voru mjög hræddar Þegar vinna við skýrsluna stóð yfir leitaði bandaríska sendiráðið til Kristrúnar sem fór og ræddi við fulltrúar þar um málið sem kom upp í Vík. „Þetta var eftir að þessi ákvörðun kom frá héraðssaksóknara og ég ræddi við þá um þær brotalamir sem ég hafði séð í kerfinu og þau voru satt best að segja frekar hissa. Lögreglan stóð sig mjög vel í þessu máli, rannsóknarlögreglan, það var allt gert sem hægt var að gera, brotaþolar teknir fyrir dóm áður en þeir fóru úr landi en svo stoppar þetta hjá saksóknaranum,“ segir Kristrún. Aðspurð um hvaða brotalamir hún sé að vísa til segir Kristrún: „Þegar málið kemur upp þá eru þessar konur mjög hræddar. Þær þekkja ekkert til á Íslandi og höfðu aldrei farið út úr Vík í Mýrdal nema einu sinni þegar þær fóru í Bónus á Selfossi. Það koma þarna fullt af lögreglumönnum og gera húsleit og handtaka þeirra vinnuveitenda sem var þeirra tenging við landið. Síðan mæti ég sem þeirra réttargæslumaður og reyni að útskýra hvað er í gangi og sagði þeim að það væri verið að rannsaka þetta sem mansalsmál. Þær fóru bara að hlæja, fannst þetta mjög skrýtið og skildu eiginlega ekkert í þessu. Ég sagði þeim að þær þyrftu bara að koma með mér, við værum að fara á Selfoss í skýrslutöku og svo væri öruggt skjól fyrir þær í Kvennaathvarfinu.“Fengu nóg og fóru aftur til Ítalíu Kristrún segir að þær hafi alls ekki viljað fara með henni, þeim hafi þótt þetta allt mjög undarlegt en á endanum tókst henni að fá þær til að koma með sér. Tekin var skýrsla af konunum sem þær vildu svona bæði og en eftir það var þeim skutlað í Kvennaathvarfið. „Þar voru þær í rauninni bara í geymslu því þar beið þeirra ekki neitt. Þær gátu ekki fengið atvinnuleyfi sem ég reyndi að berjast fyrir þær með kjafti og klóm því þær gátu ekki hugsað sér að vera í geymslu í Kvennaathvarfinu með 5000 krónur á viku í framfærslufé í sjálfboðastarfi hjá Rauða krossinum heldur vildu þær vera að vinna, senda peninga heim eins og oft er en það var ekki í boði.“ Kristrún kom alls staðar að lokuðum dyrum þegar hún reyndi að fá atvinnuleyfi fyrir konurnar en hún fór til Útlendingastofnunar, Vinnumálastofnunar og á fund í innanríkisráðuneytinu en án árangurs. „Þannig að þær fengu bara nóg og þær vildu bara fara aftur til Ítalíu þar sem þær höfðu verið að starfa í svipuðum aðstæðum og á endanum gerðu þær það,“ segir Kristrún.„Náttúrulega út í hött“ Að mati Kristrúnar vantar ekki ákvæði í sakamálalöggjöfina til þess að saksækja eða dæma í mansalsmálum heldur skorti þekkingu hjá ákæruvaldinu. „Eins og í þessu máli þá er þetta bara vanþekking hjá ákæruvaldinu. Það er verið að vísa í framburð brotaþola linnulaust, brotaþoli sem var fórnarlamb mansals og vildi helst ekkert af þessu máli vita, veitti ekki mikið liðsinni, sagðist ekki hafa verið að vinna mikið og að þau væru öll vinir. Þetta er týpískt fyrir mansalsfórnarlömb en það var ekkert tekið mark á því heldur bara tekið beint upp sem brotaþolar sögðu, að þær hefðu unnið lítið verið í fríu fæði og húsnæði þó svo að greiðslurnar hafi farið til þriðja aðila þá hafi þær nú fengið greitt einhvern tímann. Þetta er náttúrulega út í hött,“ segir Kristrún og bendir á að í málinu hafi einnig legið fyrir framburðir vitna sem komið höfðu í húsið þar sem konurnar í dvöldu en vitnin sögðust hafa heyrt í saumavélum í kjallaranum í tíma og ótíma.
Tengdar fréttir Réttargæslumaður gagnrýnir vinnubrögð í mansalsmáli í Vík Réttargæslumaður segir saksóknara ekki hafa skilning á aðstæðum þolenda mansals. Alþingismaður telur að mansalsmálið í Vík í Mýrdal hafi strandað hjá saksóknara. Telur réttarkerfið skorta þekkingu í mansalsmálum. 17. desember 2016 07:00 Greiðslurnar til þriðja aðila en samt ekki ákært í mansalsmáli Tvær konur frá Srí Lanka sem saumuðu fatnað í kjallara í Vík í Mýrdal eru ekki þolendur mansals að mati héraðssaksóknara. Greiðslur til annarrar konunnar runnu til aðila erlendis. 14. desember 2016 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Réttargæslumaður gagnrýnir vinnubrögð í mansalsmáli í Vík Réttargæslumaður segir saksóknara ekki hafa skilning á aðstæðum þolenda mansals. Alþingismaður telur að mansalsmálið í Vík í Mýrdal hafi strandað hjá saksóknara. Telur réttarkerfið skorta þekkingu í mansalsmálum. 17. desember 2016 07:00
Greiðslurnar til þriðja aðila en samt ekki ákært í mansalsmáli Tvær konur frá Srí Lanka sem saumuðu fatnað í kjallara í Vík í Mýrdal eru ekki þolendur mansals að mati héraðssaksóknara. Greiðslur til annarrar konunnar runnu til aðila erlendis. 14. desember 2016 07:00